3.6.13

Afmælisfrænka | Birthday niece


Þessi litla dásemdardúllu-frænka er 2 ára í dag og hélt upp á afmælið sitt í gær. Ég fékk að baka köku handa dömunni og þar sem mig var lengi búið að langa til að prufa að gera ugluköku var þetta kjörið tækifæri til þess.

Þetta reyndist mun auðveldara en ég hélt og kom bara skrambi vel út þó ég segi sjálf frá ;) Allt sem þarf er skúffuköku uppskrift, smjörkrem (tvo liti), kex fyrir augun og skraut að vild. Ég notaði sem sagt bara uppáhalds skúffukökuuppskriftina (þarf nú að skella henni hér inn við tækifæri) og skar út ugluna. Ég hrærði slatta af smjörkremi í dökkbrúnu og notaði það á alla ugluna og gerði svo ljósara til að nota í vængina, eyrun og í kringum augun. Svo hafði ég rekist á þessa sniðugu leið til að gera tölustafi á Pinterest og varð bara að prufa...einfalt og flott :)

*****

This little cutiepie-niece is 2 years old today and celebrated her birthday yesterday. I got to bake her a cake and decided to try to make an owl cake...and it came out really well. You can use any chocolatecake recipe and I baked mine in a rectangular form. Then I cut out the shape of an owl and assembled together, covered it with frosting (two colors of frosting) and decorated. I had just stumbled upon this cute way of putting a number on a cake and just had to try that....simple and cute :)Have a great day....mine is very windy and autumlike, wonder if Summer has passed us by this year ;)
m

2 comments:

  1. Kakan er æðisleg, afmælisbarnið hlýtur að hafa verið í skýjunum með þessa sætu uglu!

    ReplyDelete
  2. þetta er sko FLOTT !!!!! ugla :) ekkert smá mikið krútt

    kveðja
    Bakkafrúin

    ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...