28.7.14

Sólríkur laugardagur | Sunny Saturday

Þeir hafa verið fáir sólardagarnir í borginni í sumar en sú gula lét nú sem betur fer sjá sig á laugardaginn. Við systur skunduðum því í bæinn með ungana okkar og eyddum nokkrum klukkutímum í að þvælast um miðborgina. Bærinn var stútfullur af sólþyrstum Reykvíkingum, enda var nóg að gerast; m.a. matarmarkaðurinn í Fógetagarðinum og Druslugangan. Okkur leið eins og við værum túristar í borginni, þræddum Þingholtin og skoðuðum öll fallegu húsin, gengum svo í kringum tjörnina, fundum leikvöll....og nutum lífsins í góða veðrinu.

Nú bíðum við og vonumst eftir öðrum svona degi til að fylla á sólartankana :)

****

We haven´t seen much sun in the city this summer so naturally when it finally showed up we stormed outside - intent on soaking up the sunshine. We spent practically all of the day wandering around downtown, feeling a bit like tourists on this lovely day.

Now we´re just waiting for another glorius sunny day to fill up our tanks :)





Eigið ljúfan dag!
mAs

25.7.14

Helgarkakan | The weekend cake

Ekki verra að skutla í þessa um helgina, afskaplega einföld og afskaplega góð.





Kakan:
150 g mjúkt smjör
2 dl strásykur
2 egg
1/2 dl sýrður rjómi eða grísk jógúrt (ég notaði þá grísku)
3 dl hveiti
1 tsk lyftiduft

Toppurinn:
75g smjör
2 dl möndluflögur
1/2 dl strásykur
1/2 dl hunang
1 1/2 msk hveiti
1 1/2 msk mjólk

Aðferð:
Hitið ofninn í 175 gráður
Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst
Bætið eggjunum saman við, einu í einu
Hrærið sýrða rjómanum/grísku jógúrtinni saman við
Bætið hveitinu og lyftiduftinu við blönduna
Hellið blöndunni í smelluform (ca. 24cm)
Bakið í 20-25 mínútur, neðarlega í ofninum

Á meðan kakan bakast búið þið til toppinn;
Öllu hráefninu skellt í pott og látið malla í smá stund
Hellið blöndunni yfir kökuna og setjið hana svo aftur inn í ofninn, fyrir miðju,  í ca. 10 - 15 mínútu

****

This lovely Toscacake is just perfect for the weekend baking. The recipe comes from Arla and you can find the recipe there, in swedish :)



Góða helgi!
m









21.7.14

Mig langar svooo í.... | I want me some...

...eitthvað úr haust/vetrar línunni frá Marimekko. Hef alltaf verið ægilega hrifin af svona grafísku og litríku mynstri og myndskreytingum og þetta hittir beint í mark. Sú sem á heiðurinn af allavega þremur af nýju mynstrunum er Sanna Annukka en mynstrin kallast Kukkuluuruu, Saivu og Toteemi.

Nú er bara að fara að skrifa jólagjafalistann ;)

****

...of the new autumn/winter colletion from Marimekko. I´ve always been really into graphic patterns and colorful illustrations and this is just my cup of tea. The women responsible for three of the wonderful patterns is Sanna Annukka and the prints are called Kukkuluuruu, Saivu and Toteemi.

Isn´t it just about time to start writing the Chrismas wishlist ;)




Eigið ljúfan dag
m

18.7.14

Ég {hjarta}.... | I {heart}....

...veitingastaði sem bjóða upp á góðan mat á fínu verði...og eru flott innréttaðir. Litla fjölskyldan rambaði inn á Primo á Grensásvegi og það er óhætt að segja að við höfum rambað út aftur sátt...og södd ;) Primo býður upp á ítalskan mat og maturinn er súpergóður, mæli með pizzunum! Drengirnir fengu ókeypis ís í eftirrétt og voru aldeilis sáttir við það. Svo er staðurinn bara töff...stórt hrós til þess sem sá um hönnunina!

Ljósin hefðu alveg mátt koma með mér heim og einnig víravirkið á veggjunum. Ekki var svo verra að hægt er að kippa með sér tiramisu með sér til þess að njóta heima....og alls ekki var það verra að þjónustustúlkan gaf okkur krukku af pestói sem verður prufað við fyrsta tækifæri.

Ég tek það fram að ég er ekki á prósentum né hef ég persónulegan ávinning af því að auglýsa staðinn...en það er allt í lagi að segja frá því sem gott er :)

Þannig að drífið ykkur á Primo...pronto!

