15.9.14

Augnablikin fönguð | Catching the moments

Á einum af fáum góðviðrisdegi í ágúst tók ég þessar myndir af gormunum. Ég hef alltaf haft gaman af því að taka myndir (ætlaði meira að verða ljósmyndari þegar ég yrði stór ;) og börn eru dásamlegt myndefni....reyna að vísu á þolrifin stundum en engu að síður er ótrúlega gaman að taka myndir af þeim og fanga falleg augnablik.

****

I took these photos of my boys one a sunny day in August. I´ve always loved taking photos and once upon a time that was the dream; to be a photographer. Anywho ;) ... it´s so much fun taking photos of the young´uns, although it can really test ones patience, but when you look at the results its worth it.













Enjoy your day!
m

14.9.14

Eldhúspælingar | Kitchen speculations

Þetta er kannski ekki í fyrsta sem við tökum eldhús-innblástur hér á blogginu en það eru miklar eldhúspælingar í gangi þessa dagana. Okkur langar voða mikið til að taka eldhúsið í gegn og ætluðum að nýta skápana sem fyrir eru en setja nýjar framhliðar....en herra IKEA er búin að breyta grunnskápunum hjá sér. Nú þurfum við annaðhvort að setja nýtt frá grunni eða sérpanta framhliðar...úff, þá er nú bara einfaldara að skoða flott eldhús á netingu ;)

****

This is probably not the first kitchen inspiration on our blog but kitchen renovations are on my mind these days. We are planning to update our kitchen and the original plan was to use the cabins we have and put some new fronts on them...unfortunately MR. IKEA has changed his basic kitchen cabins so now we have to either start from the beginning or have the fronts custom made...and I am telling you, its way more fun and easier just to look at lovely kitchen on the internet ;)


{source}
{source}
{source}
{source}
{source}
{source}
{source}


Enjoy your Sunday!
m

4.9.14

Focaccia



Þetta brauð hefur oft verið bakað hér á heimilinu enda afar gott og þægilegt í vinnslu...svo er það bara svo fallegt! Uppskriftin kemur frá hinni sænsku Leilu Lindholm sem ég hef nú nokkrum sinnum minnst á hér á blogginu....einfaldlega elska bækurnar hennar...og kræsingarnar sem hægt er að viska upp úr þeim :)

Focaccia
Innihald (2 brauð)
25 g ger (ferskt eða þurrger)
3 dl volgt vatn
1/2 dl ólívuolía
2 msk hunang
1 msk gróft salt
7 - 8 dl hveiti

Aðferð:
Gerið er leyst upp í volgu vatninu, hunanginu og olíunni. Gott er að láta þetta bíða í smástund og leyfa gerblöndunni að byrja að freyða aðeins. Þurrefnin sett saman í hærivélaskál og gerblöndunni bætt saman við. Allt hrært saman í ca. 5 mín. Látið hefast í ca. 45 mín. eða þar til deigið hefur tvöfaldað stærð sína.

Ofninn er hitaður í 225 gráður (ég hef alltaf aðeins minni hita - misjafnt eftir ofnum).

Deiginu hellt á hveitistráð borð og hnoðað aðeins. Því næst skipt í 2 kúlur sem eru flattar út þar til þær eru ca. 1 1/2 cm þykkar. Látið hefast í ca. 30 mín. eða þar til deigið hefur tvöfaldað stærð sína.

Þegar deigið hefur hefast eru búnar til dældir í það með því að pota fingrunum í deigið og svo er ólívuolíu og salti dassað yfir. Að lokum má setja í/yfir brauðið hráefni að eigin vali...rauðlauk, tómötum, ólívum og kryddjurtum.

Bakað í miðjum ofninum í ca. 10 mín.


****

This is one of our favorite bread recipes and it goes very well with lasagne, soups and casseroles. It comes from Leila Lindholm and if you haven´t checked her recipes out I recommend you do so :)

Focaccia
Ingredients (2 breads)
25 g yeast (fresh or dry)
3 dl lukewarm water
1/2 dl olive oil
2 tbsp honey
1 tbsp sea salt
7 - 8 dl wheat

Dissolve the yeast in the water, honey and oil, until it froths slightly. Add the dry ingredients to a bowl and add the yeast mixture. Work it together for 5 min. Cover the bowl with a cloth and let rise for 45 min. or until the dough has doubled it´s size.

Heat the oven to 225°C

Knead the dough together and form two balls out of it. Flatten the balls out until they are approximately 1 1/2 cm thick. Let them rise for about 30 min. or until they have doubled their size.

Once the dough is ready make little hollows in it by poking it with your fingers. Then you drizzle some olive oil and sea salt over the bread and add ingredients of your choice on top; tomatoes, olives, herbs, red onions...etc.

Bake in the middle of the oven for about 10 min.










Verði ykkur að góðu :)
m

1.9.14

Ágúst augnablik | August moments

Ágúst liðinn og september bankar uppá. Ágúst reyndist bara ansi góður enda bauð hann upp á eitthvað sem höfuðborgarbúar höfðu farið eilítið á mis við í sumar; nefnilega sólina :)

Hér koma nokkrar myndir af þessum síðasta mánuði sumarsins:

- guttar í dalnum kæra - kvöldgöngur í kvöldsólinni fyrir vestan - fjöruferð - huggulegheit heima fyrir - kvöldsól í borginni (loksins!) - Jón númer 2 bættist í safnið - götumarkaður í götunni okkar -

****
August has gone by and September is fresh on the scene. August turned out to be a good month, offering rare comodities for citizens of Reykjavík; namely the sun ;)

Here are some favorite August moments:

- dudes in our beloved valley - evening walks in the glorious evening sun - trips to the beach - cozytime at home - evening sun in the city (finally!) - Jón in colour number two - streetmarket in our street -










o&o
m
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...