30.1.14

Wonderful world

Snjónum kyngir niður og ég læt mig dreyma um fjarlægar slóðir...læt hugann reika og skoða myndir af flottum áfangastöðum. Það er til svo mikið af ótrúlega fallegum stöðum í heiminum....

****

Seeing these beautiful photos from all over the world sometimes renders me speachless, we live in such a wonderful world. It´s also very comforting to dream of warm and far away places while the snow is pounding down....

{Indonesia}

{Austria}
{Venice}

{China}
{Ireland}
{source}
{China}
Have a lovely evening :)
m


26.1.14

Sunnudagskvöld | Sunday Evening

Sunnudagskvöld og allt komið í ró. Deginum eytt í afmælisveislu, kökuáti, tiltekt og kósíheitum. Börnin komin í rúmið og foreldrarnir ætla að hafa það huggulegt í sófanum við kertaljós, spennandi þátt.....og samanbrot á þvotti ;)

****

Sunday Evening and all is quiet. The day was spent eating cakes in a birthday party, cleaning the house and a bit of lounging. Now the children are in bed and the parents plan on having a cozy moment in the couch, watching an episode of an exciting serie by candlelight...and folding the laundry ;)




Hope you are having an exciting Sunday Evening ;)
m

25.1.14

Bökunardagur? | Baking day?

Helgin loks komin og tilvalið að skella í bakstur...gott að eiga eitthvað gott með kaffinu fyrir svanga gaura. Ég einsetti mér að prufa oftar nýjar uppskriftir á árinu, bæði þegar kemur að bakstri sem og mat og nú er bara að finna eitthvað nýtt og spennandi til að prufa. Pinterest albúmið mitt er gjörsamlega að springa af flottum baksturshugmyndum og hér koma nokkrar af þeim....

****

Finally the weekend has arrived and I have some thoughts of baking...it´s so good to have something good to offer two hungry boys. I´ve set my mind upon trying new recipes more often this years so now I am browsing my Pinterest album for things to try...


{source}

{source}
{source}
{source}
{source}
{source}

Enjoy your Saturday!
m

23.1.14

Bóndadagur

Ja hérna hér...við höfum aldeilis sofnað á verðinum. Og bóndadagur á morgun!

Það er því ekki seinna vænna en að plana eitthvað skemmtilegt handa bóndanum sínum....þ.e. ef þið eruð ekki allar búnar að græja það þar sem bóndadagurinn er nú á morgun. En fyrir ykkur hinar sem eruð svona skipulagðar eins og við koma hér nokkrar hugmyndir.



Hvað er svo hægt að gera til að gleðja sinn heittelskaða:
  • Smyrja handa honum nesti til að taka með sér í vinnuna og lauma með miða með fallegri orðsendingu.

  • Vekja hann með morgunmati í rúmið.
  • Fara í vinnuna til hans í kaffitíma eða hádeginu og annað hvort bjóða honum á veitingarstað eða kaffihús eða færa honum eitthvað girnilegt bakelsi í vinnuna.
  • Vera búin að panta barnapíu og bjóða honum í óvisuferð; út að borða, í bíó eða á kaffihús 
  • Búa til lagalista með uppáhalds lögunum hans/ykkar, jafnvel lögum sem minna ykkur á fyrstu árin ykkar saman. Í gamla daga var þetta nú bara kallað mix-teip ;)


  • Gefa honum frí frá því að svæfa börnin í kvöld...
  • Koma börnunum (ef þau eru til staðar ) í rúmið snemma og útbúa síðbúin rómatískan kvöldverð yfir kertaljósi með honum.
  • Hafa kósý kvöld með honum einum og vera búin að kaupa uppáhalds nammið hans :)
  • Flýta þér út á föstudagsmorguninn og skafa rúðurnar á bílnum, því það er nú líklegt að það sé að kólna hjá okkur.
  • Útbúa handa honum freyðibað þegar hann kemur heim úr vinnunni.
  • Búa til mynda-slide-show með myndum af ykkur í gegnum tíðina, t.d. hægt að nota vef eins og Smilebox sem býður upp á skemmtilegt form á svona slæðusýningu.
Það er sem sagt hægt að gera heilmikið...og það þarf ekki að kosta neitt :)

