17.3.13

Sunnudagsbaksturinn | Baking on a Sunday


Næst þegar ég er í London (sem gæti nú verið fljótlega) ætla ég að kíkja í Hummingbird bakaríið. Þetta er ægilega flott bakarí með útibú á nokkrum stöðum í London og hefur gefið út nokkrar uppskriftabækur....með svakalega girnilegum kökum ;)

Ég nældi mér í eina litla Cupcakes&Muffins bók frá þeim á útsölunum í janúar og í dag var loks bakað í fyrsta sinn upp úr henni:

Súkkulaði- og Heslihnetubollakökur

Hitið ofninn í 170° gráður

Innihald:
110 gr. hveiti
2 1/2 matskeiðar kakó
140 gr. sykur
1 1/2 tsk. lyftiduft
klípa/dass/smá af salti
40 gr. ósaltað smjör (mjúkt)
120 ml. mjólk
1 egg
120 gr. Nutella
heslihnetur til skreytinga (ég notaði nú bara Cadbury's egg, svona af því það eru að koma páskar)
-
Hveiti, kakó, sykur, lyftiduft, salt og smjör hrært vel saman.  Mjólkinni hellt varlega út í og hrært vel saman.  Egginu bætt við og hrært saman þar til hráefnin hafa blandast vel saman.  Sett í bollakökuform og bakað í ca. 20 mínútur.  Þegar kökurnar hafa kólnað er Nutella sprautað inní hverja köku með sprautu.

Krem:
250 gr. sigtaður flórsykur
80 gr. ósaltað smjör
2 matskeiðar mjólk
80 gr. Nutella
-
Flórsykurinn og smjörið þeytt vel saman. Mjólkinni hellt varlega út í og hrært á meðan á lágum hraða. Þegar mjólkin hefur blandast aðeins við er hraðinn aukinn og hrært í ca. 5 mínútur. Nutellanu er svo bætt út í og hrært rólega saman við.

Kreminu skellt ofan á og skreytt.


****

The next time I happen to be in London I would love to go to the Hummingbird bakery. It is a really cool bakery wich can be found all around London and their cakes look so good ;)

They have published some recipe books and I got my hands on one of them in the January sales...Cupcakes and Muffins. And today we tried out one of the recipes;

Chocolate and Hazelnut cupakes
Preheat oven to 170°C

Ingredients:
110 gr. all-purpose flour
2 1/2 tablespoons unsweetened cocoa
140 gr. caster sugar
1 1/2 teaspoons baking powder
a pinch of salt
40 gr. unsalted butter at room temperature
120 ml. whole milk
1 egg
120g Nutella
hazelnuts for decoration (I used Cadburys mini eggs, since Easter is fast approaching)
-
Put the flour, cocoa, sugar, baking powder, salt and butter in an electric mixer and beat together.  Add the milk and beat together.  Put the egg into the mix and beat well.  Spoon the mixture into cupcake forms and bake for ca. 20 minutes.  Once the cakes have cooled down you fill them with Nutella, either by hollowing a small hole in the center of each one or by using a "thing-a-ma-bob" (can´t for the life of me remember what its called in English! It´s the thing you use to put icing on cakes, you can use different sizez and shapes...hehe, am I making myself clear?)

Frosting:
250g icing sugar
80g tablespoons unsalted butter at room temperature
2 tablespoons whole milk
80g Nutella
-
Icing sugar and butter beat together in an electric mixer. Slow the speed down and add the milk. When all the milk has been added increase the speed and beat together for 5 minutes. Stir in the Nutella slowly until all incredients have mixed well together.

Put the frosting on, decorate and enjoy!

 
Ljúkum þessum pistil með ljúfu Lundúnalagi... | Let´s finish off with this mellow London tune...




Vonandi áttuð þið góðan sunnudag | Hope you had a nice Sunday
m

2 comments:

  1. nammi namm, allavega Elvar Orri alveg að fíla þetta ::))

    ReplyDelete
  2. Ójá, hann fílaði þetta í botn...og þær eru líka assgoti góðar :)

    ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...