Enn ein helgin að renna sitt skeið og þessi var nú ansi góð; afmæli og kökur, sundferð, spilerí og góðir vinir ásamt dass af afslappesli...er hægt að biðja um meira? Tja nema kannski einn frídag til viðbótar ;)
Það kom andartaks bloggandleysi yfir okkur systur, eins og vill stundum gerast...og þá veltum við fyrir okkur hvað fólki finnst gaman að sjá, hvað eru vinsælustu póstarnir og erum við að endurtaka okkur? Og er einhver þarna úti...sem hefur gaman af blaðrinu í okkur ;) Það væri allavega voðalega gaman að heyra í ykkur endrum og eins elskurnar...
En jæja bloggandleysinu skal reddað með því að bjóða ykkur í smá innlit til mín. Ég gekk einn hring með myndavélina og tók nokkrar myndir í stofunni...var nefnilega búin að taka til og kveikja á kertum og átti von á góðum gestum. Það er nefnilega ekki alltaf allt spikk og span þegar maður á tvo hressa gaura sem elska að taka star wars bardaga í stofunni og taka fimleikastökk í sófanum.
****
Another weekend almost over and this one was a good one with lots of activities; swimming, birthday, cake-eating, meeting good friends and a good amount of chillin....could you ask for more? Well, apart from getting an extra day added to the weekend...just a thought ;)
We expierienced a bit of blog-dry-spot and started wondering what you wanted to see, what our most popular posts are and if there is anyone out there enjoying our rambling ;) It would be nice to hear more from you once in awhile...
But enough about that, this time I wanted to invite you in for a quick visit into my house. My livingroom was in a good state, candles lit and I was expecting guests...so I decided to walk around with my camera and take a few photos. Might as well catch it on photo while it lasts since I have two very energetic boys who love to battle star-wars-style in the living room and use the couch for acrobatics so things are rarely in their right places ;)
Hope you´re enjoying your Sunday!
m
Haha, ég hugsa einmitt þetta oft þegar ég tek myndir, svona lítur þetta ekki út dagsdaglega! Takk fyrir skemmtilegt blogg, alltaf gaman að líta við hjá ykkur :-)
ReplyDeletetakk fyrir það :) og takk fyrir að kommenta...alltaf svo gaman að sjá að einhver kíkir við :)
DeleteEigðu gott kvöld
Margrét
Alltaf svo kosý hjá þér Magga mín, þangað til að Haukurinn kemur og slekkur á öllum kertunum heheheh::))veit ekki hvað ég vil sjá á blogginu finnst allt skemmtilegt,::))
ReplyDeletehehe já þú meinar, það er rétt svo að maður nái að taka mynd af huggulegheitunum og þá er hann mættur til að slökkva ;)
DeleteEg akvad nu bara ad lata vada og taka myndir af herbergi sonarins i morgun. Ad visu kunni eg ekki vid ad bua ekki um svo eg henti rumteppinu yfir svona til ad vera ekki ad hraeda neinn, en yfirleitt hendir hann fotum beint a golfid thratt fyrir ad eg se buin ad setja upp snaga og setja haegindastol inn i herbergid...Hvad vard um ad brjota saman flikurnar og leggja thaer fallega yfir skrifbordstolinn eins og vid prudu stulkurnar gerdum i gamla daga?
DeleteElska Buddann og filinn....snudu rananum ad utidyrahurdinni og tha ratar audurinn inn
Kv. Brynja
Hehe ég kannast við það, minn næstum 10 ára er yfirleitt með fjall af fötum á gólfinu í herberginu sínu...er einmitt með átak í gangi við að fá hann til að ganga frá...strákar!
DeleteTakk fyrir ráðið, ég fer beint í að snúa honum í rétta átt...slæ ekki hendinni á móti smá auði ;)