10.2.14

Graham & Green

Það er vor hjá Graham & Green, fallegir litir og skógardýr á vappi...gaman að vafra um síðuna þeirra og láta sig dreyma um fallega hluti...og vor í haga :)

****

Spring is in the air at Graham & Graham, with lovely colors and wood creatures here and there....it´s lovely to "stroll" through their webshop and dream about lovely things and of the fast approaching spring :)


Have a lovely Monday!
m

8.2.14

Nuts for Nutella!

Ég rak augun í það á blogginu Ljúfmeti að alþjóðlegi Nutella dagurinn var á miðvikudaginn...og ég missti af því! Hefði annars án efa skutlað í eitthvað Nutella-gúmmelaði...

En af þessu tilefni langar mig til að minna á þessar gómsætu kökur...sem innihalda Nutella :) Mæli með að þið bakið þær og hafið helgarkaffinu.

****

Apparently the international Nutella day was last Wednesday and I missed it! But I recommend these babies for the weekend baking, they´re delicious and contain Nutella :)  

                                                                 Enjoy your Saturday!
m

5.2.14

Afmælispartý fyrir 12 ára skvísu | Birthday party for a 12 years old girl

Núna er litla skvísan mín orðin 12 ára, ótrúlegt hvað tíminn flýgur hratt áfram. Það er eins gott að maður taki sér tíma, stoppi stundum og njóti hans vel, sérstaklega með börnunum sínum.
Í tilefni af þessum skemmtilega viðburði var auðvitað blásið til veislu fyrir vini og vandamenn, en nokkrum dögum áður hafði hún ásamt bekkjarsystur sinni haldið upp á afmælið í Laser tag eins og vinsælt er meðal vina hennar.

Dóttir mín hafði miklar skoðanir á hvernig veitingar ættu að vera í boði. Afmæliskakan átti að vera með kitkat utan um og Nóakroppi og m&m ofan á. Síðan voru kökurnar skreytar með útklipptum yfirvaraskeggjum en það er það vinsælasta hjá henni og vinkonum hennar þessa dagana. Síðan setti hún upp listasýningu í húsinu í tilefni af afmælinu sínu og útbjó töluna 12 úr hringjum sem hún klippti út og festi á vegginn fyrir ofan veisluborðið.

**************

My little girl just turned twelve and to celebrate this big day we invited friends and family to come over and have cakes and a good time. She did the decortations herself and helped me bake the birthday cake. These days moustaches are very popular with her and her girlfriends so she printed some out and decorated some of the cakes with them :)


Knús og kram
S
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...