27.12.15

Piparkökur

Gleðilega hátíð!

Það eru kannski ekki margir að fara að skutla í piparkökur svona á miðri jólahátíð en hver veit...það er þá allavega hægt að geyma hana þar til næst.

Þessi piparkökuuppskrift er frekar mikið uppáhalds og kemur úr fjölskyldu mannsins míns...og hann sér um að baka þær og skreyta. Það sem gerir þær svo góðar er að þær eru ekki eins harðar undir tönn eins og margar piparkökur og svo er þeytti glassúrinn algerlega ómissandi. Ég viðurkenni það fúslega að þegar við byrjuðum að búa saman var ég svoldið hissa; enginn marglitað matarlits glassúr! En ég lét undan og sé ekki eftir því, enda eru þessar afar sparilegar og flottar.

Fyrir þessi jól þurfti að baka annan umgang þar sem hin fyrri hvarf eins og dögg fyrir sólu.Haldið áfram að hafa það huggulegt, það ætlum við að gera...enda nóg til af piparkökum ;)
m14.12.15

Jólatré og jólaföndur

Við gerðum nú aldeilis margt skemmtilegt gert um helgina og það sem kannski helst stendur upp úr er ferðin að sækja jólatéið okkar. Við fórum með systkinum mínum og fjölskyldum þeirra að Fossá í Hvalfirði. Þetta er annað árið sem við förum þangað að sækja okkur tré enda yndislega fallegt og friðsælt þarna, svo er ég líka mjög hlynnt því að nota tækifærið og styðja við skógrækt landsins með því að fara á svæði þar sem peningarnir renna í skógrækt.

Þegar við höfðum valið okkur rétta tréið var gott að fá heitt súkkulaði í kroppinn og piparkökur.

Eftir að heim var komið var tilvalið að skella sér í smá jólaföndur uppúr dagatalinu okkar Beðið eftir jólunum. Í gær átti að gera kramarhús og kókoskúlur og tókst það bæði einstaklega vel.Vonandi eigið þið góðan dag.
Knús
S

7.12.15

Beðið eftir jólunum

Við mæðgur vitum fátt skemmtilegra en að föndra og dúlla okkur saman og því var jóladagatalið frá Skeggja kærkomið á mitt heimili. Hérna koma nokkrar myndir frá jólaföndrinu okkar.


Fórum í heimsókn til Hauks frænda og föndruðum aðeins með honum.

Skemmtileg stund með stóru systir
Njótið aðventunnar
Knús og kram
S

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...