31.1.13

Barnaherbergi í vinnslu | Childrens room - work in progress

Breytingar á herbergi heimasætunnar eru í fullum gangi, ýmislegt sem þarf að huga að: mála, gera upp gamalt snyrtiborð og margt fleira. Ég ákvað að birta framkvæmdir um leið og eitthvað er tilbúið.
Í herberginu er stór skápur með rennihurðum úr möttu plexigleri. Mér finnst þessi skápur taka svo mikið af veggplássi herbergisins og hef þess vegna verið að leita eftir leiðum til þess að nýta hurðarnar á einhvern skemmtilegan hátt. Ég reyndi að mála þær með krítarmálingu að hluta, en það kom ekki vel út. Eftir þrjár umferðir af málingu var málingin ennþá mjög glær. Þannig að núna höfum við dóttir mín verið að prófa að setja pappír á hurðina. Ég ákvað að prófa bara á hluta af skápnum og sjá hvernig þetta kemur út til lengdar og ef þetta kemur ekki vel út kæmi jafnvel til greina að nota þykkt karton eða skrapp pappír.


***************
I´m working on changing my daughters room and in this part of the project I was trying to find a way to utilise the doors on the closet. It has big plexiglass doors made of plexiglass. I decided to use paper to cover part of one door, at least for now and see how it comes out. This way my daughter can use the doors for her drawings and pictures. If this doen´t work out I might try to use heavy weight paper or scrap paper.


{The closet before}
{Experiments going on}
{Pockets made out of paper to hold stuff}


 Eigð góðan dag | Have a nice day
S

30.1.13

DIY áskorun | DIY challenge

... á sjálfa mig. Ég er með fulla möppu á Pinterest af skemmtilegum DIY (gerðu það sjálf) verkefnum...eitthvað sem ég "pinna" inn og hugsa: vá hvað það væri sniðugt að gera þetta með eða fyrir strákana, eða fyrir mig. Þannig að nú ætla ég að setja mér það markmið að velja eitthvað af þessum snilldarhugmyndum og framkvæma!

Hér eru nokkur dæmi um það sem hefur vakið áhuga minn en enn fleiri hugmyndir má finna í Pinterest möppunum mínum. Ef smellt er á myndirnar færistu oftast yfir á upphaflegu krækjuna og vonandi á leiðbeiningarnar líka.

Læt ykkur vita hvað ég vel - og get vonandi sýnt mynd af framkvæmdinni ;)


****

I am challenging myself this time; to choose and execute a DIY project from my filled to the brim Pinterest boards. I have come across so much cool stuff and great ideas that I keep pinning and thinking how great it would be to do this for/with the boys or for myself. So now it´s crunch time...choose and execute.

Here are some samples of what has caught my attention but you can take a look at my Pinterest boards to see more. If you click the pictures it will (often) take you to the original link and tutorials.

I´ll let you know what I choose and will hopefully be able to show you the results ;)


{Cardboard world}

{mini bow and arrow}
{magic wands - great tutorial can be found for this project}
{tin cans covered with scrap paper}
{IKEA spice shelves used for books}

Have a nice day!
m

27.1.13

Heima | Home

Enn ein helgin að renna sitt skeið og þessi var nú ansi góð; afmæli og kökur, sundferð, spilerí og góðir vinir ásamt dass af afslappesli...er hægt að biðja um meira? Tja nema kannski einn frídag til viðbótar ;)

Það kom andartaks bloggandleysi yfir okkur systur, eins og vill stundum gerast...og þá veltum við fyrir okkur hvað fólki finnst gaman að sjá, hvað eru vinsælustu póstarnir og erum við að endurtaka okkur? Og er einhver þarna úti...sem hefur gaman af blaðrinu í okkur ;) Það væri allavega voðalega gaman að heyra í ykkur endrum og eins elskurnar...