****

Had such a lovely dinner with my boys last night. I just love it when you discover a new restaurant that offers great food and has a very cool interior. Those industrial lights are on my wishlist and the wire sculptures are more then welcome to move in with me. So if you are ever in Reykjavík ...check Primo out :)



Eigið ljúfan föstudag!
m

16.7.14

Hvunndagslíf | Everyday life

Dagurinn í dag: 

~ skápatiltekt
~ lítil frænka í heimsókn
~ göngutúr og róló í vætutíðinni
~ innikósí
~ villt blóm í vasa


****

Today:

~ cleaning the kitchen cupboards
~ babysitting a little niece
~ out for walk and play in the rain
~ cozytime inside
~ wild flowers in a vase





Hvunndagurinn getur nú alveg verið ágætur...
m

14.7.14

Marokkó | Morocco

Marokkó hefur lengi verið á listanum sem draumaáfangastaður. Það er eitthvað svo heillandi við þennan stað og án efa mikil upplifun að koma þangað. Þegar ég sá svo þáttinn hans Yotam Ottolenghi frá Marokkó um daginn blossaði löngunin upp af fullum krafti. Svipmyndirnar frá götulífinu í borginni, maturinn sem hann var að elda og snæða, leirtauið og litirnir! Allt saman ótrúlega heillandi :)

Þegar þessi draumur rætist loks væri nú ekki verra að leyfa Marokkó andrúmslofti að flæða um heimilið :)

****

Morocco has been a dream destination for quite some time. When I saw an episode from Yotam Ottolenghi´s visti to Morocco the Morocco bug hit me full force again. There is just something so fascinating about the colors, the tiles and pottery, the food. And if this dream should come true I would probably allow some of the flavors of Morocco to accompany me into my house :)


{source}
{source}
{source}
{source}
{source}
{source}

Njótið dagsins!
m


13.7.14

Sumarkvöld

Þau hafa ekki verið mörg, fallegu sumarkvöldin, hjá okkur hér í Reykjavíkinni. En í gærkvöldi var yndislegt veður, bjart og stillt...eins og það gerist best. Tilvalið til að labba með ektamanninum niður á höfn, dást að Hörpunni, bátunum, horfa á fólk dorga, njóta kyrrðarinnar...og að vera bara tvö barnlaus ;)

****

We haven´t had to many of those lovely summerevening here in Reykjavík this summer. But last night was one of them, lovely calm weather and we could enjoy the evening sun. A perfect night to walk down to the harbour, admire our music hall - Harpa, watch people try to catch some fish, enjoy the calmness...and the fact that we had a babysitter ;)



Fingers crossed for more of those nights :)
m

8.7.14

Indjánar

Við erum nýbúin að eyða tæpum tveimur vikum fyrir vestan í dalnum okkar. Þar er margt hægt að dunda og sýsla og yfirleitt eru guttarnir alsælir. Þó kemur fyrir að mönnum leiðist og þá þurfa foreldrarnir að vera duglegir við að brydda upp á einhverju skemmtilegu. Og þar sem þessi mamma hefur alltaf verið dulítið hrifin af indjánum (dreymdi meira að segja um að indjánar myndu gera innrás í lítið þorp á vestfjörðum forðum daga, en það er önnur saga)...datt henni í hug að fá guttana með í indjána leik.

Tjaldið er búið til úr greinum og efni sem til var á svæðinu. Það var svo málað og skreytt að indjána sið. Maturinn var teiknaður á pappa og skorinn út og fjaðrirnar málaðar á kassa utan af sælgæti. Bogann bjó eldri sonurinn til úr aspargrein og nælonspotta...og hann virkaði bara ansi vel. Niðurstaðan var sú að Urrandi björn og Stökkvandi kisa voru alsælir með híbýlin :)

****

We just got back from spending two weeks in our summer cottage in the westfjords. The kids are usually really content while they are there and run around in the woods and play, but sometimes they get a bit restless and need mom or dad to play with them. This mom decided upon building a tipi and turning the boys in to native-americans...which she had a fascination for as a teenager ;) We made the tipi from big branches and some fabric we had lying around. The tipi was then decorated with some paint. For the food we used cardboard paper and some heavystock paper for the feathers. The bow was made from a twig and some nylon thread, and it worked quite well. This all turned out really well and Growling Bear and Jumping Cat had a great day :)
















Enjoy your day!
m

7.7.14

Út vil ek!


Ekkert blogg í dag þar sem sú gula hefur ákveðið að láta sjá sig...og við vitum nú hversu hverful hún getur verið ;)

En á morgun...


... gera indjánar árás!

****

No blog today since the sun has decided to show herself...and being the fickle thing she is I´ve decided to go out enjoy her ;)

But tomorrow...I am expecting these handsome dudes to take over ;)


Enjoy your day!
m
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...