30.6.14

Bestu vinkonur / Best friends

Um helgina skelltum við mæðgurnar okkur í smá sveitasælu, vestur á firði. Þar voru systkini mín og foreldrar samankomin. Dóttir mín og frænka hennar eru báðar þriggja ára núna í júní og hafa þær verið bestu vinkonur síðan þær sáust fyrst ;). Hérna eru þær að viðra dúkkuna Óla, einhverja hluta vegna heita allar dúkkur sem dóttir mín kemst í kynni við Óli nema ein sem heitir pabbi.

***
Last weekend my daugthers and I went to the Westfjords to get some nice and quiet country time. My parents, sister and brother where there with their families. My brothers daughter and my younger daugther are both 3 years old since this June. They have been best friend since they first met ;) Here they are walking out with the doll Óli. But for some reason we dont know all my daugthers dolls are named Óli...exept one who´s name is Daddy.


Enjoy your day
S

24.6.14

Grasagarðurinn í Laugardal / The Botanic Garden in Reykjavík

Ég er svo heppinn í Laugardalnum svo það er stutt að fá sér gönguferð í Grasagarðinn í Reykjavík,sem er einn af mínum uppáhaldsstöðum. Ég fékk ég mér kvöldgöngu um garðinn og naut þess að sjá allt það fallega sem þar ber fyrir augu. Mér finnst stundum eins og ég sé kominn til útlanda þegar ég sé alla þessa litadýrð sem þarna er í boði, en þarna eru um 5000 plöntutegundir í boði. Til að topa ferðina er svo hægt að setjast inn a hið rómaða kaffihús Kaffi Flóru, einnig er á sumrinn mikið um uppákomur í garðinum

***
 I am  so fortunate to live in only 5 min walk form the beautiful Botanic Garden. Last weekend I took evning walk in the garden just to enjoy all the beauty and all the colors.
The Botanic Garden in Reykjavík was founded in 1961. It conserves some 5000 plant species in eight plant collections. In summer there is a variety of events in the Botanic Garden and group receptions are available throughout the year.












Enjoy your day
S

23.6.14

Hollt og gott í kroppinn / Good and healty

Það er búið að vera svo mikið um veislur og grill seinustu daga að mig langaði bara í eitthvað freskt og gott í kvöldmatinn í gær.  Salat getur verið svo ótrúlega gott fyrir líkama og sál og ekki skemmir fyrir hvað það er líka fallegt.

***

Thies last few days I have been too busy and I have been barbecuing alot, so for dinner yesterday I just wanted some thing frech and good for dinner.



Enjoy your day
Knús
S

21.6.14

Á ferð og flugi...

Það er eitthvað svo dásamlegt við að ferðast um landið sitt - sjá það klæðast sumarbúningnum og skarta sínu fegursta. Og þó svo að sennilega geti flestir sagt slíkt hið sama um sín heimalönd þurfum við jú að bíða ansi lengi eftir sumrinu...er það að furða þó að maður andvarpi af gleði þegar það loks lætur sjá sig?

****
Living in Iceland and waiting for such a long time for the summer it feels really heavenly to be out on the road and travelling...to see the countryside in its finest :)






Enjoy your day...and enjoy the summer :)
m

16.6.14

Mömmugull :)

Stundum koma þessi gull manni á óvart og bræða mömmuhjartað (bræðingin gerist nú reyndar ansi oft). Eldri sonurinn kom heim um daginn með lúpínur handa múttu sinni, sem elskar að hafa lúpínur í vasa :)

****

Sometimes they really surprise you and melt a mothers heart (the melting happens quite frequently though). My older son came home the other day with a bouquet of wild flowers for his mother, who loves to have these flowers in a vase :)






Eigið ljúfan dag!
m

2.6.14

Sjómannadagurinn í Reykjavík

Fjölskyldan skellti sér í bæinn í gær til að kíkja á hátíðahöldin. Ég kem sjálf frá sjávarplássi, er sjómannsdóttir og einnig hefur eiginmaður minn verið nokkur ár til sjós svo það kom ekkert annað til greina en að skella sér út þrátt fyrir vætu. Þetta er þriðja árið í röð þar sem rignir á þessu góða degi svo það þýðir ekkert annað en klæða sig í pollagallan. Það kom mér að óvart hvað var mikið skemmtilegt í boði fyrir ungafólkið. HB Grandi stóð sig t.d. frábærlega vel í að hafa ofan af fyrir þeim, það voru skemmtiatriði, hæfileikafólk úr Iceland got talent og svo var fullt af dóti til að leika. Nóg að gera fyrir alla og við skemmtum okkur vel :)
 ***

It´s a tradition in my family to go to the harbor and enjoy the festivities on the first Sunday in June to celebrate Fisherman´s day. We didn´t let the rain stop us from enjoying the day, just put on our rainsuits and had some fun :)








Enjoy your day
Knús
S

1.6.14

Sjómannadagurinn 2014

Í dag er sjómannadagurinn og sjómannsdóttirinn hugsar hlýlega til minninga um koddaslag og kappróður, siglingu um fjörðinn og prins póló og kók.

Þetta plakat er tileinkað þeim sem vinna við sjómennsku, dvelja langdvölum frá fjölskyldum sínum og vinna oft á tíðum við afar erfiðar aðstæður.

Til hamingju með daginn!

****

Today is dedicated to fishermen here in Iceland and all over the country you will find celebrations and festivities. Being a fisherman´s daughter my mind drifts back to the days of youth in a tiny fishing village where this day was celebrated with pillowfighting, sailing on the fjord and getting chocolate and coca cola :)

This print is made in honor to those who choose this livelihood and have to spend time away from their families and working in harsh and often dangerous environment.






Ship & hoj!
m
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...