En jæja bloggandleysinu skal reddað með því að bjóða ykkur í smá innlit til mín. Ég gekk einn hring með myndavélina og tók nokkrar myndir í stofunni...var nefnilega búin að taka til og kveikja á kertum og átti von á góðum gestum. Það er nefnilega ekki alltaf allt spikk og span þegar maður á tvo hressa gaura sem elska að taka star wars bardaga í stofunni og taka fimleikastökk í sófanum.

****
 
Another weekend almost over and this one was a good one with lots of activities; swimming, birthday, cake-eating, meeting good friends and a good amount of chillin....could you ask for more? Well, apart from getting an extra day added to the weekend...just a thought ;)

We expierienced a bit of blog-dry-spot and started wondering what you wanted to see, what our most popular posts are and if there is anyone out there enjoying our rambling ;) It would be nice to hear more from you once in awhile...

But enough about that, this time I wanted to invite you in for a quick visit into my house. My livingroom was in a good state, candles lit and I was expecting guests...so I decided to walk around with my camera and take a few photos. Might as well catch it on photo while it lasts since I have two very energetic boys who love to battle star-wars-style in the living room and use the couch for acrobatics so things are rarely in their right places ;)Hope you´re enjoying your Sunday!
m

24.1.13

Ég {hjarta} birni | I {heart} bears

Birnir eða bangsar eru krúttlegt mótíf...svo sem ekkert krúttaralegt við risastóran björn í árásarham en þeir eru sætir þegar búið er að skella þeim á púða, mynd og sitthvað fleira.

Hér kemur smá bjarnar innblástur....

****

Bears or teddys are a very cute motif even though they might not be so cute when we´re talking about a big grizzly bear in attack mode...but much rather when they´ve been used as a motif for a cushion, an illustration and so on...

Some bear inspiration coming your way....

{source}
{source}
{source]
{source}

{source}
{source}
{source}

That´s it for now....watch out for them bears :)
m

22.1.13

Bóndadagur

Á föstudaginn næstkomandi er víst bóndadagurinn og tilvalið að gera eitthvað til að gleðja makann. Það er svo ótal  margt hægt að gera til að gleðja sinn heittelskaða og þarf ekki að kosta mikið...kannski bara ekki neitt.

Ég ætla að deila með ykkur tveimur hugmyndum...sú fyrri er hekluð slaufa, seld í Skeggja...að sjálfsögðu ;) Þær detta inn í sölu á morgun og verða til í fleiri litum og eru alveg svakalega svalar (en ég er auðvitað ekki alveg hlutlaus ;). Hin hugmyndin er fyrir þær ykkar sem eru sniðugar í föndrinu; spilastokkur með 52 ástæðum fyrir því af hverju þið elskið kallinn. Ég gerði svona fyrir kallinn minn í jólagjöf fyrir 2 árum og var ægilega ánægð með útkomuna...held að hann hafi verið það líka ;)

Hérna eru mjög góðar leiðbeiningar fyrir þetta project og meira að segja hægt að downloda (fullt af enskuslettum hér) skjalinu og skrifa sinn eigin texta inn á. Ég festi stokkinn minn reyndar ekki saman með hringum, fannst flott að hafa þetta bara eins og spilastokk og láta koma á óvart þegar innihaldið kæmi í ljós. Þannig að nú er bara að viska fram skærunum og byrja...

En svo má auðvitað líka bara knúsa kallinn og kreista...

****

I am not even going to try and translate the title but on next Friday we have a day here in Iceland that roughly could be translated as husbands day...or farmers day if you take it literally, we coming from farmers and all that. The idea is to do something nice for your man on this day, similar to mothers day etc.

I want to share with you two ideas on how to treat your guy. The first one is a crochet bowtie, sold in our little webshop...of course. Bowties are cool and this one certainly is, but I admit to not being bias since it is made by the other half of mAs ;) The other idea is to make a deck of cards and write 52 reasons for why you love him. I made one for my man 2 years ago, as a christmas present and it turned out great.

Here is the tutorial I used, which is really good and even has a downloadable template...couldn´t get any easier. I didn´t bind mine together, just wanted to let it look like a deck of cards and get the surprise factor when he saw what was inside.

