6.5.16

Borðstofustólapælingar...

Nú styttist í að við fáum nýja heimilið okkar afhent og að sjálfsögðu eru margar pælingar í gangi varðandi hvernig það eigi að vera. Eitt af því sem mig dreymir um eru nýjir borðstofustólar. Þeir gömlu hafa þjónað okkur vel en eru orðnir slitnir og ljótir. Og þá er það bara spurningin um hvernig stóla skuli fá sér?

Eames stólarnir eru alltaf flottir og klassískir og myndu passa vel við tvo erfðagripi sem við eigum og fá heiðurssess við sitt hvorn endann á borðinu. Einnig væri ég alveg til í Hans Wegner stóla eða aðra stóla í þessum mid-century stíl. Hvað sem verður fyrir valinu verða þægindin að vera til staðar þar sem á mínu heimili er oft setið lengi við spilamennsku.

{source}
{source}
{source}
{source}
{source}
{source}
{source}

Eigið góðan föstudag!
mAs

16.4.16

Helgarferð

Mæðgnaferð til Edinborgar ný yfirstaðin. Það er yndislegt að skreppa í svona ferðalag, sérstaklega til svona fallegrar borgar eins og Edinborg er. Veðrið var gott, vorið vel farið af stað, búðirnar stóðu undir væntingum og félagsskapurinn góður.


Eigið ljúfan laugardag!
mAs

24.3.16

Páskafrí

Páskafrí...og því ætlum við að eyða í samveru, göngutúra, heimakósí, samverustundir og auðvitað súkkulaðiát!Eigið ljúft páskafrí
m

22.3.16

Vorblómin

Á þessum árstíma fæ ég alltaf löngun til þess að fá mér lifandi blóm í vasa og færa vorið, sem er alveg að koma, inn á heimilið. Blómin lífga upp svo sannarlega upp á heimilið og minna á að þetta er allt að koma :){source}
{source}
{source}
{source}
{source}

Njótið dagsins!
m

11.3.16

Verslað í hverfinu...

Við systur uppgötvuðum yndislega búð um daginn, staðsetta í kjallara íbúðarhúss á Langholtsveginum....steinsnar frá húsinu hennar Stínu. Búðin heitir mixmix og býður upp á allskonar fallegheit fyrir heimilið. Við áttum nú frekar erfitt með okkur þarna inni þar sem svo til allar vörurnar hefðu mátt koma með okkur heim. Það skemmtilega við þessa búð er einnig það að eigendurnir leggja mikla áherslu á að velja vandaðar og fallegar vörur sem framleiddar eru af ástúð og umhyggju. Má þar til dæmis nefna vörurnar frá ítalska fjölskyldu fyrirtækinu Uashmama sem framleiða m.a. pappírspoka og svuntur sem hafa eiginleika leðurs.

Í mixmix er boðið upp á falleg hamam frá Tyrklandi teppi/dúka og handklæði og náttúrulegan svitalyktareyði sem við vorum svo heppnar að fá prufa af og erum að prufukeyra...enginn á heimilinu kvartað enn undan ólykt ;)
Endilega kíkið á heimasíðuna þeirra, sem er líka vefverslun, og kíkið svo við í heimsókn á Langholtsveginn.
Góða helgi!
mAs

8.1.16

Janúar

Lengi vel fundust mér janúar og febrúar alltaf vera leiðinlegustu mánuðir ársins en ekki lengur. Þó janúar sé vissulega langur og dimmur er dagurinn farinn að lengjast hratt á þessum árstíma og það er nú ekki hægt annað en að gleðjast yfir því.

Á þessum árstíma er líka fínt að setja sér markmið fyrir árið, strengja heit ef vill...eða bara skoða árið sem framundan er; hvernig sé ég það fyrir mér o.s.frv. Einnig er tilvalið að skoða árið sem var að líða; lærði ég eitthvað á árinu? Er eitthvað sem ég vil gera betur á nýja árinu? Allt saman með jákvæðni í huga að sjálfsögðu.

Eitt af mínum markmiðum er að njóta útiverunnar betur á veturnar og reyna að finna fleiri tækifæri til þess að vera úti í náttúrunni þrátt fyrir að hún sé á kafi í snjó :)

Og það þarf ekki að fara langt til þess að fá náttúruna beint í æð...þessar myndir voru til dæmis teknar í göngutúr í Öskjuhlíðinni um síðustu helgi.


Eigið ljúfan dag!
m

27.12.15

Piparkökur

Gleðilega hátíð!

Það eru kannski ekki margir að fara að skutla í piparkökur svona á miðri jólahátíð en hver veit...það er þá allavega hægt að geyma hana þar til næst.

Þessi piparkökuuppskrift er frekar mikið uppáhalds og kemur úr fjölskyldu mannsins míns...og hann sér um að baka þær og skreyta. Það sem gerir þær svo góðar er að þær eru ekki eins harðar undir tönn eins og margar piparkökur og svo er þeytti glassúrinn algerlega ómissandi. Ég viðurkenni það fúslega að þegar við byrjuðum að búa saman var ég svoldið hissa; enginn marglitað matarlits glassúr! En ég lét undan og sé ekki eftir því, enda eru þessar afar sparilegar og flottar.

Fyrir þessi jól þurfti að baka annan umgang þar sem hin fyrri hvarf eins og dögg fyrir sólu.Haldið áfram að hafa það huggulegt, það ætlum við að gera...enda nóg til af piparkökum ;)
mRelated Posts Plugin for WordPress, Blogger...