12.10.16

Stelpur rokka!

Ég á tvær litlur frænkur sem hafa ákveðna lund, vita hvað þær vilja og láta ekki segja sér fyrir verkum....helst ekki ;) Á fallegum sumardegi í júlí fengum við þessar skottur til að vera fyrirsætur í þessum litla myndaþætti.

Ég hef mikla trú á því að þessar ungu dömur verði ákveðnar konur sem láta til sín taka í framtíðinni.
Farið varlega í votviðrinu.
mAs

11.10.16

Loppemarkaður í Kaupmannahöfn

Ég skellti mér ásamt vinkonu minni í stelpuferð til Kaupmannaferðar að heimsækja góða vinkonu okkar. Ég bjó í fimm ár í Danmörku og það var orðið alltof langt síðan ég hafði heimsótt borgina. Þegar ég bjó þar fannst mér svo gaman að rölta um á þessum svokölluðu loppemörkuðum. Þannig að ég var voða kát með að sjá að það var lítill sætur markaður við lestarstöðina hjá okkur.  Ég rölti aðeins um og dauðlangaði að taka með mér heim þennan dýrindis ruggustól og nokkrar bastkörfur :)
Það væri yndislegt ef það væri meira um svona markaði hér á landi.Knús og kram
S

10.10.16

Borðstofupælingar_framhald

Síðasti póstur (og það er víst orðið nokkuð liðið síðan hann var birtur) snerist um borðstofustóla hugleiðingar fyrir væntanlegt heimili. Heimilið er svona smátt og smátt að taka á sig mynd og eftir miklar vangaveltur var tekin ákvörðun um að kaupa Eames DSW stóla hjá Pennanum. Við erum alsæl með þá enda er gott að sitja í þeim og þeir tala líka svona fallega við ömmustólana okkar.Eigið ljúft kvöld
m

6.5.16

Borðstofustólapælingar...

Nú styttist í að við fáum nýja heimilið okkar afhent og að sjálfsögðu eru margar pælingar í gangi varðandi hvernig það eigi að vera. Eitt af því sem mig dreymir um eru nýjir borðstofustólar. Þeir gömlu hafa þjónað okkur vel en eru orðnir slitnir og ljótir. Og þá er það bara spurningin um hvernig stóla skuli fá sér?

Eames stólarnir eru alltaf flottir og klassískir og myndu passa vel við tvo erfðagripi sem við eigum og fá heiðurssess við sitt hvorn endann á borðinu. Einnig væri ég alveg til í Hans Wegner stóla eða aðra stóla í þessum mid-century stíl. Hvað sem verður fyrir valinu verða þægindin að vera til staðar þar sem á mínu heimili er oft setið lengi við spilamennsku.

{source}
{source}
{source}
{source}
{source}
{source}
{source}

Eigið góðan föstudag!
mAs

16.4.16

Helgarferð

Mæðgnaferð til Edinborgar ný yfirstaðin. Það er yndislegt að skreppa í svona ferðalag, sérstaklega til svona fallegrar borgar eins og Edinborg er. Veðrið var gott, vorið vel farið af stað, búðirnar stóðu undir væntingum og félagsskapurinn góður.


Eigið ljúfan laugardag!
mAs

24.3.16

Páskafrí

Páskafrí...og því ætlum við að eyða í samveru, göngutúra, heimakósí, samverustundir og auðvitað súkkulaðiát!Eigið ljúft páskafrí
m

22.3.16

Vorblómin

Á þessum árstíma fæ ég alltaf löngun til þess að fá mér lifandi blóm í vasa og færa vorið, sem er alveg að koma, inn á heimilið. Blómin lífga upp svo sannarlega upp á heimilið og minna á að þetta er allt að koma :){source}
{source}
{source}
{source}
{source}

Njótið dagsins!
m
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...