28.7.15

Ferðalag! | Summer vacation!

Nú ætlum við systur að bregða okkur í ferðalag vestur á firði og eyða þar tíma með fjölskyldunni. Það verður því eitthvað rólegt á blogginu þar til við komum til baka en hver veit, kannski læðist inn einn og einn póstur. Annars er hægt að fylgjast með okkur á Instagram:

m á instagram




s á instagram


****
Off to a vacation in our summer cottage so there won´t be much activity until we get back. But we both have Instagram accounts, feel free to check that out. Just click on the m and s above.




Þangað til næst...
mAs

27.7.15

Hárskraut | Hairpiece

Afar einfalt og fallegt hárskraut fyrir ungar dömur. Við vorum á leið í ljósmyndaleiðangur um helgina og ákváðum að græja eitt svona fyrir myndatökuna. Þetta er svo einfalt að það er varla hægt að kalla þetta föndur...en það einfalda er stundum best.

Það eina sem þú þarft er teygjutvinni og litskrúðuga dúska (pompom). Við fengum teygjutvinnan í þessum fallega appelsínugula lit í Sostrene Grene og dúskana fengum við í Tiger. Teygjutvinninn er þræddur upp á nál og stungið í gegnum þann fjölda af dúskum sem óskað er eftir. Mælt utan um höfuðið á barninu, klippt og bundið. Tilbúið! Þetta má líka nota sem hálsfesti og jafnvel er hægt að gera lítil armbönd.





 ****
An idea for a really...really simple headpiece for a young one. All you need is an elastic twine and some colorful pompoms. Thread the pompoms upon the twine, we used five. Very simple and very sweet.

Njótið dagsins!
mAs

26.7.15

Rabarbarasnittur | Rhubarb bites

Í framhaldi af rabarbara lofsöng gærdagsins kemur hér einstaklega ljúfeng kaka. Í hana var einmitt sultan góða notuð.



Það sem þú þarft:
125 g. smjör
220 g. hveiti
80 g. sykur
30 g. kókosmjöl
2 eggjarauður
ca. 200 g. rabarbarasulta

Fyrir glassúrinn:
200 g. flórsykur
ca. 1 eggjahvíta
Heitt vatn ef þarf
Kökuskraut




Aðferð:
1. Myldu smjörið í hveitið. Mér finnst best að setja það út í í litlum bitum og setja svo vel hreinar hendurnar í það og nudda hveitinu og smjörinu saman, þar til það líkist mylsnu. Bættu svo sykrinum og kókosmjölinu út í.
2. Settu eggjarauðurnar út í og hrærðu saman (ég notaði ká-ið). Ef deigið er of þurrt er í lagi að bæta einni eggjarauðu til viðbótar.
3. Pakkaðu deiginu inn í plastfilmu og geymdu í kæli í ca. klukkutíma.
4. Skiptu deiginu í tvær kúlur og flettu þær út, helst í tvö jafnstóra fleti. Best er að fletja það út á bökunarpappírnum.
5. Smyrðu rabarbarasultunni á annan hlutann og legðu svo hinn hlutann ofan á. Þrýstu þessu aðeins saman.
6. Bakist í miðjum ofni við 175 g. hita í ca. 15 mínútur eða þar til deigið er farið að verða aðeins gullið. Ef kakan bólgnar aðeins upp þegar hún er tekin út er sniðugt að snúa henni á hvolf eða leggja eitthvað flatt ofan á hana í smástund (t.d. annarri bökunarplötu). Við þetta verður kakan alveg slétt.
7. Hrærið glassúrinn og skreytið kökuna (þegar hún er orðin köld).
8. Skerið hana í litla bita og njótið!



{Uppskriftin kemur úr Bolig Liv}

Njótið dagsins!
m

24.7.15

Rabarbari | Rhubarb

Við höfum áður dásamað ágæti rabarbara og fáum greinilega ekki nóg af því. Það er bara eitthvað svo gefandi við að tína fullþroskaða jurtina upp úr moldina, skola, skera og....geyma, frysta, elda, sulta...

