31.8.13

Bananabrauð | Banana bread

Þetta bananabrauð er alltaf mjög vinsælt hjá bóndanum, það er tilvalið að skella í það þegar bananar eru farnir að skemmast á heimilinu. Ég er búin að gera nokkrar breytingar á upphaflegu uppskriftinni sem ég fékk fyrir mörgum árum og útkoman er bara ansi góð.

**************

This banana bread is very popular with my husband and it is good to make it when your bananas are getting a bit too old. I have made some changes on the original recipe and the outcome is pretty good.





Uppskrift
2 - 3 vel þroskaðir bananar
2 bollar hveiti
1/2 - 1 bolli sykur ( er að minnka sykur smá saman)
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk lyftiduft
1 egg
Öllu blandað saman með sleif og hellt í smurt form.
Svo er gott að bæta í eftir smekk hvers og eins, kókos, súkkulaði, hnetum eða döðlum.
Bakað í 45 -60 mín við 180 C hita.

Recipe
2 - 3 bananas
2 cups all purpose wheat
1/2 - 1 cup sugar ( trying to us less sugar every time )
1/2 tsk natron
1/2 tsk
1 egg
Everything is mixed together with a spoon.
And for additional tastes it is good to add i.e: coconut flakes, chocolate, peanuts, dates.
Bake for 45 - 60 min at 180 C.


Verði ykkur að góðu
Knús
S

29.8.13

Haust-súpa | Fall soup

Þegar haustið fer að læðast að langar mig alltaf í kjarngóða hlýja súpu - það er eitthvað svo haustlegt við það. Tala nú ekki um ef heimabakað brauð fylgir með.

Framundan virðist vera köld helgi og kannski bara málið að halda sig innandyra og gæða sér á góðri súpu :)

Gæti vel hugsað mér að prufa einhverjar af þessum....


****

Now that fall is fast approaching I want myself longing for a hearty warm soup...preferably accompanied with a home baked bread.

The weather forecast for the weekend is rather bad, seems like the first storm of the fall will be arriving with a bang. So maybe the plan for the weekend should be to stay at home and enjoy good food and good company :)


{source}
{source}
Lumið þið á góðum uppskriftum að haustsúpu?Do you have a recipe for a good fall soup?
Eigið ljúfan dag :)

****

Do you have a recipe for a good fall soup?
Have a lovely day :)
m

24.8.13

Síðbúin veisla | Overdue party

Eldri sonurinn varð 10 ára í júní og fékk fínindis afmælisveislu í þessu líka sumarveðri ;) Við hinsvegar áttum alltaf eftir að halda bekkjarafmæli fyrir hann og drifum í því í síðustu viku. Það kom ekkert annað til greina en að hafa One Direction þema enda er hlustað á fátt annað en þá drengi þessa dagana.

Þegar kom að því að kaupa servíettur, diska og þess háttar með One Direction myndum komum við hins vegar að tómum kofanum. Við fundum bara alls ekki neitt í þeim dúr. Þannig að við brugðum á það ráð að finna fínar myndir á netinu og prenta út, klippa og dreifa á borðið. Afmæliskakan var svo í formi sviðs og hljómsveitinni stillt þar á. Það var afskaplega einfalt að græja hljómsveitina, við prentuðum gaurana bara út, límdum þá á grillpinna og skelltum ofan á kökuna. Einfalt, ódýrt og sló algerlega í gegn. Í veislunni var svo hlustað á One Direction lög og allir sungu með...svo var næstum því slegist um að fá að eiga kökuskrautið í lok veislu...Louis er greinilega vinsælastur ;)

****
My older son turned 10 years old in June and we had a family party for him then. But somehow we hadn´t gotten around to throwing him a party for his classmates...last week we finally made that happen. He is really into the band One Direction and wanted to have a 1D theme but we couldn´t find any 1D party supplies. So we just had to make them ourselves. The cake turned into a stage and we printed the band members on heavy stock paper, taped them to a barbeque stick and then we printed out some small pictures of them and scattered over the table. This turned out great and our livingroom turned into a 1D party with 22 ten year olds singing to the tunes and almost fighting over the table decorations ;) This is an easy and cheap to give your child a themed birthday party :)



Enjoy your day!
m

23.8.13

Uglurnar mínar / Hand made owls

Í dag kláraði ég að sauma tvær uglur í uglusafnið mitt, það er alltaf jafn gaman að sjá eitthvað krúttlegt verða til :)

*************

To day I finished this two owls in my owls collection, it is always fun to make this cute things :)

In the rain

Under my umbrella

Happy weekend 
Knús og kram
S

21.8.13

Skemmtilegar bloggsíður / Interesting blog-pages

Það er alltaf auðvelt að gleyma sér við að skoða fallegar blogg síður, hérna er smá listi með uppáhalds erlendu síðunum mínum.

************

I find it very easy to forget the time when I´m looking at beautiful blog-pages, here is smal list of my favorit pages.

