29.5.15

Gönguferð | Out for a walk

Við systur ákváðum að bjóða veðrinu í byrgin um síðustu helgi. Vorum búnar að finna skemmtilega gönguleið samkvæmt bókinni 25 gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem gengið er um Álftanesið og Bessastaði, ca. 6 km. Upphaflega átti ferðin nú að vera barnlaus en allt í einu voru 2 börn komin með í för, týpískar mömmur ;)

Það viðraði sæmilega á okkur í byrjun þar sem við lögðum bílnum við Kasthústjörn en þegar við vorum komnar aðeins á veg byrjaði töluvert að blása. Svo brast á með slagveðri og enn meiri vindi...og blessuð börnin voru farin að hrína undan veðrinu. Við snerum því við og hyggjumst ljúka hringnum síðar. Þetta urðu þó allt í allt ca. 5 km og leiðin er mjög skemmtilegt að ganga hana á góðviðrisdegi....og þeir hljóta nú að fara að koma ;)
















****
We ventured for a walk the other day in what seemed to be a nice enough day. After awhile that all changed and the rain decided to show up and "fall" in a horizontal way...with heavy winds. The route we were following is very nice and is about 6 kilometers. We will definately have a go at it soon, when the sun is shining and the wind lays low ;)

Enjoy your Friday!
mAs

23.5.15

Annar heimur...

Það er svo gott að komast í annan heim endrum og eins...stíga aðeins út úr hversdags amstrinu, veðurpælingum og vorbiðinni.

Að finna sólina verma skinnið, geta farið út léttklæddur...meira að segja berleggjaður! Að sjá annan menningarheim og fornar minjar, alls konar flóru af útsprungnum blómum og grænmeti og ávöxtum. Og síðast en ekki síst að geta glaðst með góðum vinum á stóra deginum þeirra.

















Eigið góða helgi!
m

14.5.15

Kertaljós | Candlelight

Stundum þarf svo lítið til að gleðja mann...eða það er að segja að gleðja sjálfan sig ;) Ég splæsti þessu yndislega ilmkerti á mig um daginn og lyktin sem fyllir húsið þegar ég kveiki á því er dásamleg. Að vísu er stofan mín böðuð í sólarljósi á kvöldi og hálf kjánalegt að vera með kerti en samt... Kertið er frá Völuspá og heitir Santiago Huckleberry, mæli með henni!





****
I treated myself to this wonderful Voluspa scented candle...sometimes it doesn´t take much to make yourself happy ;) The smell is called Santiago Huckleberry and I highly recommend it.

Njótið dagsins!
m

11.5.15

Ranunkler

Við systurnar sáum um daginn blómvönd með fallegustu blómum sem við höfum sé. Síðan þá hef ég komist að því að þetta fallega blóm heitir Ranunkler og við erum alls ekki þeir einu sem höfum fallið fyrir þessum blómum. Ég var svo heppinn að eiginmaðurinn minn var að koma frá Danmörku og færði mér nokkra lauka til að planta og einn pokinn innihélt nokkra Ranunkler lauka, skemmtileg tilviljun :) 

Núna er ég búin að liggja yfir netinu til að finna út hvernig ég á að gróðursetja og hirða um laukana mína og á meðan ég bíð eftir uppskerunni þá læt ég mér duga að skoða nokkrar fallegar myndir af þessu fallega blómi. Það væri samt gaman að því að komast að því hvað þetta blóm heitir á íslensku. Ef einhver lumar á þeirri vitneskju má sá hin sami endilega skella því í athugasemd :)



www.energimedisin.no/

www.hageland.no/

http://bykine.blogspot.com/


Lilla Blanka

Pinterest

Pinterest

Pinterest

****
Just discovered these beautiful flowers the other day and had to find out their name...its called Ranunkler and now has the title of being my favorite flower. My husband came back from Denmark on Saturday and knowing how green his wife´s fingers are he brought a few bags of flowers to plant...it was a nice coincidence finding out that one of the bags contained these flowers. Now I have planted them and wait for them to grow and bloom for me. While I wait I´ll let these lovely photos of Ranunkler please my eyes. 


Knús og kram
S


10.5.15

Móðir

Til hamingju með daginn allar mæður! Það er ágætt að staldra við á svona degi og hugsa út í hvað maður er heppinn...að vera móðir og eiga móðir. Ég á móðir sem ég get alltaf leitað til og oftar en ekki er það fyrsta sem manni dettur í hug, þegar eitthvað bjátar á, að hringja í mömmu. Og svo er ekki verra að njóta félagsskapar móður sinnar; fara í bíó, göngutúra og verslunarferðir...og bara vera saman. Til hamingju með daginn mamma :)



Svo er ég svo heppin að vera móðir og það er ekki sjálfgefið...og meira að segja ekki öllum gefið. Í mínu tilfelli þurfti að fara að krókaleiðir til að komast í þetta hlutverk og stundum var óvíst hvort það myndi takast. En eftir töluverða bið og löng ferðalög eignaðist ég það dýrmætasta sem ég á. Þessir guttar fylla lífið af lit, tilgangi, gleði, látum, óþekkt, uppátækjum og síðast en ekki síst af ást.



Njótið dagsins mæður...og leyfið húsinu bara að vera skítugu, það eru samverustundirnar sem skipta máli ;)
m


5.5.15

Lautarferð | Picnic

Vopnaðar bjartsýni og yfirdrifinni sumarlöngun lögðum við í fyrstu lautarferð vorsins. Það er bara eitthvað við að setjast niður í grænni lautu og borða eitthvað gott. Kannski eru það minningarnar um súkkulaðitertu hennar mömmu í fallegu blómóttu álboxi sem drífa okkur systurnar áfram...gæti verið. Og þó lautirnar séu nú ekki orðnar grænar og loftkuldinn þó nokkur þá mátti alveg finna stað í skjóli þar sem hægt var að setjast niður.

Við byrjuðum á góðum göngutúr (hjólatúr fyrir minnstu krílin - hjólabrettatúr fyrir þau eldri) þar sem maður verður nú að vinna fyrir góðmetinu ;)
















****
We had our first picnic this year last weekend. The weather isn´t quite there yet, pretty cold still but the sun was shining and we were driven by a summerlonging and positivity. And it was nice, there is just something about sitting down out in the nature and enjoy something good :)

Enjoy your day!
mAs
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...