Helstu gæði rabarbara, fyrir utan bragðið, er að hann er mjög trefjaríkur og rótin hefur verið vinsæl í gegnum tíðina við hinum ýmsu magakvillum, einnig hefur hann bólgueyðandi áhrif og hitalækkandi. Rabarbari gefur okkur K vítamín og C vítamín, svo eitthvað sé nefnt. Ef þig langar til þess að fræðast meira um næringagildi rabarbara skaltu smella hér.

Við tíndum nokkra stilka fyrir vestan fyrr í sumar og móðirin rifjaði upp þegar hún var ung og læddist í rabarbara nágrannans. Stilknum var svo dýft í sykurkarið og notið...sonunum fannst þetta ekki alveg eins spennandi. Kannski er þetta bara gott í minningunni. En sultan er svo sannarlega góð og var notuð í dásemdar rabarbarakökur í gær...uppskrift á morgun!










****
Our love for rhubarb has been mentioned before and here we are, praising it again. Rhubarb jam is great on waffles and pancakes and a must with the lamb. We picked a good share earlier this summer and are enjoying our jam these day. If you want to find out the health benefits of eating rhubarb, check this out.

Njótið dagsins
m

22.7.15

Hvað á að gera í dag? | Plans for the day?

Vantar þig hugmynd fyrir daginn? Skelltu þér í Árbæjarsafn, alltaf gaman að koma þangað. Þessar myndir voru teknar fyrir akkúrat ári síðan en þá eyddum við dagparti á safninu í fínasta veðri. Guttanum fannst gaman að skoða gömlu húsin og fá svo að leika í gamla íþróttasalnum. Ekki var svo verra að enda heimsóknina á kaffihúsinu og fá sér vöfflur og heitt kakó :)















****
A visit to a museum in Reykjavík that preserves old houses. It is a lovely museum and has a nice cafe, I recommend a visit if you are in Reykjavik...fun for parents and kids :)

Njótið dagsins!
m

19.7.15

Uppáhalds | Favorits

Uppáhalds þessa dagana:

* að leita uppi fallega kökudiska
* fuglahálsmenið sem ég rakst á í Berlín
* bleiki kökudiskurinn minn sem býður eftir að fá fallega hnallþóru á sig
* bækur & blöð...og uppáhalds súkkulaðið
* náttúran!
* að eyða tíma með köllunum mínum....








Hvað er þitt uppáhalds?
m

15.7.15

Flóamarkaður - 1. hluti | Fleamarket - part 1

Við vorum staddar í Eyjafirði fyrr í sumar og rákum augun í skilti sem auglýsti flóamarkaði við nokkra bæina. Þetta urðum við að sjálfsögðu að skoða betur og ætlum að gera góð skil hérna...svona ef ske kynni að einhver sé á leið norður. Þetta er nefnilega skemmtilegt fyrirbæri og minnir á útlöndin, þar sem allt úir og grúir af loppe-mörkuðum á sveitabæjunum. Foreldrar okkar eiga til dæmis afar fallegt Bavaria matarstell sem gengur undir nafninu Svínastellið...þar sem það var keypt á loppemarkaði á Svínabúi í Danmörku.

Þessi markaður er í Sveinbjarnargerði, hann er kannski ekki stór en vel þess virði að kíkja við og þarna var vel tekið á móti okkur. Og að sjálfsögðu sér maður núna, við að skoða myndirnar, eitthvað sem hefði nú verið sniðugt að kaupa ;)













****

Travelling in the northern part of the country, Eyjafjörður, and we stumbled upon a couple of fleamarkets...and just had to take a closer look :)

Njótið dagsins!
m&s

14.7.15

Fegurð | Beauty

{Dagstjarna, Fjalldalafífill, Blágresi, Maríustakkur, Næturfjóla (Kvöldstjarna)og Prestakragi}

Blóm í vasa, týnd úti í náttúrunni...gjafir frá móðir jörð. Um að gera að nýta sér þær meðan hægt er.





****
Flowers in a vase, handpicked from Mother Nature. Lets enjoy them while we can :)


Eigið ljúfan dag
m
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...