25.3.13

Sumarbústaðaferð | Cottage trip

Yndisleg helgi að baki í sumarbústað...ekki amalegt að hefja páskafríið á svoleiðis lúxus. Eins og vill verða þegar stórfjölskyldan fer saman í ferðalag er mikið stuð og fjör í krakkaskaranum okkar. Til að beisla þessa orku settum við því upp páskaeggjaleit handa ungunum...og reyndum að láta þau hlaupa sem mest um ;)

Við földum lítil súkkulaðiegg og einnig vorum við með lítil plastegg sem hægt er að fylla með góðgæti eða einhverju smálegu. Ég veit ekki hvort svona egg fást hér á landi en þessi fékk mágkona mín í Ameríkunni og vöktu þau mikla lukku.

Við bjuggum til lítinn páskafugl sem átti að hafa verpt eggjunum út um allar trissur og reglurnar voru að vinna saman í því að finna egginn, leita að lituðum fjöðrum sem gátu verið vísbendingar og finna svo sjálfan fuglinn. Svo varð að sjálfsögðu að skipta jafnt á milli allra.

Þetta hafðist allt saman og allir voru sáttir með sín egg.

****
Went to a lovely cottage over the weekend with my parents, siblings and all of our kids. As can be expected when such a large group comes together there is a bit of a noise and lots of fun. We decided to channel the energy and set up an easter egg hunt for the kids...with the intention of letting them run around for awhile ;) We scattered some chocolate eggs and plastic eggs (the ones you can put candy or some treats into) and told them that the Easter bird (yup he exists) has laid some eggs all around the yard and they have to find them. They had to find all the eggs, work together, find the bird and split the goods equally between the group. 

This all went according to plan and everyone had fun.




Eigið ljúfan dag | Have a nice day
m

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...