12.10.16

Stelpur rokka!

Ég á tvær litlur frænkur sem hafa ákveðna lund, vita hvað þær vilja og láta ekki segja sér fyrir verkum....helst ekki ;) Á fallegum sumardegi í júlí fengum við þessar skottur til að vera fyrirsætur í þessum litla myndaþætti.

Ég hef mikla trú á því að þessar ungu dömur verði ákveðnar konur sem láta til sín taka í framtíðinni.
Farið varlega í votviðrinu.
mAs

11.10.16

Loppemarkaður í Kaupmannahöfn

Ég skellti mér ásamt vinkonu minni í stelpuferð til Kaupmannaferðar að heimsækja góða vinkonu okkar. Ég bjó í fimm ár í Danmörku og það var orðið alltof langt síðan ég hafði heimsótt borgina. Þegar ég bjó þar fannst mér svo gaman að rölta um á þessum svokölluðu loppemörkuðum. Þannig að ég var voða kát með að sjá að það var lítill sætur markaður við lestarstöðina hjá okkur.  Ég rölti aðeins um og dauðlangaði að taka með mér heim þennan dýrindis ruggustól og nokkrar bastkörfur :)
Það væri yndislegt ef það væri meira um svona markaði hér á landi.Knús og kram
S

10.10.16

Borðstofupælingar_framhald

Síðasti póstur (og það er víst orðið nokkuð liðið síðan hann var birtur) snerist um borðstofustóla hugleiðingar fyrir væntanlegt heimili. Heimilið er svona smátt og smátt að taka á sig mynd og eftir miklar vangaveltur var tekin ákvörðun um að kaupa Eames DSW stóla hjá Pennanum. Við erum alsæl með þá enda er gott að sitja í þeim og þeir tala líka svona fallega við ömmustólana okkar.Eigið ljúft kvöld
m
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...