23.1.14

Bóndadagur

Ja hérna hér...við höfum aldeilis sofnað á verðinum. Og bóndadagur á morgun!

Það er því ekki seinna vænna en að plana eitthvað skemmtilegt handa bóndanum sínum....þ.e. ef þið eruð ekki allar búnar að græja það þar sem bóndadagurinn er nú á morgun. En fyrir ykkur hinar sem eruð svona skipulagðar eins og við koma hér nokkrar hugmyndir.Hvað er svo hægt að gera til að gleðja sinn heittelskaða:
 • Smyrja handa honum nesti til að taka með sér í vinnuna og lauma með miða með fallegri orðsendingu.

 • Vekja hann með morgunmati í rúmið.
 • Fara í vinnuna til hans í kaffitíma eða hádeginu og annað hvort bjóða honum á veitingarstað eða kaffihús eða færa honum eitthvað girnilegt bakelsi í vinnuna.
 • Vera búin að panta barnapíu og bjóða honum í óvisuferð; út að borða, í bíó eða á kaffihús 
 • Búa til lagalista með uppáhalds lögunum hans/ykkar, jafnvel lögum sem minna ykkur á fyrstu árin ykkar saman. Í gamla daga var þetta nú bara kallað mix-teip ;)


 • Gefa honum frí frá því að svæfa börnin í kvöld...
 • Koma börnunum (ef þau eru til staðar ) í rúmið snemma og útbúa síðbúin rómatískan kvöldverð yfir kertaljósi með honum.
 • Hafa kósý kvöld með honum einum og vera búin að kaupa uppáhalds nammið hans :)
 • Flýta þér út á föstudagsmorguninn og skafa rúðurnar á bílnum, því það er nú líklegt að það sé að kólna hjá okkur.
 • Útbúa handa honum freyðibað þegar hann kemur heim úr vinnunni.
 • Búa til mynda-slide-show með myndum af ykkur í gegnum tíðina, t.d. hægt að nota vef eins og Smilebox sem býður upp á skemmtilegt form á svona slæðusýningu.
Það er sem sagt hægt að gera heilmikið...og það þarf ekki að kosta neitt :)

Eigið ljúfan bóndadag á morgun!
mAs 

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...