12.12.11

Piparkökuhús

Þá lagði ég loksins í að gera mitt eigið piparkökuhús, seinustu ár hef ég látið duga að kaupa þessi sem fást í flestum matvöruverslunum og þarf bara að skreyta og festa saman.  Ég fann uppskriftina í Norskablaðinu Allers julemagasin síðan 2008 og er blaðið stúttfullt af skemmtilegum hugmyndum.  Næsta ár er svo planið hjá mér og dóttir minni að taka þátt í piparkökuhúsasamkeppni Kötlu sem fer fram í Kringlunni ár hvert. Ég þarf reyndar aðeins að æfa mig fyrst því piparkökuhúsið okkar stóð ekki nema nokkrar mínútur en þá fór að bera á vandræðum svo féll það alveg, mig grunar að það hafi aðalega verið tvennt sem olli því: húsið var of mjúkt, hefði mátt vera aðeins lengur í ofninum og svo var ansi mikið af nami á þakinu :-). Við mæðgur ætlum að reyna aftur fljótega. 

Knus&kram 


S






No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...