Now get your scissors out and start crafting...
o&o
m

21.1.13

Flott í barnaherbergið | Beautiful design for the kids room

Fallegir hlutir í barnaherbergið verða innblástur dagsins, þar sem ég er á fullu þessa dagana að vinna í herbergi dóttur minnar. Í hugmynda leit minni er ég alltaf að rekast á fallega hluti og hér eru nokkir sem mér finnst svo yndislegir að ég varð að deila þeim með ykkur.

************************
Beautiful design for childrens rooms will be the inspiriaton for today. I am now working on making over on my girls room so I am a bit preoccupied with this topic. I have been looking for good ideas, and here are some that I think is are so gorgeous I just had to share them with you.{source}
{source}
{source}


Við systur erum voða hrifnar af Lucky Boy Sunday | We just love Lucky Boy Sunday
{source}
 Fallegir lampar í barnaherbergið | Cute lights for the little ones

           {source}                                  {source}                               {source}                     

 Vonandi eigið þið yndislegan dag | Hope you are having a great day
Knús
S


20.1.13

Skýjaður innblástur | Cloudy inspiration

Ský eru krúttleg, sérstaklega ef þau eru bara nokkur og hvít og pattaraleg á bláum himni...kannski ekki þessi gráu leiðinlegu sem fela í sér úrkomu...

Hér kemur skýja innblástur á þessum annars bjarta sunnudegi...

****

Clouds are cute, especially the white and fluffy ones, the one that hang lonely on a blue sky...not the grey and rainy ones ;)

Here is a cloudy inspiration on a rather bright Sunday...1. Skeggi
2. Carnets Parisiens
3. Interieur - Coosje
4. Pinterest
5. Skeggi

Eigið krúttlegan sunnudag! | Have a cute Sunday!
m


19.1.13

Við hæfi drottningar | Fit for a queen

Ég minntist á hana Victoriu Spongecake um daginn og var víst búin að lofa uppskrift. Þetta er dásamleg kaka sem lætur lítið fyrir sér en yfirleitt er slegist um síðustu bitana...hún varð allavega ekki langlíf hér á bæ síðast þegar hún var bökuð.

Sagan á bak við þessa köku er sú að Viktoría Englandsdrotting ku hafa verið ansi hrifin af henni og fengið sér sneið með síðdegisteinu sínu. Sel það ekki dýrara en ég keypti það en góð er hún ;)

****

I had promised a recipe of my favorite cake, the Victoria Spongecake, and here it is...in Icelandic. I will put in the english version as soon as possible but here is a link to a version that is similar to mine, except that I skip the berries.

The story behind the cake is that it was Queen Victoria´s favorit cake and she liked a slice with her afternoon tea. It is really good and never lives a long life in my house when we bake it :)
 Hope you are having a good weekend!
m

18.1.13

Óskalistinn fyrir stelpuherbergi | Girlsroom wishlist

Nú er svo komið að ég get bara ekki dregið það lengur að gera eitthvað skemmtilegt í herbergi eldri dóttur minnar. Hún á afmæli eftir 8 daga, verður 11 ára og hana langar til að þá verði herbergið hennar orðið voða fínt.  Við gerðum tilraun fyrir jól með að hafa systurnar saman í herbergi, en litla skottið er 18 mánaða. Þeirri stóru langaði svo voða mikið til þess að þær væru saman í herbergi en eftir tveggja mánaða reynslu sjáum við að það er ekki alveg að ganga. Sú litla hefur ekki alveg skilning á því að láta perlur, tússpenna og annað smádót í friði og það er farið að reyna verulega á þá eldri að vera alltaf að taka til og leita að dótinu sínu.

Svo nú á að spíta í lófana, lappa aðeins upp á herbergið og taka litla skottið út. Við mæðgur settumst aðeins niður og spáðum í hvað það er sem hún vill gera. Þessar breytingar eiga að vera þannig að ekki verði miklu til kostað heldur meira að nýta það sem við eigum og búum sjálfar til. Við fórum inn á Pintrest og bjuggum þar til möppu með fullt af hugmyndum fyrir herbergi. Það er alveg ótrúlega erfitt að hætta þegar maður byrjar á Pintrest, áður en maður veit af er búið að opna fullt af gluggum og allt er svo flott.

