{2013} |
Gleðilegt nýtt ár kæru þið :) Þá er 2013 komið og veri það velkomið. Mig langar að lauma að ykkur sniðugri hugmynd sem varð á vegi mínum og ég ákvað að framkvæma í snatri. Finnið ykkur flotta krukku, merkið hana 2013, setjið í hana nokkra óskrifaða miða og jafnvel lítinn blýant. Á þessa miða skrifið þið svo atburði, minningar eða eitthvað skemmtilegt sem ykkur dettur í hug yfir árið. Þegar árið fer að líða undir lok getur fjölskyldan svo sest niður og lesið öll minningarkornin frá árinu....og sumu af því hefðu við annars alveg örugglega gleymt.
Við erum búin að græja svona krukku, hún bíður núna full af óskrifuðum blöðum...bíður eftir að fyllast af minningum. Við bættum reyndar líka í hana fjórum stjörnumiðum sem allir fjölskyldumeðlimirnir skrifuðu á óskir, markmið eða væntingar fyrir árið...verður gaman að kíkja á það eftir tæplega ár.
****
Happy new year :) A new year has arrived and we welcome it. I want to share with you this little idea that I came across; find a jar, label it 2013, put some white notes into it and perhaps a little pencil. When something funny, nice or just something you would like to remember happens in the year 2013 you write on the white notes and leave it in the jar. Later in the year the family can sit down and read the notes and remember something that we otherwise probably would´ve forgotten.
I have already made a jar for my family and we also added four little star-notes where each family member wrote down a wish, dream or goal for the year.
Have a great day!
m
What å great idea:) thanks for sharing!!Happy new year:) i look forward to follow your blog in 2013:)
ReplyDeleteKine:)
Happy new year to you to Kine! We also look forward to following your lovely blog :)
DeleteAll the best
Margret & Kristin
Jiii....æðisleg hugmynd :-) Ætla að framkvæma hana !!
ReplyDeleteKveðjur og gleðilegt nýtt ár bloggvinkonur :-)
Kristín V
Gleðilegt nýtt ár bloggvinkona :)
DeleteHeld nefnilega að þetta sé ansi góð hugmynd...bara að muna að setja eitthvað ofan í krukkuna yfir árið ;)
Bestu kveðjur