28.2.13

Langar í.... | Want some

Mig langar svoldið í einn svona....Kahler Omaggio vasa. Er búin að vera að klappa honum með augunum í dágóðan tíma. Ég veit nú samt ekki hvort ég tími að fá mér svona fínan vasa á meðan ég er með einn ungan hressan sem elskar að sveifla geislasverðinu í stofunni....læt mér nægja að dreyma um hann um stund ;)

****

I have been eyeing those Kahler Omaggio vases for some time and wouldn´t mind having one. But maybe it is not such a good idea to have one of those around while my little Jedi knight is in his"light-saber-battle-in-the-livingroom" mode....maybe I´ll just keep on petting it with my eyes for little while longer ;)


{source}
{source}
{source}
{source}
{source}

Eigið ljúft kvöld | Have a lovely evening
m

27.2.13

Gæðastund | Quality time

Oftast þarf nú ekki að kosta miklu til til þess að gleðja ungana sína...bara smá gæðastund og hugmyndaflug og lítill maður gleymir stund og stað. Fimm ára gaurinn minn hefur alltaf verið mikill dundari en síðan hann uppgötvaði tölvuleiki hefur áhuginn snúist aðeins of mikið í þá átt og við erum að reyna að halda honum frekar að leikjum og dundi.

Þannig að þegar tölvusuðið var byrjað einn eftirmiðdaginn datt múttunni það snjallræði í hug að búa til hús úr kassa utan af morgunkorni. Þetta dunduðum við okkur við saman og snúðurinn var mjög áhugasamur, klippti aðeins sjálfur, teiknaði og skreytti. Þegar húsið var svo tilbúið og kallarnir gátu flutt inn sat hann heillengi og dundaði sér í fína kastalanum...og steingleymdi tölvusuðinu ;)

****

I have a five year old dude who´s recently discovered computer games and now he is at that point where he would choose those games over playing with toys. Something that I am not to happy about. So when the computer nagging was building up one day mommy had the clever idea (if I do say so myself ;) to make a house out of a cereal box. He became very excited about this and helped making the house; cutting, drawing and gluing. And when the house was ready he played for a long time...completly forgetting about his previous plans with miss playstation ;)



Have a lovely evening
m


26.2.13

Skemmtileg erlend blogg | Fun blogs

Það hefur verið erfitt að komast í tölvuna seinustu tvo daga, vegna þess að litla dúllan mín er kominn með flensu og vill bara að mamma haldi á sér eða sé hjá henni upp í rúmi öllum stundum. Ég ákvað samt að kíkja smá í tölvuna á meðan litla dúllan kúrir sig inni í stofu í vagninum sínum, ég hefði svo sem getað notað tímann í að taka til en leist betur á fyrri hugmyndina :)

Það er alltaf súper gaman að rekast á nýjar skemmtilegar síður í þessum hafsjó af netmiðlum. Ég rakst á þessar skemmtilegu síður nýverið, það er eitthvað svo létt og skemmtilegt yfirbragð yfir þeim http://fragmenter-elin.blogspot.com/ og /http://brattebakka.blogspot.com/ fullt af skemmtilegu hugmyndum sem gaman er að skoða betur.

********
It has been rather difficult to get to the computer for the last two days, my little one has got the flue and then it is best to keep mommy near. Now she is sleeping in the living room so I decided to get some computer time, maybe I should have used the time to clean ;)

I  recently found these two blogs and I really like how light and fresh they are: http://fragmenter-elin.blogspot.com/ and brattebakka.blogspot.com

Skemmtileg nýting á fína postulíninu, ég sem er einmitt farinn að huga að sáningu sumarblóma
Fun way to use your fine china

brattebakka
fragmenter
Litla krúttið sem kúrir sig með hann Óla sinn undir hendinni

