18.1.13

Óskalistinn fyrir stelpuherbergi | Girlsroom wishlist

Nú er svo komið að ég get bara ekki dregið það lengur að gera eitthvað skemmtilegt í herbergi eldri dóttur minnar. Hún á afmæli eftir 8 daga, verður 11 ára og hana langar til að þá verði herbergið hennar orðið voða fínt.  Við gerðum tilraun fyrir jól með að hafa systurnar saman í herbergi, en litla skottið er 18 mánaða. Þeirri stóru langaði svo voða mikið til þess að þær væru saman í herbergi en eftir tveggja mánaða reynslu sjáum við að það er ekki alveg að ganga. Sú litla hefur ekki alveg skilning á því að láta perlur, tússpenna og annað smádót í friði og það er farið að reyna verulega á þá eldri að vera alltaf að taka til og leita að dótinu sínu.

Svo nú á að spíta í lófana, lappa aðeins upp á herbergið og taka litla skottið út. Við mæðgur settumst aðeins niður og spáðum í hvað það er sem hún vill gera. Þessar breytingar eiga að vera þannig að ekki verði miklu til kostað heldur meira að nýta það sem við eigum og búum sjálfar til. Við fórum inn á Pintrest og bjuggum þar til möppu með fullt af hugmyndum fyrir herbergi. Það er alveg ótrúlega erfitt að hætta þegar maður byrjar á Pintrest, áður en maður veit af er búið að opna fullt af gluggum og allt er svo flott.

Í dag langar mig að sýna ykkur myndir af því sem okkur langar að gera í hennar herbergi, svo er bara að bíða og sjá hvernig tekst til og hvort það næst ekki fyrir afmælisdaginn.

************
My two girls are sharing a room and have been for about two months. It was an experience since the older one, who turns 11 in 8 days, really wanted her younger one in the room with her. The problem is that the younger one is only 18 months and has different views on what to do in a girls room, who to play and so on...as is to be expected when you´re a toddler. So it has come to that, we are going to redecorate the room and let the older one have the room all to herself and hopefully we will manage to do that before her birthday.

The two of us sat down to get an inspiration from Pinterest and made a board where we gathered all the ideas we came across. She has strong ideas on how she wants her room and you can find so much on Pinterest.

Here are some of the ideas we hope to use for her room, crossing fingers we will be so productive and she will have a pretty room when she turns 11 :)
        

Hana langar í stafinn sinn á vegg í herberginu.
She wants to have her letter on the wall.

{source}

    Þessi fallegi túrkís litur varð fyrir valinu sem drauma liturinn. Flöggin í glugganum eru líka á framkvæmdalistanum.
This is the color she wants, the garland over the window is on the wish list

{source}


We are going to make butterflies like these, so cute :)


{source}

Góða helgi
S

2 comments:

  1. Þó að bara hluti af þessu verði af veruleika, þá hlakka ég til þess að sjá afraksturinn, margar fallegar hugmyndir!

    ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...