Ég sýndi mynd af pappírsengli í síðasta pósti og er búin að búa til snið af einum slíkum...eina sem þarf að gera er að smella HÉR og prenta út, muna bara að nota þykkari pappír (80-120 gr). Svo er bara að klippa út og finna til flottan pappír: skrapppappír, dagblöð, glanstímarit, gömul bréf/umslög...hvað sem vill. Teikna svo á þann pappír eftir karton-líkamanum og líma saman. Hægt er að nota splitt til að festa engilinn saman svo úr verði nokkurs konar sprelli-engill eða bara líma. Ég var með tvær föndurglaðar litlar frænkur í heimsókn um daginn sem voru enga stund að skapa einn svona....náði bara ekki að taka mynd af þeim. Gerði svo einn sjálf til að taka mynd og hann er hér:
Hér kemur svo lítið sætt hreindýr sem hægt er að prenta út og setja saman. Örugglega voðalega krúttlegt að nota splitti í það og hengja svo upp...krúttlegur jólaórói :)
Eldri molinn minn hefur nú stundum gaman af því að föndra með múttu, þó hann sé nú svo sem að verða svolítill gaur ;) Hann galdraði fram með hraði svona fína jólalengju á skammri stundu. Eina sem þurfti til var rauður og hvítur pappír, heftari og skæri...
Þeim sem langar í flóknara föndur og hafa nægan tíma geta t.d. kíkt á Cecilies Lykke og búið til falleg snjókorn sem eru örugglega dásamleg á jólatréið.
Og fyrir þá sem eiga eftir að pakka og eiga ekki merkimiða...eða langar í öðruvísi merkimiða þá er fullt af flottum miðum hér. Vorum búnar að benda áður á svona síðu en þessir eru líka algert æði....er sjálf búin að prenta út og merkja nokkra pakka með þessu fíneríi....
Sea Urchin |
Af framkvæmdagleðinni sem minnst var hér á síðast var nú eitthvað að frétta...náði að gera nokkra óróa sem laumast með í jólapakka, h-ið málað (tréstafurinn) og sitt lítið fleira...
Eigið góða Þorláksmessu og passið ykkur á stressinu ;)
o&o
M
pant fá svo hvað sagðir þú já trönur ahah::))gleðileg jol elskan og hlakak til að sjá þig milli hátíða::)))
ReplyDeleteEkki málið sæta, viltu kannski málaratrönur? He he :*
ReplyDelete