20.4.13

Franskar makkarónur | French Maccarones

Eftir að hafa hafa safnað kjarki um tíma, lét ég loksins verða af því að prófa makkarónubakstur.  Mér leist svo vel á uppskriftina hjá http://www.evalaufeykjaran.com.
Þessi uppskrift virkaði nógu einföld til að ég legði í að prófa svo er uppsetningin mjög auðskiljanleg, svo var þetta myndband á  http://www.youtube.com. Þannig að ég dreif mig bara í að prófa enda von á nokkrum eðaldömum í heimsókn.  Ég ákvað eftir smá umhugsun að hafa mínar kökur bleikar, prófa örugglega fleiri liti seinna. Þrátt fyrir að hafa fylgt uppskriftinni nokkuð nákvæmlega, mistókst aðeins fyrsta ofnplatan, þannig að ég prófaði að vanda mig aðeins betur við að sprauta þeim á plötuna og skella svo plötunni aðeins fastar í borðið til að losna við loft úr kökunum og viti menn það tókst líka mikið betur, en þær voru samt aðeins of flatar. Ég ákvað að setja bara hefðbundið smjörkrem í kökurnar, en næst ætla ég að prófa rjómakremið sem Eva Laufey var með í sinni uppskrift. Kökurnar voru mjög bragðgóðar en alltof sætar, þannig að rjómakrem kæmi betur út fyrir minn smekk.

********
After having admired the French Maccaron for some time, I finally decided to try to make them myself. I used a recipe from this page http://www.evalaufeykjaran.com and also I found this great video on youtube that was very helpful. I was pretty satisfied with them, they tasted very good but the look was not as I had hoped for, in the first round they had too much air in them and in the second round they where too flat.  But pratice makes perfect and I will definately try to make maccarons again. In this recipe I used butterfrosting so they where too sweet, next time I will try some new frosting or creme.






Enjoy your weekend
Knús 
S

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...