12.1.13

Laugardags gott | Saturday treat

Notalegur laugardagur framundan...með hugsanlegri tiltekt (jólaskrautið bíður eftir að komast í kassana). Ég ákvað að gera vel við mig til þess að gera tiltektarhugmyndina meira aðlaðandi ;) Hafði einhvers staðar séð þetta fyrirbæri - kanilbrauð - og ákvað að prufa. Uppskriftina fann ég hjá Pioneer woman sem er skemmtilegt matarblogg og í þessari færslu kennir hún okkur að gera þetta alveg rétt.

Ég fylgdi hennar ráðum sem eru þessi: 
  • Hita ofninn í 160°
  • Hræra saman mjúku smjöri, sykri og kanil. Ég var nú ekkert voða nákvæm með mælingarnar á þessu...dass af sméri, ca. hálfan bolla sykur, 2 tsk kanill og 1-2 tsk af vanilludropum (dugaði á 5 sneiðar...át þær samt ekki allar ein!)
  • Hrært saman og smurt vel á brauðið
  • Inn í ofn í 10 mín. 
  • Þegar þær mínútur voru liðnar blússaði ég ofninn í hæsta hita og færði plötuna efst í ofninn...lét það vera í smástund. Passa samt að brenna ekki brauðið!
  • Etið og njótið :)
****

Nice Saturday ahead with a possibility of some house tidying (the christmas stuff is still waiting to go into the boxes). I decided to munch on something good to make the idea of cleaning a bit more appealing and made some cinnamon toast. I used the method suggested by Pioneer woman where she shows us how to make the perfect cinnamon toast. Try it out, its really good ;)

Enjoy your Saturday...wether your cleaning or doing something fun :)
m

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...