31.5.14

Laugardagsheimsóknin! | The Saturday visit!

Er ekki ljúft að geta kíkt svona í heimsókn til fólks...í gegnum netið? Ekki það að ég sé að mæla með að þið hættið að fara í heimsóknir til fólks ;)

Að þessu sinni er heimsóknin ekki í Svíþjóð (að hugsa sér!), heldur í Hollandi. Og þetta hús gæti ég hugsað mér að flytja inn í med det samme! Það sem er að heilla mig eru hversu ljóst og létt það er, allir skemmtilegu og persónulegu munirnir, hversu græni liturinn er gegnumgangandi og hvernig þeim tekst á einhvern hátt að gefa húsinu svolítið "organic" fíling, án þess að vera með heila gróðurhúsið út um allt...

Fleiri myndir og upplýsingar hér :)

****

A visit to a wonderful house in the Netherlands, a house I wouldn´t mind moving into today! What fascinates me about this home is the bright and airy feel it has, the green color that runs through, all the fun and personal little things and how it somehow has an organic feel to it...

More photos and info here :)












Eigið ljúfan dag...og munið að kjósa rétt!
m

29.5.14

Eldhúsdraumar... | Kitchen dreams

Eldhúsið mitt er svo sem alveg ágætt, aðeins farið að lúna en dugar til síns brúks...en ég er búin að vera með dellu fyrir því undanfarið að taka það í gegn. Mig óar við því að eyða í nýja innréttingu og myndi helst vilja geta nýtt þá gömlu en gefið henni nýtt útlit. Og á meðan ég hugsa um þetta allt saman er ekki úr vegi að taka smá eldhúsdrauma-innblástur :)

****

Dreaming of renovating my kitchen. I would prefer to spend as little money on it as possible and have been thinking about solutions on how to make that work. But until then I browse the web looking for ideas :)

{source}
{source}
{source}
{source}
{source}
{source}
{source}

Have a great day!
m

21.5.14

Pasta Puttanesca!

Það er nú varla hægt að þýða nafnið á þessu pasta án þess að roðna...reynum samt ;) Pasta puttanesca þýðir nefnilega pasta gleðikonunnar. Ég veit nú því miður ekki söguna á bak við nafngiftina en rétturinn þykir víst einkennandi fyrir suður ítalska matseld.

Hér kemur uppskriftin en hún kemur úr matreiðslubók Sophie Dahl og er gefin upp fyrir 2 manneskjur (ég tvöfaldaði hana og það var vel nóg fyrir 4).



Pasta Puttanesca - fyrir 2
200g penne pasta
Ólífuolía

> soðið saman samkv. leiðbeiningum á kassanum.

Sósan:
3 msk ólífuolía
1 geiri hvítlaukur, hýddur og saxaður
1/2 rautt chilli, fræhreinsað og saxað
400g (13oz dós) saxaðir tómatar
4 ansjósu flök/bitar (sleppti þessu þar sem ég er ekki hrifin af ansjósum)
1/2 tsk púðursykur...má vera meira, smakka til
150g svartar steinlausar ólífur
Dass/handfylli fersk, söxuð steinselja

Svona gerirðu....
Byrjaðu á sósunni:
* hitaðu 2 msk af olíiunni (3 ef þú sleppir ansjósum, annars fer ein msk með þeim, sjá neðar)
* svissaðu hvítlaukinn og chillí-ið.
* bættu tómötunum við og láttu malla í smástund

Fyrir þá sem vilja ansjósur: settu þær í mortél og maukaðu þær saman við 1msk af olíunni - bættu þeim við sósuna og láttu hana malla í ca. 20 mín. í viðbót.

* settu púðursykurinn út í sósuna og smakkaðu hana til

* eldaðu pastað samkvæmt boxinu og settu út í sósuna
* skelltu steinseljunni yfir áður en þú berð þetta fram og ekki er verra að bjóða upp á gott brauð...

Ég bakaði grófa Glóbrauðið frá Sollu en HÉR má finna uppskriftina af því.

****
Made this lovely pasta the other day. It´s very good and simple and has a rather x-rated name...Pasta Puttanesca which basically means Whore´s pasta (sorry for the profanity).

The recipe comes from Sophie Dahl and you can find it on her webpage.

