4.1.13

Bloggárið okkar, fyrri hluti | Our blog-year, part one

Árið 2013 leggst bara vel í okkur mAs systurnar og við skundum inn í það með fullt af hugmyndum. Árið 2012 var skemmtilegt fyrir margar sakir og það sem stendur kannski hæst er að við opnuðum vefverslunina okkar; Skeggi, í nóvember og vonum við að hún eigi eftir að vaxa og dafna enn frekar. Bloggsíðan okkar hefur líka vaxið og varð eins árs í október. Lesendafjöldinn hefur stækkað jafnt og þétt og við erum afar þakklátar fyrir það...gaman að sjá að einhverjir vilja lesa röflið í okkur ;) Það væri samt voða gaman að heyra í ykkur af og til, þannig að ekki vera feimin við að skilja eftir komment.

Í þessum pósti ætlum við að fara í fljótu bragði yfir árið 2012, rifja upp nokkra pósta. Tökum fyrri helming ársins í dag og seinni helminginn á morgun:


Í janúar vorum við barnaherbergishugleiðingum þar sem til stóð að innrétta barnaherbergi heimilanna:

{Janúar}


Ungviðið átti líka huga okkar í febrúar og hér sýndi Stína litlu gleðisprengjuna sína:
{Febrúar}


Mars fór að miklu leyti í að breyta stofunni hjá Möggu og í þessum pósti voru "fyrir" myndir: 
{Mars}


Löngunin eftir sumrinu bar okkur ofurliði í apríl og við sviðsettum lítinn garðþátt:
{Apríl}Í maí vorum við að skoða geometrísk form og láta okkur dreyma um allt sem okkur langaði til að eignast með slíku mynstri:
{Maí}

Í júní vorum við á faraldsfæti og fórum á draumastaðinn okkar Keldudal í Dýrafirði:
{júní}

****

In this post we review our blog-year by looking at a post from each month. We are very happy with our first whole blog-year and how we are getting more and more visits. In last year we opened our little webshop, Skeggi, and we hope it will prosper in the new year. We welcome 2013 with lots of ideas in our minds...the tricky part is to get them out of there and into action.

A summary of our blog-year, part one, (you can click the link under each photo to go directly to each post):
January - We were looking into kidsrooms inspiration as we were in the prospect of redecorating our kidsrooms.
February - Our little ones are in the spotlight in this post as Stína bragged about her latest treasure.
March - Margret redecorated the living room and this post show the before photos...and the dynamic duo was very helpful.
April - Overcome by a longing for summer we rushed out to the garden and fantasised about summer.
May - Geometric inspiration - lots of cool stuff you can by if you have thing for geometric patterns.
June - Finally we could hit the road and go to our summer house in Dýrafjörður, the western part of Iceland.

More tomorrow :)
mAs

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...