23.11.11

Leitin að jólaskapinu..

...það lætur eitthvað á sér standa þetta árið. En hvað er þá betra en að taka rúnt á veraldarvefnum og finna flottar hugmyndir til að koma sér í gírinn ;)

Mig langar mikið til að gera aðventudagatal/pakkadagatal fyrir drengina mína en finnst fullmikið að græja 48 pakka. Þá poppaði upp sú hugmynd að hafa bara pakka á sunnudögunum í desember, þannig að þá yrði kveikt á kerti í aðventukransinum og einn lítill pakki opnaður. Ég hef séð margar flottar hugmyndir af pakkadagatölum en er ekki alveg búin að festa mig niður á eina...spurning um að fara að ákveða sig þar sem fyrsti í aðventu er á sunnudaginn...???


Þessi flotta hugmynd kemur af blogginu FRYD+DESIGN...óhefðbundin og flott.Í síðasta tölublaði af Bolig Liv er ágætisklausa um jóladagatöl (einnig hægt að kíkja á síðuna þeirra og fá góðar hugmyndir) og bent á nokkrar góðar síður þar sem annað hvort eru hugmyndir að dagatölum eða hvar hægt er að kaupa skemmtilega glaðninga (nýtist okkur hér á klakanum svo sem ekki...). Þar má m.a. finna þessa síðu sem er stútfull af flottum hlutum og einnig eru nokkrar leiðbeiningar "tutorials". Gæti til dæmis vel hugsað mér að útfæra þennan með færri pökkum:


Einnig benda þeir í Bolig Liv á nokkrar hugmyndir til að komast í jólaskapið, nokkurs konar óefnislegt jóladagatal...og ég ætla að aðlaga nokkrar af hugmyndum þeirra að mínum:

* búa til poppkornslengju (garland)
* gera ris a la mande í kvöldmat...bara upp á grín
* horfa á uppáhaldsjólamyndina
* hengja upp mistiltein...og kyssa elskuna sína (að vísu dultítið lánaður siður en what the hey..)
* búa til heitt súkkulaði
* kíkja á jólagluggana í búðunum og jafnvel kaupa nokkrar gjafir..
* búa til jólaljós úr sultukrukku, eins margar og vill
* hengja upp krans á útidyrahurðina
* fá sér göngutúr í myrkrinu og sjá flottu jólaljósin í hverfinu
* kaupa Nóa konfektkassa, þykjast ætla að geyma hann til jóla en laumast í hann endrum og eins...
* síðast en ekki síst: hlusta á yndisleg og væmin jólalög ;)

Þetta hjálpar mér vonandi til við leitina að jólaskapinu...þigg samt alveg fleiri hugmyndir ;)
o&o
M

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...