Eigið ljúfan bóndadag á morgun!
mAs







 

6.1.14

Sammari | Sammy

Sunnudagsmaturinn var ekki af verri endanum þó um afganga væri að ræða en við áttum smá afgang af kalkún. Til þess að drýgja kjötið ákváðum við að hafa bara samlokur í kvöldmatinn og vorum sko ekki svikin með þær. Þetta er svo sem ekki flókin matseld en einhvern veginn small allt svo vel saman að ég bara að verð að deila þessu með ykkur ;)

Við notum gróft heilsubrauð í lokurnar sem við ristuðum og smurðum með honey mustard majonesi (keypt í Hagkaup). Sneiddum kalkúnan í þunnar sneiðar og lögðum ofan á. Því næst settum við þunnar sneiðar af brie osti og rucola kál. Ofan á það kom beikon og toppurinn var svo rauðlaukur, svissaður í hlynsýrópi...ekki spillti fyrir að eiga líka afgang af kartöflunum sem meðlæti. Svooo gott og ég hvet ykkur til að gera svona næst þegar þið eigið afgang af kalkún, eða kjúlla.

****

We had some turkey leftovers and decided to make a sandwich and it was delicious. We used brown bread and honey mustard mayo topping. Sliced the turkey into thin slices and started assembling the sammy ;) After the turkey came thin slices of brie cheese and rucola (?). Then crispy bacon and the "icing on the cake"; carmelized red onion with a splash of maple syrop...and then we had some leftovers of potatoes to have on the side....oh my goodness it was good ;)


Eigið ljúfan mánudag,
m

3.1.14

Heimilis-draumórar...| Interior-fantasies

Nýtt ár....nýtt heimili? Nei ekki alveg en einhverjir draumar eru um að taka heimilið í gegn, gefa því dulitla upplyftingu og þá sérstaklega eldhúsið. Og á meðan ég læt mig dreyma ráfa ég um netheima og leita hugmynda...

Þetta fallega heimili í Stokkhólmi hefur sterkan karakter og þar búa þau Lina og Edin. Endilega kíkið inn...






Myndir fengnar af Elle interior.

****

New year...new home? Not quite, but dreaming of giving my home a make-over. Especially my kitchen. And while I daydream, I browse the internet...collecting ideas...

This lovely home in Stockholm belongs to Lina and Edin and it has a quite a strong character.

Have a lovely day!
m

1.1.14

Litið yfir árið | The year in review

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur! Takk fyrir samfylgdina á árinu sem var að líða.

Það fór nú lítið fyrir bloggpóstum í desember enda með eindæmum mikið að gera. En nú skal nýja árinu startað með stæl og byrjum á því að renna yfir vinsælustu póstana blogg árið 2013.


Í janúar komum við með hugmyndir fyrir bóndann enda bóndadagur á næsta leyti.

{janúar}

Krúttleg kommóða leit dagsins ljós í febrúar...

{febrúar}

Dúllað við heimilið í mars...

{mars}

Í apríl lögðum við loks í makkarónubakstur...

{apríl}

Fullkomin helgi í maí...þriggja daga eins og þær ættu allar að vera ;)

{maí}

Uglukaka handa afmælisfrænku í júní...

{júní}

Garðurinn skoðaður í júlí þótt sólin hafi nú verið af skornum skammti...

{júlí}
Heimsókn í Fiðrildið en þar seljum við einmitt Skeggja vörurnar okkar...

{ágúst}
Eldhúspælingar í september...

{september}

Bloggið okkar varð 2 ára í október og við héldum upp á það með gjafaleik!

{október}

Við tókum þátt í opnu húsi í Nóvember, á snyrtistofunni Mizu...

{nóvember}

Í desember var margt brallað þ.á.m. var jólatréið sótt á fallegan stað...

{desember}

Og svo var þetta ár bara búið og 2014 bankar uppá...vonandi ber það margt skemmtilegt með sér.

****
Our blogyear reviewed with our most popular posts. We admit to have neglected our blog lately but December was extremely busy. But now the new year is here full of promises and possibilities and we intend to enjoy it to the fullest...and to be a bit more active here!

Have a lovely New years day :)
mAs










Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...