27.2.13

Gæðastund | Quality time

Oftast þarf nú ekki að kosta miklu til til þess að gleðja ungana sína...bara smá gæðastund og hugmyndaflug og lítill maður gleymir stund og stað. Fimm ára gaurinn minn hefur alltaf verið mikill dundari en síðan hann uppgötvaði tölvuleiki hefur áhuginn snúist aðeins of mikið í þá átt og við erum að reyna að halda honum frekar að leikjum og dundi.

Þannig að þegar tölvusuðið var byrjað einn eftirmiðdaginn datt múttunni það snjallræði í hug að búa til hús úr kassa utan af morgunkorni. Þetta dunduðum við okkur við saman og snúðurinn var mjög áhugasamur, klippti aðeins sjálfur, teiknaði og skreytti. Þegar húsið var svo tilbúið og kallarnir gátu flutt inn sat hann heillengi og dundaði sér í fína kastalanum...og steingleymdi tölvusuðinu ;)

****

I have a five year old dude who´s recently discovered computer games and now he is at that point where he would choose those games over playing with toys. Something that I am not to happy about. So when the computer nagging was building up one day mommy had the clever idea (if I do say so myself ;) to make a house out of a cereal box. He became very excited about this and helped making the house; cutting, drawing and gluing. And when the house was ready he played for a long time...completly forgetting about his previous plans with miss playstation ;)



Have a lovely evening
m


1 comment:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...