31.5.13

Föstudagsmaturinn | Friday food

Föstudagur og öll helgin framundan. Það er svo gott að elda sér eitthvað djúsí á föstudögum, eitthvað smá svona sukk ;) Matarmappan mín á Pinterest er að springa af girnilegum réttum sem ég ætla að prófa við fyrsta tækifæri...bara spurning hvað verður fyrir valinu í kvöld?

****
Friday and the whole weekend ahead. It´s so good to cook something delicious on Fridaynights, something juicy and a "bit" unhealthy ;) I have a food board on Pinterest that is practically exploding with great dishes waiting to be tried...and what will be on the menu tonight?


{Sweet potato, squash, chorizo and goat cheese tart}
{Honey Chicken Kebabs}
{Penne bake with spinach and tomatoes}
{Barbecue pork burgers}
{Fire-roasted tomato chicken pasta}



Enjoy your Friday....preferably with a great meal at dinner time :)
m

29.5.13

Kopar | Copper

Kopartrendið er í fullum gangi og hér kemur kopar innblástur - hægt að finna fullt af flottum hlutum með kopar áferð til að skella inn á heimilið...nú eða bara kaupa sér koparsprey og spreyja allt sem á vegi ykkar verður ;)

****
The copper trend is in fullswing these days and here is a little copper inspiration. There are so many cool copper things your can find to add to your home...or you can just buy a copper spraycan and copper everything on your path ;)


[sources: clutch, lights, watch, kitchen aid}
{sources: tin cans, chair}
{source: table, candle, light, vases}

Enjoy your Wednesday!
m

28.5.13

Hvað er í matinn í kvöld? | What´s for dinner?

Þessi póstur er sérstaklega fyrir ykkur sem langar í eitthvað gott í kvöld en nennið ekki að hafa of mikið fyrir því. Við erum afskaplega hrifin af tómatsúpum og höfum lengi haft hug á elda svoleiðis frá grunni. Við römbuðum loks á réttu uppskriftina og hvar annars staðar en á hinu alþekkta Ljúfmeti og lekkerheit ;) Með súpunni höfðum við svo gómsætar samlokur, eða kremjubrauð eins og yngri sonurinn kallar það. Við gerum stundum svona einföld kremjubrauð fyrir hann en þetta er svona kremjubrauð de lúx.


Uppskriftina fyrir súpuna finnið þið hér og svona gerðum við samlokurnar:
* Gróft og flott brauð (við notuðum speltbrauðhleif úr Krónunni)
* Sneiðar smurðar með Jamie Oliver tomato pesto...geggjað!
* Á milli var svo sett hunangsskinka, ostsneið og bútur af brieosti. Kallinn setti tómat líka en þar sem mér er meinilla við tómata sleppti ég því...hljómar kannski skringilega þar sem ég er að mæla með tómatasúpu ;)
* Skutlað í samlokugrillið þar til reddí...


****

This post is especially for those looking for something good to cook for dinner but don´t want to make to much of an effort. We really love tomatosoup and have been looking for the right recipe. We decided to try one from a popular Icelandic food blog and were very content with it. To accompany the soup we made grilled sandwiches and the combination was delicious.

The recipe is in Icelandic, you can drop me a line if you it translated ;), but here is how we made the grilled sandwiches:
* We used slices of speltbread
* Spread some tomato pesto on the slices, we used Jamie Oliver´s tomato pesto
* In between we used honeyed-ham (?), slices of cheese and a slice of brie cheese. My husband added tomatoes on his sandwiches but I am no fan of tomatos so I skipped them...might sound weird since I am posting recipe for tomatosoup ;)
* Grilled in a sandwichgrill until golden and crispy...




Bon apetit!
m

25.5.13

Mér finnst rigningin góð | I love the rain

{source}
Helgin framundan og ég held að spáin sé nú frekar vot. Það er því kannski ekki úr vegi að hafa einhver innandyraplön, sérstaklega fyrir ykkur sem eigið lítil börn...

Hér kemur smá rigningadaga-innblástur:

****

Weekend has arrived and I believe the weather forecast is a bit wet. So it might be good to have some rainy day activity planned, especially if you have kids....

A little rainy day inspiration coming your way...


{Paperstrip project: source}
{No sewing required for this fun project: source}
{Ring tossing, parachutes for the toys and build a house with toothpicks and minimarshmallows: source}

{Balloon hockey: source}

Enjoy your weekend :)
m

22.5.13

Anthropologie...

Anthroplogie ofursvöl búð sem finna má m.a. í Bretlandi og Bandaríkjunum og ég gæti vel hugsað mér að eyða stærri summu en ég á ;) Þar er hægt að fá ýmislegt fallegt til heimilisins, bækur, föt og ég veit ekki hvað og hvað...Mæli með að þið rekið nefið inn á síðuna þeirra og látið ykkur dreyma...

****

Anthropologie is a cool brand, located i.e. in Britain and USA and I would love to spend a bigger amount than I own in one of their stores ;) They sell practically everything; stuff for the home, books, clothes and what not...I recommend you browse their website and dream away...









...þá er ég búin að eyða aleigunni...eigið ljúfan dag | ...looks like I´ve spent all I have...have a lovely day

m

20.5.13

Fullkomin helgi | Perfect weekend

Það sem gerði þessa helgi svona fullkomna var kannski fyrst og fremst það að hún var þriggja daga...en þannig ættu allar helgar að vera. Að öðru leyti snerist hún um góðan mat, Eurovision-kvöld (sem eru orðnir fastir liðir hjá okkur, með nammipotti og alles), spilerí, sjónvarpsgláp og dass af leti...fyrir utan kannski margra klukkutíma törn í geymslutiltekt. En það er nú svo mikil þerapía fólgin í svoleiðis hlutum að það telst ekki með ;)

****
The fact that this was a long weekend mainly contributed to its perfectness but other than that it was all the good food we enjoyed, a Eurovision gathering, boardgames, movie-watching and a good amount of lazyness...apart from a massive storage cleaning that took place yesterday. But since that was so therapeutic it didn´t manage to spoil the day ;)




Vona að helgin ykkar hafi verið ljúf! | Hope your weekend was nice!
m

14.5.13

Ég {hjarta} veggfóður... | I {heart} wallpaper...

