29.9.12

Latur laugardagur | Lazy Saturday

Yndislegir þessir laugardagar þar sem hægt er að liggja í leti að vild...og ekki er nú verra að eiga eitthvað gott með kaffinu á svoleiðis dögum. Ég er nýbúin að uppgötva bloggið Ljúfmeti og lekkerheit og er bara yfir mig hrifin. Bæði er bloggið fullt af fallegum myndum og uppskriftirnar hver annarri girnilegri. Ég er þegar komin með langan lista af þeim uppskriftum sem mig langar til að prufa og er þegar búin að prufa tvær (og það í morgun, kannski ekki svo latur laugardagur eftir allt).

Ég get hiklaust mælt með þessum tveimur sem ég bakaði í morgun en það eru möndulkaka og bananabrauð

****

I love those Saturdays where you have the whole day to spend at your leisure...and it doesn´t hurt to have something good to eat while you lounge away. I have just recently discovered an Icelandic recipe blog called Ljúfmeti og lekkerheit. It´s full of wonderful recipes and beautiful photos...and although it is in icelandic I´m sure you would enjoy taking a look :). I´ve already made a long list of recipes to try and tried two of them this morning; Almond cake and banana bread...both delicious.



Jæja, ég hef húsið út af fyrir mig og nýbakaða möndluköku...vona að þið njótið dagsins líka ;)

****

Well, I have the house to myself and a freshly baked almond cake...hope you´ll enjoy your day too ;)

o&o
M

26.9.12

Krítarveggir | Chalkboardwalls

...hafa verið í huga mér síðustu daga. Langar mikið til að mála einn vegg í forstofunni með svartri krítarmálningu og nú er bara spurningin; á maður bara að láta vaða?

****

...have been on my mind lately. Really want to paint one wall in my hall with black chalkpaint and now I just have to decide...should I just go for it?


{source 1, 2 and 3}
{source 1, 2 and 3}
{source 1 and 2}
{source 1, 2 and 3}

Have a great day!
M

22.9.12

Afmælispælingar | Birthday planning

Það styttist í afmæli yngri sonarins...sem er alveg að verða fimm ára og mikið spenntur yfir því. Móðirin er því farin að huga að veisluhöldum og stíliseringu en eitthvað stefnir í að móðir og sonur verði ekki sammála um þetta. Móðirin var búin að kaupa flotta og dulítið trendí sirkus diska og servíettur og hafði hugsað sér flotta afmælisköku í sirkus stíl...er svoldið svag fyrir sirkus þemanu ;) Sonurinn er hins vegar með algert æði fyrir ofurhetjum þessa dagana og þylur upp allar kökurnar sem hann vill fá; Spiderman köku, Þór köku, Captain America köku...o.s.frv...

Passar ekki bara vel að hafa sirkus diska í fertugsafmæli?

****

My younger son is turning 5 soon and I have started thinking about a theme for the birthdayparty. It seems that me and the birthday boy aren´t going to see eye to eye on what the theme should be. I had already bought very cute circus plates and napkins...had a vision of a retro circus birthday party ;) The son however has a huge thing for superheros these days and has been listing all the cakes he wants; a Spiderman cake, a Thor cake, a Captain America...and so on...

Maybe I should just use the circus plates for an upcoming 40th birthday?

{source}
{Það sem móðirin vill | What the mom wants :): 1, 2, 3, 4 } 
{Það sem sonurinn vill | What the son wants :) : 1, 2, 3, 4}

Hope you´re enjoying your weekend :)
M

20.9.12

Krukkur | Jars

Er heima með einn lítinn og lasinn og milli þess sem ég bjarga Captain America frá vonda Iron Man dúllaðist ég við að gera krukkur fyrir herbergi eldri sonarins. Hans herbergi fékk líka yfirhalningu og er alveg að verða tilbúið. Það er ágætis lausn að nýta allar krukkurnar sem safnast í skápunum í skipulagsílát...og hér koma tvær:

****
Staying at home today with a little sick boy and managed to juggle saving Captain America from the bad Iron Man and making two jars for "this´n´that" for my older boy´s room. This is a good way to put all the jars, that pile up in the cabins, to good use.