Í dag langar mig að sýna ykkur myndir af því sem okkur langar að gera í hennar herbergi, svo er bara að bíða og sjá hvernig tekst til og hvort það næst ekki fyrir afmælisdaginn.

************
My two girls are sharing a room and have been for about two months. It was an experience since the older one, who turns 11 in 8 days, really wanted her younger one in the room with her. The problem is that the younger one is only 18 months and has different views on what to do in a girls room, who to play and so on...as is to be expected when you´re a toddler. So it has come to that, we are going to redecorate the room and let the older one have the room all to herself and hopefully we will manage to do that before her birthday.

The two of us sat down to get an inspiration from Pinterest and made a board where we gathered all the ideas we came across. She has strong ideas on how she wants her room and you can find so much on Pinterest.

Here are some of the ideas we hope to use for her room, crossing fingers we will be so productive and she will have a pretty room when she turns 11 :)
        

Hana langar í stafinn sinn á vegg í herberginu.
She wants to have her letter on the wall.

{source}

    Þessi fallegi túrkís litur varð fyrir valinu sem drauma liturinn. Flöggin í glugganum eru líka á framkvæmdalistanum.
This is the color she wants, the garland over the window is on the wish list

{source}


We are going to make butterflies like these, so cute :)


{source}

Góða helgi
S

17.1.13

Happy lights

Ég er svo ánægð með nýju seríuna mína að ég verð bara að deila henni með ykkur. Mér finnst gluggarnir mínir alltaf svo tómlegir þegar jólaljósin eru tekin niður og freistast því oft til að hafa þau lengur. Í þetta sinn var ég þó sæmilega fljót að rífa þau niður þar sem ég hafði augastað á Happy Lights seríu...var búin að láta mig dreyma um þær í svolítinn tíma og varð því kát þegar ég sá að þær fást hér á landi. Happy lights seríurnar eru þannig að þú velur sjálf litina á kúlunum...auðvelt að fá valkvíða!...og getur því haft seríuna eftir eigin höfði.

Ég er bara ansi glöð með mína og glugginn er ekki tómlegur lengur...er meira að segja farin að láta mig dreyma um aðra...í öðrum litum ;)

****

I am so happy with my Happy Lights and just wanted to share it with you. After taking the christmas lights down the windows look awfully empty and as I had had my eyes on Happy Lights for some time I was very happy when I discovered a store that sells them here in Reykjavík. The fun part, and what makes them so cool, is that you choose the color of your lights...but it is easy to get overwhelmed with the choices.

I am quite happy with my choice and have already started dreaming of another one...in different colors ;)Það er von á rigningarstormi í kvöld svo það er kannski viðeigandi að leyfa þessari að fljóta með, ég hyggst hafa það huggulegt innandyra og dást að nýju ljósunum mínum ;)

****

And since there is a rainy storm coming tonight it might be apropriate to end this post with this...I´ll be snuggling inside with my cosy lights ;)

{source}


o&o
m

16.1.13

Framkvæmdagleði | Productivity

Loksins tókst okkur systrum að hrista af okkur eftir-jóla-slenið og fara að gera eitthvað af viti. Við pössuðum reyndar að hafa góðan bita við höndina á meðan saumað var og hún Victoria Spongecake klikkar ekki, munum örugglega deila með ykkur uppskriftinni fljótlega. En afrakstur dagsins er dásamlegur, þó við segjum sjálfar frá og ætlum við að leyfa myndum af einhverju af góssinu að fljóta hér með...og þeir sem heillast af einhverju geta kíkt við í litlu vefbúðina okkar :)

****

We finally managed to shake the post-christmas-daze and get creative. To make sure we had a decent support through out the day while sewing we baked a delicious cake; Victoria Spongecake....and she did the trick ;) The recipe will definately be shared soon. We are quite happy with what we achieved today and want to share it with you...and if you fancy something you can find it in our little webshop ;)Eigið ljúft kvöld | Have a lovely evening
mAs

15.1.13

Ég {hjarta} ISAK / I {heart} ISAK


Við systur höfum ákveðið að "ég {hjarta}" verði fastur liður í okkar bloggi, í þeim flokki fjöllum við  um vörur, hönnun, blogg og allt það sem okkur finnst æði.

