4.2.13

Pinterest áskorun: Búin! | Pinterest challenge: Done!

Um daginn lýsti ég því yfir að ég ætlaði að skora á sjálfa mig að velja eitthvað verkefni úr Pinterest möppunum mínum. Það var sko úr nægu að velja og um stund átti ég reyndar erfitt með mig...fór meira að segja að skoða fleiri hugmyndir og bæta inn í möppuna (hugsanleg framkvæmdafælni þar á ferð?). Það sem ýtti loks á mig var að ég átti að sjá um föndurkvöld í vinnunni og ég ákvað að velja "projectið" úr möppunni góðu.

{where I got the idea from}

Ég ákvað sem sagt að búa til pappírsstjörnur, er afskaplega hrifin af öllu pappírstengdu föndri og stjörnur eru alltaf sætar. Þetta reyndist svo vera töluvert einfaldara en það leit út í fyrstu. Leiðbeiningarnar sem ég studdist við má finna hér.

Og þar sem við systurnar höfum lengi haft hug á að gera "gerðu-það-sjálf" myndband ákvað ég bara að gera það í þessu verkefni. Þannig að þið sem nennið ekki að lesa enskuna og fara eftir skriflegum leiðbeiningum getið bara horft á myndbandið. Gjörsvovel!

****

I challenged myself the other day to choose and execute a project from my Pinterest boards and here it is. I chose a paperstar project and it turned out very well and was rather easy in execution. So I decided to take it one step further and do a little diy video for those who don´t feel like following written instructions.

So here is my video, enjoy ;)



3 comments:

  1. Þessar stjörnur eru hriiiiiiikalega flottar! Vá, hvað ég er skotinn í þeim, þær eru hér með komnar á to-do-listann hjá mér! Og myndbandið er frábært - til hamingju með það!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir :) og þær eru líka auðveldar í framkvæmd :)

      Delete
  2. flottar stjörnu og flott myndband..............endirinn samt langbestur :)
    kveðja
    Bakkafrúin

    ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...