Kósý en annasöm helgi að baki, barnaafmæli bæði laugardag og sunnudag. Til að hita okkur aðeins upp fyrir seinna barnaafmælið þá langaði dóttir minni og vinkonu hennar voða mikið til að fá að leira. En þar sem við áttum engan leir bjuggum við bara til leikdeig, sem ég hef reyndar gert það nokkrum sinnum áður.
Þetta deig er með mjög skemmtilega áferð, auðvelt að gera og geymist í lokuðu íláti í nokkurn tíma. Það er mjög skemmtilegt og auðvelt að gera deigið með börnunum og hægt að nýta það um leið í eldhúsfræðslu og frágang. Leikdeigið sjálft getur svo haft margvíslegan tilgang fyrir utan að vera bara rosa skemmtilegt. Fyrir þau minnstu þá er deigið eins og leir og mjög gott til að þjálfa upp styrk í litlum vöðvum handana til þess að þau eigi auðveldara með að valda t.d. blýant og skærum seinna meir.
Fyrir þau sem eru orðin eldri er leikdeigið tilvalið til að læra stafrófið og tölustafina (learn by doing by
John Dewey). Sjálf er ég mjög hrifin af stærðfræði með börnum og hef sótt nokkur slík námskeið sem leikskólakennari svo mér finnst deigið mjög skemmtilegt til að setja upp skemmtileg stærðfræði dæmi. Fyrir þau börn sem eiga erftt með stafsetningu t.d. með lesblindu þá er þetta frábært til að kenna þeim og eins fyrir þau að leggja á minnið hvernig orð eru skrifuð og er þessi aðferð undirstaðan í
Davis aðferðinni sem víða er notuð til að hjálpa lesblindum börnum. Dóttir mín er lesblind og sóttum við námskeið í
Lesblindulist þar sem þessi aðferð var nýtt og það kom skemmtilega á óvart hvað þetta nýttist vel t.d. við að læra á klukku.
***********
This weekend I made play-dough with my daughter and her girlfriend. We have made it a few times and it is always very popular with the kids. This play-dough has a very nice texture, is soft and easy to form and it can be kept for a few weeks in a closed box.
Making the dough together with the kids is fun and easy and I think it is a good time to use for some learning process; starts in the kitchen when you are making the dough and after that it has almost endless posibilites for learning and playing and in this case playing is learning :)
For the youngest playing with this dough helps them to build up strenght in their tiny handmuscles so they will be ready for using pencil and scissors. For the older kids playing with the dough can be used to learn the alphabet and the digits (learn by doing by
John Dewey). I´m very intrested in teaching young children math and have as a kindergard teacher taken some courses in that subject.
For children that have trouble with spelling or are dyslexic the the dough is a great way to help them learn words and it makes it so much easier to memorise words. This method has f.e. been used in the Davis program for dyslexia. My daughter has dyslexia and went to a course about the
Davis program and it was amazing to see how much it help her spelling and it also helped her to learn how to tell the time.
Uppskrift
2 bollar hveiti, 1bolli fínt salt, 2 bollar vatn, 2 msk. matarolía og 2 msk. cream of tartar (fæst í baksturdeildinni). Matarlitur eftir smekk, einnig hægt að hafa deigið án allra litarefna. Minni dóttir finnst gaman að setja glimmer og jafnvel perlur út í deigið þegar búið er að lita það. Þessu er öllu blandað saman í pott og hitað, það þarf að hræra vel á meðan deigið er að þykkna. Mér finnst best að taka deigið þegar það er tilbúið úr pottinum og skipta niður í eins marga hluta og litirnir eiga að vera og hnoða svo litinum í hverjum fyrir sig. Deigið harðnar eins og trölladeig sé það ekki geymit í vel lokuðu íláti. Ef deigið virðist vera of þurrt bætið þá aðeins meira af vatni eða olíu, ef deigð er of blautt bætið þá aðeins meira af hveit.
Recipe
2 cups of plain flour, 2 cups water, 1 cup fine salt, 2 tbsp oil and 2 tbsp of cream of tartar.
This is all combined into a pot and cooked over a low heat, stirring frequently, until it starts to come away form the sides and forms into a ball. Keep it on the heat until it feels dry enough. Then you can use food colors to color the dough but you dont need to use any colors, you can use as many food color has you like. My daughter likes to but glimmer or perls to decorat the dough. This dough will harden if not kept in a closed container. If it is sticky use a little bit more flour and if it is to dry add few drops of oil or water.
Góða skemmtun
S