{Pappírinn og töflulímmiðarnir eru frá Sostrene Grene | The paper and chalkboardstickers are from Sostrene Grene}

Have a good day!
M

18.9.12

Ljósmyndataka | Photo session

Þessi ljósmyndataka er búin að standa til lengi og ekki seinna vænna að ná fyrirsætunni áður en hún fermist ;) Hugmyndina að bakgrunninum sáum við einhvern tímann á netinu en hún felst í því að líma flottan pappír (t.d. gjafapappír) á vegginn og niður á gólf og skapa þannig smá stúdíótilfinningu.

Við erum ansi ánægðar með útkomuna og mælum með að þið prófið sjálf. Bara að kaupa flotta rúllu (eða tvær) af gjafapappír, skella á vegginn, bíða eftir björtum degi (svo hægt sé að sleppa flassinu) og bara skjóta! Sparar þó nokkrar krónur því ekki eru nú ljósmyndatökur ódýrar...

****

Finally we got around do shooting some photos of S´s children, been meaning to do it for some time now. This idea, to tape some wrappingpaper to the wall, is a great way to make family photosessions a bit more studio like.

We are very happy with the results and recommend that you try it; just buy a paper that you like, tape it to the wall and floor, wait for a bright day (that way you don´t have to use the flash) and just shoot!




 o&o
mAs

16.9.12

Gauraherbergi | Boys room

Loksins er herbergi yngri sonarins tilbúið en við byrjuðum í sumar á því að henda út draslinu úr vinnuherberginu og færa þann stutta þangað inn. Nú er hann fluttur inn og er alsæll...og foreldrarnir líka.

Ég á því miður engar "fyrir" myndir til þar sem þetta var eiginlega draslaherbergi...vinnuherbergi hljómar samt miklu betur ;)

****

We started the process of giving our younger son his own bedroom this summer and finally its ready. He is so happy with it and has been really good at sleeping in his own bed the whole night...which makes for a pair of happy parents.

I am afraid I don´t have any "before" photos of the room since this was a total clutter room...home office sounds so much better though ;)
 



o&o
M

14.9.12

Lukkuleg | Feeling lucky

Datt heldur betur í lukkupottinn þegar ég rétt rak nefið inn í Góða um daginn...fékk þennan líka yndislega Björn Wiinblad platta. Þessi tilheyrir mánaðarseríu og er júníplatti. Ég hef svo sem ekki áhuga á að fara að safna þeim öllum en er ægilega lukkulega með þennan. Ég er bara ægilega veik fyrir honum Wiinblad...

Ég hef áður minnst á kallinn...hér


****
Got lucky the other day when I ran quickly through the thrift shop...found this lovely Björn Wiinblad plague. It is a part of a collection and this one stands for June. Am very happy with mine although I do not intent to collect them all. I just have a thing for Björn Wiinblad...

I´ve mentioned him before in this post.

{June: my favorite month}

Þá er að finna flottan stað fyrir gripinn...melti það yfir kósí föstudagsmynd með kallinum.
Góða helgi!

****
Now I just need to find the right place for it...will think it over while enjoying a nice Friday movie with the husband
Enjoy your weekend!

M

11.9.12

Rabarbari

Rabarbari er í miklu uppáhaldi hjá mér vegna þess að hann hefur mikið notagildi og svo er hann auðveldur í ræktun og falleg og sterkbyggð jurt.
Í sumar fórum við vestur á firði í yndislegan eyðidal. Þar ræktar frændi minn mikið af rabarbara sem við höfum afnot af, og ég held að hann gerist ekki mikið ferskari og ómengaðri en þarna í óbyggðunum :-)
Við tókum með okkur nokkur kíló af rababara, sem ég síðan skar niður og fyrsti og ætla að nýta í sultu, grauta og bakstur. Ég á örugglega eftir að koma með góðar uppskriftir af rabarbararéttum í vetur :-)
Hérna er slóð á síðu þar sem finna má fullt af skemmtilegum hugmyndum um notkun rabarbara  http://www.squidoo.com

****

Rhubarb is one of my favorit plant, it is so easy to grow it and there is almost no limit to how many recipes you can use it in. Here is a link to a page full of exciting recipes for rhubarb http://www.squidoo.com.