My little one with her doll "Óli" under her arm
Enjoy your day
Knús 
S

22.2.13

Konudagur | Give-away

Við erum með konudagsleik á vefversluninni okkar, Skeggi.is, og viljum hvetja ykkur til að taka þátt. Ætlum að draga á sjálfan konudaginn og vinningshafinn má velja sér eitthvað fallegt frá Skeggja að andvirði 7000 kr. Það eina sem þú þarft að gera er að kíkja inn á facebook síðu Skeggja, finna græna hnappinn þar sem stendur "Konudagsleikur Skeggja" og skrá þig til leiks...bara muna að skrá netfangið þitt áður en þú ýtir á græna enter hnappinn...svo við getum látið þig vita af vinningnum :)

****
We´re having a give-away at our webshop, Skeggi.is, and would like to encourage you to participate. All you have to do is check out the facebook site for Skeggi and find a green tab, where it says "Konudagsleikur Skeggja"...just remember to register your e-mail before you hit the green Enter button. I know its in Icelandic but all you have to is sign up and wait for us to contact you if you win :) We will anounce the winner on Sunday, 24th of February.


Enjoy your weekend!
mAs

20.2.13

Góðgæti dagsins | Todays treat

Ég ætla ekki að taka heiðurinn af þessum dásemdum en maðurinn minn bakaði þær í gær. Í dag er ég svo heima með veikan snúð...enn og aftur...og þá er gott að eiga eitthvað góðgæti til að gauka að honum, nú eða að mér ;) Svo er að renna upp vetrarfrí...langþráð...og fínt að halda upp á það með draumakökum. Þarf ég nokkuð að koma með fleiri ástæður (afsakanir) fyrir því að fá sér eina í viðbót?

****

These delicious treats were baked by my husband yesterday, so I won´t take the credit for them. And since I am staying home today with my little dude, who is yet again sick, it seems ideal to treat yourself with one of those. And since a long awaited for winterbreak is coming up it also seems like a great idea to celebrate it with these sweet Dreamcakes...do I need to come with more excuses for having one more?



Original recipe comes from Bolig Liv

Enjoy your day!
m

19.2.13

Litrík heimili | Colorful homes

Mér finnst mjög gaman að sjá heimili þar sem hefur tekist vel til með nota liti, það lífgar ótrúlega upp á tilveruna. Hérna er smá litríkur og skemmtilegur innblástur á þessum blauta þriðjudegi.

*****************
It is always nice to see homes where colors are used and see how they can brighten up the day. Here is a colorful and fun inspiration for the day.

{source}
{source}

Skemmtilegt hvernig hægt er að leika sér með niðursuðudósirnar | Tin cans can come to good use :)
{source}

{source}
{source}
Enjoy your day
Knús 
S

18.2.13

DIY bakki fær nýtt útlit / DIY tray gets new look

Ég fékk þennan fallega bakka í gjöf frá syni mínum fyrir 4 árum. Hann hafði þá smíðað hann í skólanum og færði foreldrum sínum hann stoltur. Þessi bakki hefur verið mikið notaður við ýmis tækifæri eins og bera nammi og annað gúmmelaði inn í stofu á laugardagskvöldum. Hans aðal starf hefur samt verið að bera fram afmælismorgun mat, þegar einhver í fjölskyldunni á afmæli. Það er nefnilega hefð í minni fjölskyldu að á afmælisdeginum sínum er hver fjölskyldumeðlimur vakin upp með fögrum söng, bakkelsi og kertaljósi.

Nú styttist í mitt eigið afmæli og bakkin góði var eitthvað farinn að gefa sig. Hann hafði verið límdur saman upphaflega, svo hliðarnar voru dottnar af honum og stefndi í að hann dytti allur í sundur ef ekkert yrði aðgert. Sennilega hafði viðurinn í honum aldrei verið meðhöndlaður svo það voru komnir fitublettir í botninn. Nýlega rakst ég svo á færslu hjá einum af uppáhalds bloggara okkar systra henni Fabelaktig þar sem hún var að punta upp á bakka ekki ósvipuðum mínum, svo ég stóðst ekki mátið og prófaði sjálf. Hér er hægt að sjá hvernig hún fór að með sinn bakka .