Í dag langar mig að fjalla aðeins um ISAK vörurnar. Ég hafði ekki spáð mikið í þeim fyrr en núna um jólin fékk ég æðislegan bakka í gjöf frá systkinum mínum, en systir mín er lengi búin að vera aðdáandi ISAK.

Þessar vörur eru frá sænska hönnuðunnum Söndru Isaksson, vörurnar eru hannaðar með heimili og barnaherbergi í huga, sjá umjöllun í pressunni og eins heimasíðu ISAK

Þessar vörur fást hér á landi í versluninni Artform á Skólavörðustíg.

 
***********
This christmast I got a wonderful gift from my sister; it was a tray from the Swedish designer Sandra Isaksson. She designs for homes and children and here you can find more information about these wonderful products: ISAK.


{ My beautiful tray}


Hérna kemur smá sýnishorn af þessum æðislegu vörum. | Here you can see a sample of Isak

{source}
{source}
 
{source}
{source}
{source}

{source}

Have a lovely day
S

14.1.13

Barnastund / play time with play dough


Kósý en annasöm helgi að baki, barnaafmæli bæði laugardag og sunnudag. Til að hita okkur aðeins upp fyrir seinna barnaafmælið þá langaði dóttir minni og vinkonu hennar voða mikið til að fá að leira. En þar sem við áttum engan leir bjuggum við bara til leikdeig, sem ég hef reyndar gert það nokkrum sinnum áður.

Þetta deig er með mjög skemmtilega áferð, auðvelt að gera og geymist í lokuðu íláti í nokkurn tíma.  Það er mjög skemmtilegt og auðvelt að gera deigið með börnunum og hægt að nýta það um leið í eldhúsfræðslu og frágang. Leikdeigið sjálft getur svo haft margvíslegan tilgang fyrir utan að vera bara rosa skemmtilegt. Fyrir þau minnstu þá er deigið eins og leir og mjög gott til að þjálfa upp styrk í litlum vöðvum handana til þess að þau eigi auðveldara með að valda t.d. blýant og skærum seinna meir.

Fyrir þau sem eru orðin eldri er leikdeigið tilvalið til að læra stafrófið og tölustafina (learn by doing by John Dewey). Sjálf er ég mjög hrifin af stærðfræði með börnum og hef sótt nokkur slík námskeið sem leikskólakennari svo mér finnst deigið mjög skemmtilegt til að setja upp skemmtileg stærðfræði dæmi. Fyrir þau börn sem eiga erftt með stafsetningu t.d. með lesblindu þá er þetta frábært til að kenna þeim og eins fyrir þau að leggja á minnið hvernig orð eru skrifuð og er þessi aðferð undirstaðan í Davis aðferðinni sem víða er notuð til að hjálpa lesblindum börnum. Dóttir mín er lesblind og sóttum við námskeið í Lesblindulist þar sem þessi aðferð var nýtt og það kom skemmtilega á óvart hvað þetta nýttist vel t.d. við að læra á klukku.


***********
This weekend I made play-dough with my daughter and her girlfriend. We have made it a few times and it is always very popular with the kids. This play-dough has a very nice texture, is soft and easy to form and it can be kept for a few weeks in a closed box.
Making the dough together with the kids is fun and easy and I think it is a good time to use for some learning process; starts in the kitchen when you are making the dough and after that it has almost endless posibilites for learning and playing and in this case playing is learning :)
For the youngest playing with this dough helps them to build up strenght in their tiny handmuscles so they will be ready for using pencil and scissors.  For the older kids playing with the dough can be used to learn the alphabet and the digits (learn by doing by John Dewey). I´m  very intrested in teaching young children math and have as a kindergard teacher taken some courses in that subject.

