27.1.12

Weekend inspiration

...am a bit obsessed with kidsrooms these days. The plan is to put the younger one in a separate bedroom...and I am loving all the cool ideas out there...


Hannas Room
Deas & Mia
Solrum
kenziepoo
Weekday Carnival...the weekend message:


Andi Bird


Have a great weekend!
M

20.1.12

Flösku-pils!

Hið ástsæla skáld Skota, Robbie Burns, stundum kallaður "Scotland´s favorite son", var fæddur þann 25. janúar 1759. Á þessum degi eru haldnir svokallaðir Burns supper út um öll lönd, m.a. af brotfluttum Skotum eða fólki sem hefur átt heima í Skotlandi. Við hjónin höfum nú ekki, þrátt fyrir að hafa búið í hinni Edinborg um skeið, gerst svo myndug að skella okkur á Burns supper en ein slík hátíð verður haldin um þar næstu helgi hér á landi. Til þess að halda aðeins upp á Skotann í okkur ætlum við að setja eins og eina flösku í sparibúninginn...til heiðurs Robbie Burns ;)


Mín flaska komin í hátíðarbúning ;)


Happy thought býður upp á þessi skemmtilegu flösku kilt fyrir þá sem vilja gera flöskuna sína sparilega. Flaskan getur jafnt verið vínflaska sem gosflaska. Og tilefnið þarf nú ekki að vera Burns supper, gæti líka verið flott að skella svona pilsi á flösku sem á að gefa. Eina sem þarf að gera er að skrá nafnið sitt og netfang inn og fá um hæl sendan link til þess að hlaða herlegheitunum niður....og svo bara prenta.

---http://www.printablepaperproducts.com/printable-crafts/bottle-kilt-tartan-wine-whisky


Spurning um að skála svo með þessari skosku kveðju:

Here's tae them that like us -
Them that think us swell -
And here's tae them that hate us -
Let's pray for them as well! 

o&o
M

15.1.12

uglu-update (sjá fyrri færslu)


Hún tókst nú bara nokkuð vel, smá dund að skera hana út og skiptir máli að hafa góðan hníf. Mæli með því að allir ugluaðdáendur skelli sér í eina svona....

Uglan komin á sinn stað og glittir ljósmyndarann í glugganum

Leiðbeiningar og snið (hægt að prenta beint á pappírinn) finnst á Made-by-Joel en þar má finna margt skemmtilegt að skoða.
o&o
M

Á ugluslóðum...

Það er bara eitthvað við uglur...þær eru svo krúttlegar og endalaust hægt að finna flotta hluti þar sem ugla veldur innblæstrinum. Ég er að verða búin að stútfylla hjá mér tölvuna með myndum af uglu-hinu og uglu-þessu...Hef líka búið til hitt og þetta uglutengt og þá aðallega óróa, bæði úr pappír og perlum. Ég ætla að deila með ykkur einni hugmynd að ugluóróa sem við eldri sonurinn dunduðum eitt sinn við.

Uglur í öllum regnbogans litum

Uglurnar eru búnar til á ferkantað perlubretti í þeim litum sem hugurinn girnist. Við reyndum bara að hafa þær sem skrautlegastar og hengdum þær svo upp á víróróa með klemmum (veit ekki alveg hvað það kallast) sem til var í húsinu...kom bara vel út og við mæðginin áttum notalega stund saman :)


Búið að festa nokkrar upp

Hugmyndin af þessum uglum fann ég á blogginu Lullaby og la la. Mæli með þið kíkið á færsluna hennar um þessar uglur en þar sést ágætlega hversu margar perlurnar eiga að vera...fyrir þá sem eru haldnir álíka ugluæði og ég ;)


Næst á dagskrá er þessi hér dásamlegi órói sem er búin að bíða þolinmóður í myndamöppunni minni lengi...virkar einfaldur og það eina sem þarf er þykkur pappír, exacto hnífur (föndurhnífur þar sem hnífsoddurinn er snúanlegur), tvinni og límband...getur ekki klikkað ;)

mynd: Made-by-Joel

Ekki eftir neinu að bíða!
o&o
M

8.1.12

Föndurkassinn hennar Emblu

Dóttir mín er mikill föndrari og veit fátt skemmtilegra en að fá frið til að dunda sér við allskonar föndur. Hérna er föndurkassi sem hún bjó til úr skókassa, pappírsmöppu og litlum kassa sem hún setti inní. Utan á eru gömul afmæliskort og pappír sem hún límdi á kassann:
Kv. S

6.1.12

Af listum...

Á þessum tíma árs eru örugglega margir önnum kafnir við að búa til lista...t.d. yfir hluti sem á að gera á árinu, það sem væri gaman að prufa að gera á árinu, "það-sem-þarf-að-gera-á-heimilinu" lista, og jafnvel bara innkaupalista. Það er svo sem allt gott og blessað ef maður man svo eftir að kíkja á listann og ná að strika eitthvað út af honum. Ég sá ágætis stelpu-ræmu um daginn þar sem aðalleikkonan var alltaf að gera lista en framkvæmdi svo minnst af því sem þar stóð vegna anna...á endanum komst það svo á listann að hætta að gera lista ;)

Við erum báðar, M&S, miklar lista-konur en oftast eru þessir listar skrifaðir aftan á gluggaumslög og það bréfsnifsi sem hendi er næst. Ég varð því himinlifandi þegar ég rambaði á síðuna A pair of pears þar sem hægt er að niðurhlaða (eitt af markmiðum ársins: minnka enskuslettur ;) lista fyrir vikuna...nokkurs konar "to-do" listi...

mynd: A pair of pears
Svo nú er ég búin að prenta einn slíkan út og farin að reyna að koma því sem þyrlast annars um kollinn niður á blað...


Og fyrst maður er á annað borð að tala um skipulag mætti taka Fru Fly sér til fyrirmyndar nú þegar jólin eru að syngja sitt síðasta en hún deilir því með okkur hvernig hún er búin að ganga frá jólaskrautinu...flokka eftir lit, merkja kassa í númeraröð eftir því hvaða skraut á að taka fram fyrst fyrir næstu jól. Ætla ekki einu sinni að þykjast ætla að reyna það en kannski er einhver álíka skipulagður þarna úti ;)

Burt með jólin! mynd: Fru Fly

Eigið góðan þrettánda og góða helgi!
o&o
M

1.1.12
Þá er það komið...2012...með fullt af væntingum og draumum. Vonandi rætast þeir flestir, kannski bara spurning um að samræma þarfir og langanir að einhverju leyti. Hér á bæ eru m.a. væntingar um það að hafa framkvæmdasemina í forgrunni...vonandi ratar eitthvað af því hingað inn... Enn sem komið er hefur þetta litla blogg ýtt undir framkvæmdagleðina og fær því að lifa lengur :)

o&o
M&S
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...