29.12.11

Uppáhalds jóladótið í ár

Það fór eitthvað minna fyrir jólaskreytingunum þetta árið en sumt er þó alltaf nauðsynlegt að setja upp til að fá sanna jólastemmingu. Þar á meðal er gamla góða jólatréið mitt, stundum hefur því verið skipt út fyrir lifandi tré en mig hlakkar samt alltaf til sjá það aftur. Það er líka þeim kostum gætt, þó smátt sé, að það er hægt að hlaða endalaust mikið af jólaglingri á það.


Svo eru dvergarnir hans Mumma sem hafa fylgt honum síðan hann man eftir sér, þeir eru gamlir og lúnir en ótrúlega sjarmerandi. Ekki má gleyma fallega jólateppinu sem mamma saumaði, manni finnst bara að það séu komin jól þegar það er sett upp. Þessi jól bætist svo við fallegt jólatré sem dóttir mín gerði og gaf mér í jólagjöf, ég hef alveg sérstakt yndi af því sem börnin mín útbúa sjálf :-)






Keðja
S

1 comment:

  1. Þessir dvergar eru náttúrlega bara sætastir, gaman að eiga svona gamalt og nostalgískt jólaskraut :)
    knúses
    M

    ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...