Nú styttist í mitt eigið afmæli og bakkin góði var eitthvað farinn að gefa sig. Hann hafði verið límdur saman upphaflega, svo hliðarnar voru dottnar af honum og stefndi í að hann dytti allur í sundur ef ekkert yrði aðgert. Sennilega hafði viðurinn í honum aldrei verið meðhöndlaður svo það voru komnir fitublettir í botninn. Nýlega rakst ég svo á færslu hjá einum af uppáhalds bloggara okkar systra henni Fabelaktig þar sem hún var að punta upp á bakka ekki ósvipuðum mínum, svo ég stóðst ekki mátið og prófaði sjálf. Hér er hægt að sjá hvernig hún fór að með sinn bakka .
Ég naut reyndar aðstoðar föður míns, en hann er mjög handlaginn og áhugasmur um að gera upp fallega hluti. Hann hefur nú skrúfað saman bakkann, svo skellti hann sér í Föndru og keypti litlar sætar tré ljósaperur, sem hann festi á sem fætur. Fabelaktig notar fætur sem hún fékk í Tiger á sinn bakka og fást þær líka hérna í Tiger. Það er búið að vera smá höfuðverkur hjá mér að komast að því hvort ég á að hafa bakkann svartan eða hvítan og svo hvort ég á að hafa smá shabby-chick look á honum með því að pússa málinguna af í hornum og hliðum. Eftir nokkrar vangaveltur hef ég ákveðið að hafa bakkann svartan og sleppa því að pússa hann niður, því ég get alltaf gert það seinna ef mig langar í tilbreytingu :)
***************
I got this beautiful tray as a gift from my son. He made it in school, 4 years ago. This tray has been used a lot, especially on cozy saturday evenings, when we need to carry candy and other good stuff in to our livingroom. But its biggest job has been to bring the birthday child in our family breakfast in bed. Now my birthday is coming up soon and the tray has been rather worn out and I was so lucky to see one of our favorit bloggers Fabelaktig showing how she made a tray similar to mine. So I decided to follow her advise and give my tray a make over. Here you can see how Fabelaktig did her try.
Enjoy your day
Knús
S
flottur bakki !!! og flott hvernig þið gerðuð hann upp, ekki spurning um að nota hann áfram, enda frábært notagildi á honum hjá ykkur
ReplyDeletekveðja
Bakkafrúin
Takk fyrir kæra Bakkafrú, já hann hefur ansi skemmtilegt notagildi :)
DeleteHi,
ReplyDeletethank you for lovely words and link. I am so glad to inspire you!
Have a nice one :)
-Maia