30.4.15

Ungversk gúllassúpa

Við vorum víst búnar að lofa einhverjum uppskriftinni af ungversku gúllassúpunni sem rætt var um hér. Hún var elduð aftur og við mikla lukku enda er þetta afskaplega góð súpa sem óhætt er að mæla með.


Ungversk gúllassúpa:
700 gr nautagúllas
2 laukar
3 hvítlauksrif
3 msk olía til steikingar
1 1/2 msk paprikuduft
1 1/2 l vatn
2 msk kjötkraftur eða 2 teningar
1 tsk kúmenfræ
1 - 2 tsk meiran (ég notaði óreganó)
700 g kartöflur (ca. 8 meðalstórar)
2-3 gulrætur
2 paprikur
4-5 tómatar eða 1 dós niðursoðnir
...ég átti hálft butternut squash og bætti því út í, einnig er gott að setja rófur eða eitthvað annað rótargrænmeti.


1. Laukur saxaður og hvítlauksrifin pressuð. Kjötið steikt í olíunni ásamt lauk og hvítlauk.
2. Paprikuduftinu bætt út í ásamt vatninu, kjötkrafti, kúmeni og meiran/óreganó. Látið sjóða við vægan hita í ca. 40 mín.
3. Kartöflum, gulrótum, papriku og butternut squashi bætt út í pottinn og soðið áfram við vægan hita í ca. 30 mín.
4. Kryddað eftir þörfum....við bættum dulítið meira af óreganóinu og paprikuduftinu við, ásamt dass af salti.
5. Gott að sáldra steinselju yfir áður en borið er á borð og mjög gott að hafa sýrðan rjóma með...að ógleymdu heimabökuðu brauði.


Uppskriftin kemur úr gömlu góðu Af bestu lyst 1.

Eigið ljúfan dag...löng helgi framundan!
m

28.4.15

Huggulegt hádegi | Lovely lunch

Ein í veikindafríi og hin í fríi...börnin í skóla og leikskóla og þá er um að gera að hafa það huggulegt. Við bjuggum okkur til dásamlega glútenlausa pizzu með kjúkling, döðlum, basilíku, rjómaosti og döðlum og í eftirrétt fengum við okkur *Rocky Road. Það heimalagaða gúmmelaði klikkar ekki og alger snilld að eiga slíkt í ísskápnum. Ekki spillti svo fyrir að sólin skein glatt og hitastigið var réttu megin við núllið :)

****

One sister on sick leave and the other one on her day off...kids off in schoold and kindergarten and what´s better than to enjoy the day together. We prepared a glutenfree pizza with chicken, dates, cream cheese and basilica. For dessert we had some homemade Rocky Road candy, you just can´t go wrong with these and I highly recommend having a box with those in the fridge. To make the day even better the sun was shining and the temperature was on the right side of zero :)





* Ég hef áður sett in uppskrift af Rocky Road namminu en er búin að betrumbæta það aðeins og mun skella því inn aftur á næstu dögum. 

Eigið fallegt kvöld!
mAs

27.4.15

Vor í bolla / spring in cups

Ég er að reyna að vera súper jákvæð og bjartsýn en ég verð að viðurkenna að þessi árstími er ekki í miklu uppáhaldi hjá mér þ.e. biðin eftir vorinu/sumrinu. Mig er farið að langa svo mikið að komast út í garð og gróðursetja og gera fínt í garðinum. Ég lét mig reyndar alveg hafa það um helgina og fór að taka til. Laugardagurinn var alveg ásættanlegur en sunnudagurinn var frekar snjóasamur. Þannig að ég ákvað bara að ná mér í smá vor inn í húsið svo ég sótti mér sætan vorlauk og setti í bolla. Dásamlega sætt finnst ykkur ekki :)



Enjoy your day
Knús og kram
S

Landsflótti | Evacuating

Það hentar vel á þessum kuldalega mánudegi að bregða sér af landi brott...þó ekki sé nema í huganum. Í dag eru 13 gráður og sól í Stokkhólmi og þar er þessi fallega íbúð. Múrsteinaveggurinn heillar mig upp úr skónum og það hversu björt og opin hún er. Spurning um að skella sér....


Photos via Alvhem

****
This bright and open apartment is located in Stockholm and on such a cold springday like the one we are having in Iceland its nice to dream of evacuating...right now its 13°c and sunny in Stockholm ;)

Enjoy you day...hope its warmer than mine...
m

26.4.15

Sunnudagspælingin....

