17.9.15

Slippurinn

Um síðustu helgi skelltum við okkur til Vestmannaeyja. Tilefnið var að njóta vinnings sem ég hafði unnið hjá RÚV síðasta sumar og ekki náð að nota fyrr. Hluti vinningsins var kvöldverður á Slippnum og stendur sá staður vel undir væntingum. Ekki nóg með að maturinn sé afar góður heldur skemmtilega innréttaður og fær gamall andi hússins vel að njóta síns. Ég var sérstaklega hrifin af þessari vel heppnuðu blöndu af hráum iðnaðarstíl og hlýlegum ömmuhúsgögnum, einnig gaman af smáatriðunum eins og brúnu glerglösin og matardiskarnir sem gætu sem best verið frá því ´sjötíuogeitthvað ;)















Dagurinn í Eyjum var dásamlegur í alla staði og Slippurinn flottur endapunktur. Mæli með dagsferð til Eyja!
mAs

16.9.15

Endurlit | Flashback

Ágætt að líta stundum til baka og sjá hvað við vorum nú duglegar. Og framkvæmdagleðin er að sækja í sig veðrið og sitthvað á teikniborðinu. Leyfi að fljóta hér með nokkrum gömlum smellum.




****
Browsing through old photos reminded us of the fact that we were quite productive. And the productivity is on the rise again and we´ve got some exciting things on the drawing table.

Þar til næst...
mAs

10.9.15

Autt pláss - þriðji hluti | Empty wall - part three

Þar kom að því...veggurinn sem var búin að vera auður síðan við fluttum inn fyrir nokkrum árum hefur loks fengið á sig myndir. Þetta er samt búið að gerast í þrepum; fyrst kom myndahillan upp í sumar og nú fyrir stuttu bættum við plöttunum þremur við. Björn Wiinblad plattarnir voru búnir að bíða ofan í skúffu og dásamlegi mæðradagsplattinn kemur frá tengdamóður minni og er hann með fæðingarári mannsins míns.

Svona geta nú einfaldir hlutir tekið langan tíma...






****
Finally managed to decide what to have on the wall above the sofa, only took about 6 years. But now its done and we are quite happy with it.

Þar til næst...
m

8.9.15

Indigo

Ég veit ekki hvort það er koma haustsins sem veldur því að ég er með indigo bláan á heilanum. Einstaklega hlýlegur og ljúfur litur, jafnvel svolítið róandi.

Eitthvað er það...

{source}

{source}
{source}
{source}

{source}
{source}

****
The color indigo has been on my mind lately, don´t know it´s the fall that is upon us here in Iceland. But it certainly is warm and calming.

Eigið ljúft kvöld...
m

7.9.15

Helgin | The weekend

Góður matur, góður félagsskapur, gönguferðir í fallegri náttúru, heitur pottur og spilerí. Róleg stund á sunnudagsmorgni með nýtt blað, góða bók og tebollan....frábært að hlaða batteríin á þennan hátt fyrir nýja vinnuviku.


















****
Lovely weekend just finished, with good food  and good company. Great way to recharge for next week.

Eigið góða vinnuviku!
m
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...