31.1.13

Barnaherbergi í vinnslu | Childrens room - work in progress

Breytingar á herbergi heimasætunnar eru í fullum gangi, ýmislegt sem þarf að huga að: mála, gera upp gamalt snyrtiborð og margt fleira. Ég ákvað að birta framkvæmdir um leið og eitthvað er tilbúið.
Í herberginu er stór skápur með rennihurðum úr möttu plexigleri. Mér finnst þessi skápur taka svo mikið af veggplássi herbergisins og hef þess vegna verið að leita eftir leiðum til þess að nýta hurðarnar á einhvern skemmtilegan hátt. Ég reyndi að mála þær með krítarmálingu að hluta, en það kom ekki vel út. Eftir þrjár umferðir af málingu var málingin ennþá mjög glær. Þannig að núna höfum við dóttir mín verið að prófa að setja pappír á hurðina. Ég ákvað að prófa bara á hluta af skápnum og sjá hvernig þetta kemur út til lengdar og ef þetta kemur ekki vel út kæmi jafnvel til greina að nota þykkt karton eða skrapp pappír.


***************
I´m working on changing my daughters room and in this part of the project I was trying to find a way to utilise the doors on the closet. It has big plexiglass doors made of plexiglass. I decided to use paper to cover part of one door, at least for now and see how it comes out. This way my daughter can use the doors for her drawings and pictures. If this doen´t work out I might try to use heavy weight paper or scrap paper.


{The closet before}
{Experiments going on}
{Pockets made out of paper to hold stuff}


 Eigð góðan dag | Have a nice day
S

2 comments:

  1. Prufan kemur mjög vel út, gaman að sjá hvernig þetta heldur. Maður gæti hugsanlega líka bara gert fallega mynd yfir allan skápinn með svona límböndum. :-)

    ReplyDelete
  2. Takk fyrir það. Það væri sniðugt að nota svo krúttleg límbönd á allan skápinn, alveg bráðnauðsynlegt að nýtta svona mikið veggplás í eitthvað skemmtilegt ;)

    ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...