Ég naut reyndar aðstoðar föður míns, en hann er mjög handlaginn og áhugasmur um að gera upp fallega hluti. Hann hefur nú skrúfað saman bakkann, svo skellti hann sér í Föndru og keypti litlar sætar tré ljósaperur, sem hann festi á sem fætur. Fabelaktig notar fætur sem hún fékk í Tiger á sinn bakka og fást þær líka hérna í Tiger.  Það er búið að vera smá höfuðverkur hjá mér að komast að því hvort ég á að hafa bakkann svartan eða hvítan og svo hvort ég á að hafa smá shabby-chick look á honum með því að pússa málinguna af í hornum og hliðum. Eftir nokkrar vangaveltur hef ég ákveðið að hafa bakkann svartan og sleppa því að pússa hann niður, því ég get alltaf gert það seinna ef mig langar í tilbreytingu :)

***************

I got this beautiful tray as a gift from my son. He made it in school, 4 years ago. This tray has been used a lot, especially on cozy saturday evenings, when we need to carry candy and other good stuff in to our livingroom. But its biggest job has been to bring the birthday child in our family breakfast in bed. Now my birthday is coming up soon and the tray has been rather worn out and I was so lucky to see one of our favorit bloggers Fabelaktig showing how she made a tray similar to mine. So I decided to follow her advise and give my tray a make over. Here you can see how Fabelaktig did her try.





Enjoy your day
Knús 
S

17.2.13

Litaglaður sunnudagur | Colorful Sunday

Litagleði dagsins ætla ég að sækja til Indlands. Hugurinn er í ferðagír (þótt enginn séu ferðaplönin) og leitar á heitar slóðir...kannski eðlilegt þegar úti er blautur og litlaus febrúardagur. Ég hef tvisvar sinnum komið til Indlands og féll fyrir landinu í bæði skiptin. Það sem heillar kannski helst eru litirnir, arkitektúrinn, menningin, sagan, trúarbrögðin og  framandleikinn....Svo er ég kannski ekki alveg hlutlaus þar sem þetta land hefur gefið mér það dýrmætasta sem ég á ;)

Þannig að við skulum skella okkur í ferðalag til Indlands í huganum, sjá litina og láta okkur dreyma....

****

A colorful inspiration on this grey Sunday in Februar. My mind has been drifting to India, wouldn´t mind being there now. I have been to India twice and fell for it both times; the colors, people, architecture, culture, religion and just the exoticness of it. I admit to not being quite byas since India has given me what I cherish most in the world ;)

So lets go on a journey in our mind, see the colors and dream away....


And if you want to set the mood with the right sounds here you go:




{source 1 & 2}
{source 1 & 2}
{source 1 & 2}
{source}
{A piece of India in my house}
{A piece of India in my house}

Have a lovely Sunday!
m


16.2.13

Kaffi pása | Coffee break

Í dag rölti ég út með kaffibollan minn og nýbakaða kaffijógúrtsmuffinsa til að njóta út í garðinum, varð reyndar að taka með mér teppi líka :).Það er að koma yfir mann vorfiðringur þegar veðrið er svona dásamlegt dag eftir dag. Ég byrjaði í gær að vökva sumarlaukana og sá mér til ánægju að Hindberjarunninn minn er byrjaður að vakna af vetrardvalanum.

*******
Took my coffee and my newly baked cupcakes with me out today, to enjoy in the garden. The weather has been so lovely for the last few days. I can feel the spring in the air, even though I know it is little to early for us here in Iceland, we still have some more winter to come. But I started to water my Dhalias yesterday and to my pleasure I noticed that my raspberry-bush is starting to wake up from its winter sleep.



Enjoy your weekend
Knús
S

15.2.13

Saumalota | Sewing session

Við systurnar tókum smá saumalotu um síðustu helgi og bættum aðeins við í vöruúrvalið í Skeggjanum okkar. Það er svo gaman þegar framkvæmdagleðin tekur völdin og þá er helsta vandamálið að hætta þegar langt er liðið fram á nóttu.

