10.12.11

Af netvafri...

Svona mitt í jólaamstrinu er ágætt að taka einn rúnt á netinu og fá hugmyndir....sérstaklega þegar maður er vakinn eldsnemma á laugardegi og nennir ekki að drífa sig í húsverkin ;)

Hérna koma nokkrar síður sem ég hef nýverið rambað inná:

Hoytrykk, norsk síða....fallegt heimili í ljósum og léttum stíl en þó með skemmtilegt lita-"splass" inn á milli.

Flott og stíhreint
Væri alveg til í eina af þessum myndum!
Skemmtilegt jólaskraut; stjörnur klipptar út og festar á vegginn með kennaratyggjói

Sheneligans! Held hún sé líka norsk...sterkir litir og smá retrókeimur í gangi. Hún er líka með netbúð á Epla (sem er vettvangur fyrir handgerða hluti, svipar til Etsy)

Kósí horn í stofunni
Erum við ekki allar ofurmömmur?

Fru Fly er krúttlegt innblásturs-blogg. Hægt að smella á tutorials og fá ýmis ráð og hugmyndir....

Flott hillan á veggnum...svoldið skotin í stöfunum
Stílhreint herbergi fyrir ungar dömur

Ætli það sé ekki best að hætta að hangsa...það eru víst að koma jól...eftir tvær vikur!
o&o
M

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...