Served with a loaf of newly baked bread :)








Verði ykkur að góðu!
m

19.5.14

Ég {hjarta} Faunascapes | I {heart} Faunascapes

Faunascapes eru fallegar myndir þar sem landslag og dýr renna saman og útkoman er yndisleg. Hönnunarteymið What we do stendur á bak þessa dýrð og um daginn fylgdi ein lítil með Bolig blaðinu...sem ég var auðvitað festi kaup á. Myndirnar eru ýmist prentaðar á pappír, krossvið eða tau.

Næst á dagskrá er að fá sér eitt í fullri stærð og mig grunar nú að rebbinn yrði fyrir valinu. Nú veit ég ekki hvort einhver selur þessar myndir hérlendis en vörurnar má panta af framleiðendunum í gegnum Etsy.

****

I have a thing for these beautiful pictures where an animal and a landscape merge into one lovely outcome. They are designed by the design company What we do under the name Faunascapes and they come printed on paper, plywood or fabric and you can buy them straight from the designers on Etsy.


{source}



{source}

{source}
{source}
{source}


Enjoy your day!
m

18.5.14

Sólríkur eftirmiðdagur | Sunny afternoon

Það er svo gaman að uppgötva nýja staði og ekki verra ef þeir eru næstum því í bakgarðinum hjá manni. Í dag uppgötvuðum við sem sagt Hvaleyrarvatn og getum hiklaust mælt með þessum stað ef leitað er eftir fallegum stað til að fara í göngutúr með fjölskyldunni, fara í lautarferð eða jafnvel grilla. Þarna eru bekkir og borð á nokkrum stöðum og einnig grillaðstaða og salernisaðstaða. Það er meira að segja fjara/strönd við vatnið og vel hægt að dunda sér í sandinum þar. Gönguferðin í kringum vatnið tekur ekki mikið á en hægt er að ganga upp á fjall....eða svona mini fjall, eiginlega bara hæð....og réðu krakkarnir vel við það. Þaðan er útsýnið æðislegt, verst að það var aðeins of mikill vindur í dag.

****

We discovered a lovely location today, the perfect place to go for a walk with the family and even have a picnic. And the best thing is that it´s practically in the city :)




Enjoy your evening :)
mAs

10.5.14

Eftirrétturinn fyrir kvöldið! | Tonights desert!

Þessi elska er tilvalin í Eurovision partíið, einföld, létt og sumarleg :) Uppskriftina settum við inn fyrir einhverju og þið finnið hana hér.

****

Eurovision night and its ideal to make this beauty for desert, its easy to make, light and summery. You can find the recipe here.






Áfram Ísland ;)
m

4.5.14

Sunnudagsheimsóknin | The Sunday visit

Kíkjum í heimsókn í fallega og bjarta íbúð í Svíþjóð (...ég er greinilega með einhverja Svíþjóðadellu). Það sem heillar mig við þessa íbúð er hversu björt hún er og hversu óhræddir húsráðendur eru við að nota liti...blái veggurinn í svefnherberginu og guli stólinn í eldhúsinu. Og svo er þessi Miffy lampi í barnaherberginu bara æðislegur, sé hann alveg fyrir mér hjá mínum 6 ára.

****

Lets drop by in a lovely apartment in Sweden (...I clearly have a thing for Sweden). I love the brightness of it and the use of color...the blue in the bedrooms and the yellow chair in the kitchen. And that super cute Miffy lamp in the children´s bedroom is just to die for, wouldn´t mind having one of those for my 6 year old.










photos via Planete Deco

Have a lovely Sunday
m

2.5.14

Yellow!

Ég fékk allt í einu algera dellu fyrir gulu...kannski var það vegna gula & stafsins sem ég rakst á í Tiger, gæti verið. Allavega fékk ég löngun til þess að hafa meira gult inni á heimilinu. Fyrsta skrefið var að græja eitt stykki plakat með húsnúmerinu...held það komi örugglega skrambi vel út í anddyrinu ;)

****

I´ve got a sudden thing for yellow these days, maybe it´s because of the sun that has been gracing us with its presence. So I´ve been wanting to add more yellow into my home. The first step in that direction was to make a print with our housenumber in yellow...think it will look good in my hall ;)

{home}

{source}



Yellow inspiration....


{source}
{source}
{source}


Góða helgi!
m

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...