For children that have trouble with spelling or are dyslexic the the dough is a great way to help them learn words and it makes it so much easier to memorise words. This method has f.e. been used in the Davis program for dyslexia. My daughter has dyslexia and went to a course about the Davis program and it was amazing to see how much it help her spelling and it also helped her to learn how to tell the time.


Uppskrift
2 bollar hveiti, 1bolli fínt salt, 2 bollar vatn, 2 msk. matarolía og 2 msk. cream of tartar (fæst í baksturdeildinni). Matarlitur eftir smekk, einnig hægt að hafa deigið án allra litarefna. Minni dóttir finnst gaman að setja glimmer og jafnvel perlur út í deigið þegar búið er að lita það. Þessu er öllu blandað saman í pott og hitað, það þarf að hræra vel á meðan deigið er að þykkna. Mér finnst best að taka deigið þegar það er tilbúið úr pottinum og skipta niður í eins marga hluta og litirnir eiga að vera og hnoða svo litinum í hverjum fyrir sig. Deigið harðnar eins og trölladeig sé það ekki geymit í vel lokuðu íláti. Ef deigið virðist vera of þurrt bætið þá aðeins meira af vatni eða olíu, ef deigð er of blautt bætið þá aðeins meira af hveit.

Recipe
2 cups of plain flour, 2 cups water, 1 cup fine salt, 2 tbsp oil and 2 tbsp of cream of tartar.
This is all combined into a pot and cooked over a low heat, stirring frequently, until it starts to come away form the sides and forms into a ball. Keep it on the heat until it feels dry enough. Then you can use food colors to color the dough but you dont need to use any colors, you can use as many food color has you like. My daughter likes to but glimmer or perls to decorat the dough. This dough will harden if not kept in a closed container. If it is sticky use a little bit more flour and if it is to dry add few drops of oil or water.

Góða skemmtun
S

13.1.13

Heimagerðir púðar | Homemade cushions

Nú í upphafi árs er ég á fullu að skipuleggja og taka til í skápum og við þessa iðju mína rakst ég á krossaumsmyndir, sumar hverjar síðan ég var í barnaskóla. Það var nú alveg komin tími á að gera eitthvað úr þeim þannig að "voila" mín bara snaraði fram saumavélinni og snaraði fram 3 púðum með lítilli fyrirhöfn.  

Þetta puntar bara heilmikið uppá antik sófastólinn minn. Eins og mér finnst nú gaman að hafa dúllerí í kringum mig þá er heimilið í hálfgerðum hers höndum þessa dagana þar sem lítlill 18 mánaða "handóður bandóður" gengur um og er í miklum sjálfstæðishugleiðingum sem bitna gjarna á öllu sem hendur ná í. Sérstaklega eru stofuglugginn og sófaborðið vinsælir til að príla á og í. 

Til að aðlagast þessum tímabundnu aðstæðum hefur flest brotthætt verið fjarlægt. Sjálfsagt eru ekki allir sammála því að fjarlægja hlutina heldur láta börnin læra að umgangast þá, en börn eru misjöfn og þessi dúlla er mitt þriðja barn og það eina sem hefur þurft að fjarlæga punterí frá. Svo núna er heimilið frekar skothelt og ég punta bara með púðum, böngsum eða öðru mjúku eða óbrjótanlegu á meðan :)

*********

At the start of a new year I´m busy organising and cleaning my closets and when doing so I found a few old crossstich pictures. Some of them I made in primary school, so it was time to do something for them. I got my sewing machine out and made a few pillows and it didn´t take so much time. It is good to have lots of pillows and soft things to decorate my home now, because I have a 18 month old daughter that rather enjoys to decorate the home in her own style :)


Kötturinn FelixEnjoy your sunday
S


Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...