26.3.13

Gulur eins og sólin | Yellow like the sun

Er ekki vel við hæfi að taka smá gulan snúning á þessum fallega degi? Ég tengi gulan við páskana og vorið...sóleyjar, fífla og endalausa sól. Gulur hefur samt aldrei náð upp á pallborðið hjá mér í fatnaði eða húsbúnaði, en hver veit nema maður bjargi einhvern tímann gömlu stól eða kolli og sletti á hann ferskum gulum lit.

****

I think its rather fitting on this fine day to do a yellow post. I associate yellow with the Easter, the spring...buttercups and endless sun. Yellow has, however, never been a favorite of mine when it comes to clothes or objects for the home but who knows, I might rescue an old chair or some old furniture and give it a fresh coat of yellow paint.

{source}
Hér hefur gömul kommóða fengið fallega gula yfirferð | Here an old chest of drawers has gotten a yellow makeover.


{source}
Þessi skápur hefur líka öðlast nýtt líf og á síðunni má sjá fyrir og eftir myndir. | This old cabin has also gotten a new life and if you click on the source you can see before and after photos.


{source}
Áttu ekkert gult? Skelltu sítrónum í fallega skál og málið er dautt ;) | Don´t have anything yellow? Fill a cute bowl with lemons and there you go ;)


{source}
Fallegur gulur tónn á þessum skáp sem gæti nú bara verið úr IKEA..? | A lovely tone of yellow on this cabin which could very well be from IKEA...?


{source}
Elska þessa sjúskuðu stafi, væri alveg til í svona í eldhúsið mitt...ekki að það þurfi að minna mig á þetta ;) | Love those rustic letters and wouldn´t mind having them in my kitchen...not that I need a reminder ;)


{source}

Töff gul ljós í eldhúsið, einfalt að spreyja þau bara í öðrum lit ef maður fær leið á gula litnum. | Cool kitchen lights in bright yellow, and if you get bored of the color you can always spraypaint them.




****

Eigið bjartan dag! Ég ætla að athuga hvort ég get skellt einhverju gulu inn í mitt líf/hús. | Have a bright day, I am off to see if I can add something yellow to my life/house.
m

2 comments:

  1. Já, þessi fallegi skápur er úr Ikea fyrir nokkrum árum...langar ennþá í hann!!
    kv,Hildur

    ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...