...og tími til kominn að bretta upp ermanar...eða bara teygja sig í annan mola og slappa af ;)
Hér á bæ er búið að búa til aðventudagatal fyrir ungdóminn og einnig aðventukrans. Kransinn þetta árið var nokkuð einfaldur, þ.e. ef maður á réttu græjurnar eða á pápa sem á fullan bílskúr af græjum. Hugmyndin að kransinum er komin úr einhverju blaði en þar var hann bara natural, þ.e. ekki spreyjaður og glimmeraður...Pælingin hér var að þetta ætti að líkjast trjádrumbi sem lægi hrímaður út í skógi...
Það sem við gerðum, en við vippuðum fram þremur svona á næstum því no time ;):
- við fundum hentuga trjádrumba (fyrrnefndur pápi fékk góða drumba fyrir okkur á gámastöð)
- létum drumbana þorna áður en hafist var handa (ekki verra að taka nokkra daga í það)
- söguðum neðan af þeim til að fá sléttan flöt undir
- mældum út fyrir og boruðum fjögur göt, fyrir kertin
- spreyjuðum drumbinn með hvítu spreyi
- stráðum yfir hann slatta af hvítu og silfruðu glimmeri
- létum hann þorna og potuðum kertum í
...nokkuð einfalt og hér er útkoman:
Miklar pælingar fóru fram með valið á kertalitnum...og ein valdi rautt...önnur hvítt. Sé reyndar alveg fyrir mér antíkbleik eða antíkgræn en ég er samt sátt með þau hvít. Rakst svo á númerin í A4, en þetta eru sérstök aðventukertanúmer sem stingast inn í kertin.
Skelli inn myndum af aðventudagatalinu síðar en það tókst bara nokkuð vel...
o&o
M
geggjað,getur ekki pápi gert meira svona heheh??
ReplyDelete