Rabarbarinn sóttur, dóttir mín liggur í felum þarna:-)
Sú minnsta varð líka að fá smakk
Stór og flottur stilkur
Fallegur ný skolaður
Rabarbarinn skorinn úti í rigningunni
Vigtaður í poka og frystur

Eigið góðan dag
Knús S

6.9.12

Þríhyrninga innblástur | Triangle inspiration

Þríhyrningar eru svalir...sérstaklega ef þeir eru í réttu litunum. Það er hægt að leika sér endalaust með samsetningu á litunum og fá eitthvað flott út. Ég er svolítið upptekin af þríhyrningum þessa dagana þar sem ég* er að sauma rúmteppi handa eldri syninum og það vill svo til að það er sett saman úr þríhyrningum...verður spennandi að sjá hvernig það kemur út.

*"ég" þýðir í raun að ég stend við hliðina á móður minni og sauma í gegnum hana ;) Hún er snillingurinn í þessu og ég nýt góðs af því...

****

Triangles are cool...especially if they are in the right colors. You can play with the color combination and get infinte possibilities. I am a bit obsessed with triangles these days as I* am in the process of sewing a bedspread for the older son and it happens to be a triangle patterned bedspread...exciting to see how that turns out...

*"I" actually means that I am standing beside my mother and sewing through her ;) She is the expert in these matters...


{source}
{source}
{source}
{etsy}
{pinterest}
Nú er ég hætt...Njótið dagsins!
***
I´m out...Enjoy your day!
M

5.9.12

Myndskreytir dagsins | Illustrator of the day...

... er David Fleck. Myndirnar hans eru svo krúttlegar og ævintýralegar...væri alveg til í að hafa nokkrar upp á vegg.

****

... is David Fleck. His illustrations are so warm and have a touch of magic in them...wouldn´t mind having a few of them on my wall.


Allar myndirnar eru af Society 6 vefnum, en þar geturðu skoðað fleiri myndir og jafnvel pantað eina eða tvær... | All the images come from Society 6 where you can see some more and even order one or two...

Eigið góðan og vonandi ekki alltof blautan dag...
M

2.9.12

Bjartur sunnudagur | Sunny Sunday

Sólin skín inn um gluggann og allur dagurinn er þinn... Ég hef áður minnst á þessar vöfflur sem koma af hinni yndislegu Roost síðu. Þetta er í annað skipti sem ég geri þær og þær eru dásamlegar. Ég átti ekki nóg möndlumjöl en bætti upp það sem vantaði með hnetumjöli og það kom ekki að sök.



Í þetta sinn prufuðum við að gera creme anglaise með vöfflunum en ég er búin að vera á leiðinni að gera svoleiðis síðan ég smakkaði það á Hotel Oberoi í Kolkata...tekur mig greinilega svolítið langan tíma að koma hlutum í verk því það eru víst nokkur ár síðan ég var þar...



Uppskriftina af vöfflunum finnið þið á Roost blogginu...og ef einhver veit hvar kaupa má möndlumjöl án þess að það kosti arm eða legg megið þið endilega deila því með mér :)

Eigið góðan dag!

****

This is the second time I make this wonderful recipe from The Roost blog. It is so good and feels rather healthy. This time I accompanied it with creme anglaise which I haven´t tasted since I was in Kolkata, India, some years ago. About time I tried it again and it is delicious. The recipe for the creme anglaise I found here but I only made half of the recipe...it seemed a bit too much to make all of it.

Enjoy your day!
M


p.s....this song is perfect for baking waffles on a sunny Sunday ;)


Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...