Huset ved fjorden
http://husetvedfjorden.blogspot.com/

 Toves Sammensurium
http://tovestoogfirbeinte.blogspot.no/
Stylizimo
http://blog.stylizimo.com/


 ZanZ
http://zanz-zanz.blogspot.com/

Lulufant
 
http://lulufant.blogspot.com/
Enjoy your day
Knús og kram
S






20.8.13

Heimsókn | A visit

Nú erum við systur farnar að selja vörurnar okkar í einni af krúttlegri búðum bæjarins; Fiðrildið - Beroma. Búðin er í Faxafeni 9 og er rekin af þeim Kristrúnu og Berglindi. Þarna má finna alls kyns gersemar fyrir börnin...og líka flotta hluti fyrir foreldrana ;) Þær selja líka vel með farin notuð barnaföt ásamt því að vera með mörg flott fatamerki fyrir litla fólkið, m.a. hönnun Berglindar sem hannar undir nafninu Beroma. Í Fiðrildinu-Beroma eru líka vörur eftir íslenska hönnuði og þar kennir ýmissa grasa; Rassálfar, Náttuglur...og auðvitað Skeggi litli ;)

Endilega kíkið í þessa flottu búð!

****

We have recently started selling our Skeggi products in a cute little shop called Fiðrildið-Beroma. There you can find products by Icelandic desingers and crafters, second hand children´s clothing as well as new. The shop is run by Kristrún and Berglind which sells her own design there under the name Beroma.

Check it out!



Enjoy your day!
m

19.8.13

Leiktu þér með matinn | Play with your food

Nú eru skólarnir að byrja í vikunni og að mörgu að huga fyrir skólafólkið. Eitt af því sem þarf að hafa í huga er að senda börnin með hollt og gott nesti. Nú á ég einn lítinn sem er að hefja sína skólagöngu í haust og hann er bara alls ekki hrifinn af grænmeti og þeir ávextir sem hann borðar eru ekki margir.

Svo er þessi elska líka dulítið þrjóskur og því gæti nú orðið erfitt að finna eitthvað lystugt og gott sem hann er til í að láta ofan í sig. Það er því spurning hvort það myndi virka að dúlla sér svolítið við nesti og dulbúa þetta græna sem einhver sniðugheit...alveg þess virði að reyna það ;)

Það er hægt að finna ógrynni af hugmyndum á netinu og elsku besta Pinterest er ótrúlega þægileg til slíkrar heimildaöflunar. Prufið bara að slá inn "lunchbox ideas" eða "bento box" og þið fáið upp fullt af flottum hugmyndum.

****

Schools are about to start and one of the things that parents have to think about is preparing healthy snacks and lunches for the kiddos. Unfortunately not all of the young´uns are into greens and healthy snacks...and mine soon to be a 1st grader is one fo them. So it might be worth the time and effort to prepare a fun lunchbox for him...and try to sneak the greens into it ;)

Pinterest is an amazing source if you want to go hunting for ideas. Just look for "lunchbox ideas" or "bento box" and you will come up with a variety of great ideas.

{source}
{source}
{source}
{source}
{source}
{source}

Have a great day!
m

18.8.13

Heimsókn á Siglufjörð / Visiting Siglufjord

Þegar fjölskyldan var alveg búin að fá alveg nóg af rigningunni í Reykjavík, þá var ákveðið að gera tilraun til að ná í smá sumarstemmingu. Stefnan var tekin á Siglufjörð og þegar þangað var komið tók á móti okkur yndislegt sumar og sól. Þetta er virkilega fallegur bær og margt skemmtilegt að skoða. Við vorum öll sammála um að við værum til í að koma þangað aftur og vera svoldið lengur næst :)

**************

My family got so tired of the rain in Reykjavík that we decided to go to north part of Iceland. We went to a small town called Siglufjörður. It is a really beautiful town with lots  of old and beautiful houses. We got really lucky with the weather, like we had hoped for, we got lots of sun and we definately want to go back again and stay a little longer :)




Litríkt og skemmtilegt



Skemmtileg hugmynd að sæluhúsi

Elska þvott úti á snúrum


Skelltum okkur í sund á Ólafsfjörð

Litagleði

Tveir flottir




Listakonan mín að störfum

Héðinsfjörður

Enjoy your day
Knús
S

16.8.13

Friday!

Þá eru fyrstu tveir vinnudagarnir á haustönninni búnir. Það má alveg halda upp á það með köku ;)

Maðurinn minn á heiðurinn af þessari elsku en við eigum einmitt von á góðum gestum. Uppskriftin kemur af Eldhússögum og ég bíð spennt eftir að læsa tönnunum í hana!

****

It's Friday and I have just finished my first two days of work after summer vacation. Nothing wrong with celebrating with a cake :)

My husband baked this beauty since we are expecting quests. I can not wait to sink my teeth into her!




Happy Friday!
m

15.8.13

Allt sem er grænt grænt finnst mér vera fallegt....

Það hefur verið afskaplega lítið að gerast hér á blogginu undanfarið. Skýringin á því er að við systur skelltum okkur í frí vestur á firði og nutum náttúrunnar.

En nú skal brett upp á ermar og tekið til starfa...nóg af spennandi hlutum framundan og þó að ég sé  sumar-manneskja má líka finna fegurð í þeim tíma sem nú gengur í garð.


Fyrst og fremst er þó ætlunin að njóta þess sem eftir af sumrinu og fara í berjamó og gönguferðir...fylla á orkutankinn  í grænni náttúrunni :)

****

It´s been rather slow here on the blog lately. We went on a two weeks vacation to the west where we enjoyed nature and the wild.

But now it´s time to get busy and get ready for fall...and also to enjoy the last days of summer and gather some energy while everything is still green :)







Enjoy your evening!
m
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...