16.12.11

Jólainnblástur

Lydill er eitt af þeim bloggum sem ég kíki reglulega á. Og nú má finna á síðunni hennar skemmtilegt net-tímarit...Lydill´s julemagasin. Gaman að fletta í gegnum það og fá smá innblástur.


Lydill


Einnig er hún Jeanette á Fryd+Design með svona net-tímarit sem gaman er að fletta í gegnum, en það má finna hægra meginn á síðunni hennar. Og af því við vorum að tala um piparkökuhús í síðustu færslu má ég til með að birta mynd af fyrrnefndri síðu:

Flott að hafa húsið svona hátt og langt...

Held ég sé alveg komin með hugmyndina að húsinu fyrir næstu jól, sé fyrir mér 2 - 3 há og löng hús saman á bakka..en það er kannski allt í lagi að leyfa þessum jólum að koma fyrst ;)


Framundan er síðasta helgi fyrir blessuð jólin og mig langar að gera svo margt...föndra, sauma og dúllast. Er með algert æði fyrir hvers kyns pappírsföndri...óróum, pappírsenglum, lengjum, trönum og krönsum. Vonandi tekst manni að fá útrás fyrir sköpunargleðina á milli þess sem tuskan er munduð.

Klæjar í fingurna að gera þennan...en leiðbeiningar má finna á The red thread
Hugmyndin af þessum engli kemur upphaflega úr BoligLiv


Hendi inn myndum ef eitthvað framkvæmist annað en tuskutilþrif :)
o&o
M


 

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...