Sumardagurinn fyrsti var víst í vikunni þó að það sé kannski fátt sem minnir á að sumarið sé í nánd...og þó, gróðurinn er farinn að taka við sér og farfuglarnir farnir að láta sjá sig. Það er á þessum tíma sem óþolinmæðin fer að gera vart við sig. Óþolinmæði eftir sumrinu og ferðalögum...að geta farið út í náttúruna og notið þess að vera til. En þetta kemur allt saman...hægt og rólega og á meðan ylja ég mér við myndir frá síðasta sumri :)



****
Last Thursday was the first day of summer here in Iceland, funny as it seems since we kind of skip spring and go straight from winter into summer. Mother Nature obviously doesn´t check our calendar and its still really cold and snowing in some parts of the country. But we will get there eventually and in the meantime I warm myself with photos from last summer :)

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!
m

24.4.15

A4 áskorun

Þá er komið að okkar verkefni í A4 áskoruninni sem við sögðum frá um daginn. Vonandi hafið þið líka kíkt inn á hin bloggin sem taka þátt í þessari skemmtilegu áskorun þar sem nokkrar bloggkonur fengu að velja sér efnivið að eigin vali í A4...og þar er sko nóg úrval!

Það var ekki laust við valkvíða þegar við systur gengum hring í búðinni. En svo rákum við augun í þessi gullfallegu taulímbönd og ákváðum að nýta þau...og þegar við sáum málningadolluna með uppáhalds lit Stínu urðum við að kippa honum með líka. Límböndin voru nýtt í nýja herbergi unglingsstúlkunnar en veggurinn fyrir ofan rúmið hennar beið eftir að fá eitthvað skemmtilegt á sig. Þar sem við búum á Íslandi og þar koma nú stundum jarðskjálftar erum við ekkert sérstaklega spenntar fyrir því að hafa mikið á veggjum fyrir ofan rúm...sérstaklega ekki myndaramma. Því kom upp sú hugmynd að nota taulímbandið sem ramma utan um nokkrar myndir og skrifa svo LOVE fyrir ofan. Hugmyndin er svo að hún bæti við vegginn...myndum af henni og vinkonunum, póstkortum eða hverju sem heillar hana. Málningunni var svo skellt á eldhúströppuna sem var búin að bíða lengi eftir að fá yfirhalningu ásamt skipulagskassa. Og af því frúin var komin í stuð með pensilinn varð lítil ugla einnig græn og á hún að fara inn í herbergi yngri dótturinnar. Allt saman einfalt og fljótlegt föndur úr skemmtilegum efnivið frá A4 :)



Þá er það komið í bili...munið að kíkja á hina bloggarana, fullt af skemmtilegum hugmyndum hjá þeim og ekki gleyma að kíkja á A4 á facebook...sniðugt að vera vinur þeirra og fylgjast með :)
Eigið ljúft kvöld!
mAs

20.4.15

I {heart} Dot & Bo

Ég uppgötvaði nýverið þessa skemmtilegu nerverslun og læt mig iðulega dreyma um að panta eitthvað flott þaðan. Það er líka ágætlega hagstætt fyrir budduna að taka svona "þykjustu" verslunartúr á netinu.

Þetta er svona það helsta sem er á mínum innkaupa lista frá Dot & Bo....ætli það kosti nokkuð mikið að senda þetta hingað heim ;)










I just recently discovered Dot&Bo and regularly check out their selection and dream about what I´d like to buy....it´s much cheaper to do this "dreaming of"- kind of shopping. These are some of the items that strike my fancy...I wonder what the cost would be of shipping a container full of goods all the way to Iceland ;)

Enjoy you day!
m

17.4.15

A4 áskorun 2015

Við fengum skemmtilega áskorun um daginn frá fyrirtækinu A4. Þar máttum við, ásamt fleiri bloggurum, koma og velja efnivið til þess að vinna með og birta á blogginu okkar. Það er náttúrulega ekki leiðinlegt að mega velja sér eitthvað af skemmtilega föndurefninu sem A4 býður upp á...verst að valkvíðinn gerir vart við sig þegar úrvalið er svona mikið :)




Okkar verkefni mun birtast hér á blogginu fljótlega og við hvetjum ykkur til að fylgjast með hinum bloggunum og sjá hvað þar er verið að bralla. Athugið samt að verkefnin verða birt á mismunandi tíma.

Hin bloggin eru:
Rósir og rjómi
Heima
Fífur & Fiður
Skreytum hús 
Blúndur og blóm
Svo margt fallegt
Heimilisfrúin
Manicure lover
Frú Galin
Deco Chick

Ekki gleyma að kíkja inn á facebook síðu A4 og jafnvel að splæsa í eitt "like".

Njótið dagsins
mAs

3.4.15

Matarboð | Dinner party

Fyrsta matarboðið í nýja húsinu - gúllassúpa og heimabakað brauð. Það á enn eftir að gera fullt og taka upp úr kössum en samt er hægt að skapa notalega stemmingu :)







****
Photos from the first dinner party at the new house. Still a long way from being ready and lots of boxes waiting but it is always possible to make a cozy spot somewhere and enjoy the moment :)


Knús og kram
S

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...