8.1.16

Janúar

Lengi vel fundust mér janúar og febrúar alltaf vera leiðinlegustu mánuðir ársins en ekki lengur. Þó janúar sé vissulega langur og dimmur er dagurinn farinn að lengjast hratt á þessum árstíma og það er nú ekki hægt annað en að gleðjast yfir því.

Á þessum árstíma er líka fínt að setja sér markmið fyrir árið, strengja heit ef vill...eða bara skoða árið sem framundan er; hvernig sé ég það fyrir mér o.s.frv. Einnig er tilvalið að skoða árið sem var að líða; lærði ég eitthvað á árinu? Er eitthvað sem ég vil gera betur á nýja árinu? Allt saman með jákvæðni í huga að sjálfsögðu.

Eitt af mínum markmiðum er að njóta útiverunnar betur á veturnar og reyna að finna fleiri tækifæri til þess að vera úti í náttúrunni þrátt fyrir að hún sé á kafi í snjó :)

Og það þarf ekki að fara langt til þess að fá náttúruna beint í æð...þessar myndir voru til dæmis teknar í göngutúr í Öskjuhlíðinni um síðustu helgi.






Eigið ljúfan dag!
m
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...