13.1.13

Heimagerðir púðar | Homemade cushions

Nú í upphafi árs er ég á fullu að skipuleggja og taka til í skápum og við þessa iðju mína rakst ég á krossaumsmyndir, sumar hverjar síðan ég var í barnaskóla. Það var nú alveg komin tími á að gera eitthvað úr þeim þannig að "voila" mín bara snaraði fram saumavélinni og snaraði fram 3 púðum með lítilli fyrirhöfn.  

Þetta puntar bara heilmikið uppá antik sófastólinn minn. Eins og mér finnst nú gaman að hafa dúllerí í kringum mig þá er heimilið í hálfgerðum hers höndum þessa dagana þar sem lítlill 18 mánaða "handóður bandóður" gengur um og er í miklum sjálfstæðishugleiðingum sem bitna gjarna á öllu sem hendur ná í. Sérstaklega eru stofuglugginn og sófaborðið vinsælir til að príla á og í. 

Til að aðlagast þessum tímabundnu aðstæðum hefur flest brotthætt verið fjarlægt. Sjálfsagt eru ekki allir sammála því að fjarlægja hlutina heldur láta börnin læra að umgangast þá, en börn eru misjöfn og þessi dúlla er mitt þriðja barn og það eina sem hefur þurft að fjarlæga punterí frá. Svo núna er heimilið frekar skothelt og ég punta bara með púðum, böngsum eða öðru mjúku eða óbrjótanlegu á meðan :)

*********

At the start of a new year I´m busy organising and cleaning my closets and when doing so I found a few old crossstich pictures. Some of them I made in primary school, so it was time to do something for them. I got my sewing machine out and made a few pillows and it didn´t take so much time. It is good to have lots of pillows and soft things to decorate my home now, because I have a 18 month old daughter that rather enjoys to decorate the home in her own style :)


Kötturinn Felix



Enjoy your sunday
S


6 comments:

  1. Replies
    1. Thanks so much, always nice to have you for visit:)

      Delete
  2. Yndislegir púðar og um að gera að njóta svona dásemda og ekki er verra ef þær tengjast manni persónulega

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk Adda, það er alltaf gaman að hafa smá gamalt og persónulegt með í bland:)

      Delete
  3. flottir púðar, kemur vel út og á sérstaklega vel við sófann :)
    kveðja
    Stína Bakkafrú

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir það var alveg komin tími á að gera eitthvað við þessar myndir.
      Bestu kveður frá okkur mAs systrum

      Delete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...