22.1.13

Bóndadagur

Á föstudaginn næstkomandi er víst bóndadagurinn og tilvalið að gera eitthvað til að gleðja makann. Það er svo ótal  margt hægt að gera til að gleðja sinn heittelskaða og þarf ekki að kosta mikið...kannski bara ekki neitt.

Ég ætla að deila með ykkur tveimur hugmyndum...sú fyrri er hekluð slaufa, seld í Skeggja...að sjálfsögðu ;) Þær detta inn í sölu á morgun og verða til í fleiri litum og eru alveg svakalega svalar (en ég er auðvitað ekki alveg hlutlaus ;). Hin hugmyndin er fyrir þær ykkar sem eru sniðugar í föndrinu; spilastokkur með 52 ástæðum fyrir því af hverju þið elskið kallinn. Ég gerði svona fyrir kallinn minn í jólagjöf fyrir 2 árum og var ægilega ánægð með útkomuna...held að hann hafi verið það líka ;)

Hérna eru mjög góðar leiðbeiningar fyrir þetta project og meira að segja hægt að downloda (fullt af enskuslettum hér) skjalinu og skrifa sinn eigin texta inn á. Ég festi stokkinn minn reyndar ekki saman með hringum, fannst flott að hafa þetta bara eins og spilastokk og láta koma á óvart þegar innihaldið kæmi í ljós. Þannig að nú er bara að viska fram skærunum og byrja...

En svo má auðvitað líka bara knúsa kallinn og kreista...

****

I am not even going to try and translate the title but on next Friday we have a day here in Iceland that roughly could be translated as husbands day...or farmers day if you take it literally, we coming from farmers and all that. The idea is to do something nice for your man on this day, similar to mothers day etc.

I want to share with you two ideas on how to treat your guy. The first one is a crochet bowtie, sold in our little webshop...of course. Bowties are cool and this one certainly is, but I admit to not being bias since it is made by the other half of mAs ;) The other idea is to make a deck of cards and write 52 reasons for why you love him. I made one for my man 2 years ago, as a christmas present and it turned out great.

Here is the tutorial I used, which is really good and even has a downloadable template...couldn´t get any easier. I didn´t bind mine together, just wanted to let it look like a deck of cards and get the surprise factor when he saw what was inside.

Now get your scissors out and start crafting...
o&o
m

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...