Hef lengi haft hug á að skella veggfóðri á eins og einn vegg en ekki framkvæmt það enn. Nú er ég að hugsa um að láta verða af því en get ekki ákveðið hvort ég eigi að veggfóðra einn vegg í barnaherberginu eða vegg í forstofunni...hmmm?

Best að taka einn innblástursrúnt og sjá hvort ákvörðunin kemur ekki...

****

I´ve had my mind set on putting wallpaper on a wall in my home for quite some time now but never gotten around to doing it. So now I think it´s crunch time, time for action, but I can´t decide if I should put wallpaper on one wall in the kidsroom or on a wall in my hall...hmmm?

An inspirational internetsurf might help me make up my mind...

{source}
{source}
{source}
{source 1 & 2}

Hvað finnst ykkur? Barnaherbergið...forstofan...tré...ekki tré? ;) | What do you think? Kidsroom...hall...trees or no trees? ;)
m

9.5.13

Leikur í gangi | Give-away

Við mAs-systur ásamt Skeggjanum okkar ætlum að hafa smá leik í tilefni mæðradagsins á sunnudaginn. Við ætlum að gefa tvo vinninga, Hamptons armband og kerti. Það eina sem þú þarft að gera er að fara inn á facebook síðu Skeggja og skella kommenti undir þar sem þú tekur fram hvaða lit þú myndir vilja á armbandið og hvaða kerti þér líst best á....og við þiggjum auðvitað allar deilingar og "like" þar sem við erum að safna vinum.

 Vertu með! :)

****

We are having a give-away along with our webshop, Skeggi, where we will give a Hamptons bracelet from MAR*BCN and a candle. All you have to do is leave a comment on Skeggi´s facebook page and tell us which bracelet and which candle you like the best...and of course we welcome any shares and likes since we are collecting friends :)

Skeggi´s webpage
Skeggi´s facebook page


8.5.13

Er vorið komið...? | Has spring arrived...?

Eigum við að þora að vona? Ég verð alltaf jafn upprifin af vorkomunni...að sjá brumið á trjánum og heyra fuglasönginn og að maður minnist nú ekki á birtuna! Þessa mögnuðu birtu sem við íslendingar fáum að njóta á þessum árstíma.

Eða eins og skáldið sagði....

{Moldin logar af lífi - loftið er fullt af söng}

****

Do we dare hope? The arrival of Spring always fascinates me, I love seeing the leaves begin to show on the branches, to hear the birds sing and of course the brightness! This amazing (sometimes absurd) brightness that we get to experience here in Iceland this time of year.

Yay for Spring ;)





Have a lovely day!
m

7.5.13

Massívar smákökur | Colossal cookies

Ég bakaði þessar elskur um daginn og verð að viðurkenna að ég pældi ekkert í magninu á innihaldsefninu...byrjaði bara að baka. Þegar kom að því að setja rúmlega eina krukku af hnetusmjöri út í (ég lét samt bara eina duga, frá Himneskt) voru farnar að renna á mig tvær grímur...og hvað þá þegar hrærivélin var farin að erfiða verulega við að hræra þetta. En ég gafst ekki upp og var staðráðin í að láta þetta hráefni ekki fara til spillis. Og viti menn, þær eru svo sannarlega þess virðis! Þetta eru vissulega algerir "hnöllar" og mjög saðsamar en dásamlega góðar...og það er ekkert hveiti í þeim (var nú frekar skeptísk á það líka ;). Mæli með því að þið prufið...hnetusmjör, súkkulaði og hafrar klikka ekki....hafið samt í huga að þetta er stór uppskrift ;)

****

I tried these babies out the other day and have to admit that I had some serious doubts while stirring in the ingredients...mainly because I didn´t realise the amount of ingredients before I started. But this is a huge recipe and it is so worth it, the cookies are delicious...well you just can´t go wrong with peanut butter, chocolate and oats :) I got the recipe from this nice blog, click here for the recipe in English.




Njótið kvöldsins! | Enjoy your evening!
m

6.5.13

Annríki | Busy days

...hefur valdið því að við höfum aðeins vanrækt bloggið og lítið kíkt hér inn. En við skunduðum með Skeggjann okkar á Glæsimarkaðinn síðasta laugardag og vorum vægast sagt verkum hlaðnar fram að því. Það var gaman að taka þátt í þessum markaði og margt flott að sjá...og við vorum hæstánægðar með viðtökurnar sem þetta litla dundurfyrirtæki okkar fékk :)

Ætla að leyfa hér að fljóta með nokkrum myndum frá markaðnum...

****
We have been a bit busy these last days, mainly because we decided to participate in a market for webshops this last Saturday. It was fun, so many nice things to see and we were very happy with the way our little petproject, Skeggi, was received :)

I´ll let some photos from the market tag along...


Njótið kvöldsins | Enjoy your evening
m

1.5.13

Fuglaórann hlýtur... We have a winner!

... Inger Rós! Til hamingju með fugla óróann þinn. Sendu okkur línu um hvort þú vilt fá óróann útprentaðan og sendan í pósti eða hvort þú vilt fá pdf skjalið sent og prentar sjálf út.

****

And the winner is Inger Rós. She will be receiving Ellen Giggenbach´s bird moblie. Congratulations Inger Rós.



Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...