Við höfum lengi verið með þá hugmynd að endurvinna eða vinna upp úr (heitir víst upcycle á ensku, veit ekki alveg réttu þýðinguna á því) gömlum flíkum. Vorum meira að segja búnar að fara fyrir löngu í einhverja af "gamalt og notað" búðunum og fylla poka af gömlum og góðum flíkum þar sem efnið var í flottu standi. Svo gerðist ekki meira og efnið beið; þar til um síðustu helgi. Þá fæddist lítið rebbaskinn sem var einu sinni glæsilegur herrajakki og er bara svona líka sætur. Nú bíður hann bara eftir því að eignast heimili...og vonandi bætast fleiri rebbaskinn við, nú eða önnur dýr :)

Leyfi hér að fljóta með  myndum af afrakstrinum...

****

We had a little sewing session last weekend and wanted to show you the results. We are very happy with our products which will be added to the selection in our webshop. One of the results of the session was a little fox made from an old man´s jacket and the idea of him had been mellowing around for awhile. We are very interested in upcycling; make new things from old things, i.e. old clothes and fabrics. The little fox is hopefully only the first line of an upcycled family :)


{"I was once a man´s jacket"}

Happy Friday!
mAs

14.2.13

Lítil kommóða fær nýtt útlit | Easy DIY

Þetta litla kommóðukríli var keypt fyrir nokkrum árum í IKEA, fyrstu árin var hún bara óbreytt en síðan málaði ég hana hvíta og lét dóttir mína fá hana fyrir smáhluti og hún var aðeins að reyna að merkja hvað væri hvar.

Seinustu 2 árin hefur hún svo verið inni í geymslu og ég var farin að spá í að losa mig við hana. En núna mitt í breytingunum á herbergi dóttur minnar þá fengum við þá fínu hugmynd að prófa bara að mála kommóðuna í stíl við herbergið. Ég er líka svo voða hrifin af þessum lit að mig langaði endilega að mála eitthvað meira en bara einn vegg með honum, svo ég er eiginlega búin að vera að leita um húsið eftir einhverju til að mála :)

**********

I have had this small drawer that I bought in Ikea, for some years. For the last two years it was in my storage and I was thinking about getting rid of it. But since we are doing a make over in my daughters room and I am so in love with the color we used on the wall (and have been looking for something else to use it on ;)) we decided to give the little drawer a make over as well.



Kommóðan eins og hún leit út fyrir breytingar, ekki mikið fyrir augað greyið.
***
The little drawer before, not much for the eye


Eftir breytingarnar, frekar sæt finnst ykkur ekki ?
***
After the  make over, rather cute dont you think ?

Á þrjár skúffur setti ég skrapppappír, sem ég límdi niður  og lakkaði yfir með Mod podge
***
I used scrap paper and Mod podge under and over the paper

Þessum litlu uglukrílum sem ég hef verið að sauma langaði aðeins að máta kommóðuna :)
***
These little owls that I have been sewing wanted to try the new drawer :)

Enjoy your day
Knús
S

13.2.13

Mig langar svoldið í....| I want me some of these...


Alltaf gaman að gera sér óskalista...og vona svo að óskirnar rætis ;)

****

It´s a must to have a little wishlist and dream of pretty things...who knows, your wishes might come true ;)



1. Pedlars
2. Graham and Green
3. Donna Wilson
4.Topshop
5. Lagerhaus
6. Pedlars


1. Lagerhaus
2. She inside
3. Thief and Bandit
4. Anthropolgie
5. Lagerhaus
6. Helecopter

Hope you´re having a nice day!
m

10.2.13

Sunnudagur til sælu | Sunday cosy Sunday

Sunnudagur og hér er búið að; byggja "hús" í stofunni, fá góða gesti í brunch...eta amerískar pönnsur, rúnnstykki og auðvitað bollur, hafa kósí...og auðvitað dass af hamagangi (eins og vill fylgja tveimur gaurum). Allt eins og það á að vera....

****
Sunday and so far there has been "house" building in the livingroom, brunch with good guests...and we´ve had our fair share of american pancakes, breadbuns and profiteroles (?). And of course there has been a good deal of action and noise as it can be when there are two energetic boys around. Business as usual at my place...



Hope you are having a nice Sunday too :)
m
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...