6.5.16

Borðstofustólapælingar...

Nú styttist í að við fáum nýja heimilið okkar afhent og að sjálfsögðu eru margar pælingar í gangi varðandi hvernig það eigi að vera. Eitt af því sem mig dreymir um eru nýjir borðstofustólar. Þeir gömlu hafa þjónað okkur vel en eru orðnir slitnir og ljótir. Og þá er það bara spurningin um hvernig stóla skuli fá sér?

Eames stólarnir eru alltaf flottir og klassískir og myndu passa vel við tvo erfðagripi sem við eigum og fá heiðurssess við sitt hvorn endann á borðinu. Einnig væri ég alveg til í Hans Wegner stóla eða aðra stóla í þessum mid-century stíl. Hvað sem verður fyrir valinu verða þægindin að vera til staðar þar sem á mínu heimili er oft setið lengi við spilamennsku.

{source}
{source}
{source}
{source}
{source}
{source}
{source}

Eigið góðan föstudag!
mAs
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...