3.12.11

Þá er það dagatalið...

Eftir miklar vangaveltur og góðar ábendingar ákvað ég að fara þessa leið. Fékk hugmyndina frá henni Stínu vinkonu minni en úfærði hana á annan hátt. Útgangspunkturinn er sem sagt að á hverjum degi opni börnin lítinn miða og á honum sé hinir ýmsu glaðningar; brandari, gáta, baka piparkökur, jólaljósabíltúr, föndra o.s.frv. Flestir af glaðningunum eru óefnislegir og snúast um samveru og gæðastundir...en þó gæti læðst með eitthvað efnislegt sem gleður litla menn :)

Það voru nú smá heilabrot að finna 24 hugmyndir og kannski sérstaklega að tímasetja svona fram í tímann...það er nú verra að vera búin að skipuleggja sleðaferð eftir tvær vikur ef snjórinn ákveður svo að láta sig hverfa. En það var leyst með því að setja alla 24 miðana upp en sumir af þeim eru tómir. Skjalið er svo til í tölvunni og hægt að kíkja reglulega inn og skipta út eftir þörfum. Það sem búið er að opna hefur vakið lukku hjá bræðrunum; kjánagangur með pabba og jólastund/gisting hjá ömmu og afa.

Framkvæmdin var að öðru leyti einföld: tjágrein spreyjuð hvít (átti meira að segja eina síðan í fyrra), miðarnir prentaðir út og festir á tréið með borða. Dagsetningarnar voru annað mál, var mikið að pæla í að stimpla (ef ég ætti tölu-stimpla ;) eða prenta út tölur. En svo datt ég niður á þessa sniðugu vettlinga í Garðheimum, í skrapppappírnum...eru sum sé með tölustöfum á.



Er bara nokkuð ánægð með árangurinn:


Og það sem meira máli skiptir; gormarnir eru ánægðir :)
o&o
M

3 comments:

  1. geggjað mín kæra,stel þessu alveg hægri vinstri,en ég sé enga miða eru þeir inn í hanskanum??

    ReplyDelete
  2. vá Magga, snilldar útfærsla hjá þér.....en Kristín V á hugmyndina, ég hvíslaði henni bara að þér :) Get rétt ímyndað mér að þetta sé að slá í gegn :)

    knús í hús
    Stína og co

    ReplyDelete
  3. Takk takk,
    Já miðarnir sjást kannski ekki alveg nógu vel en þeir eru upprúllaðir og bundnir við vettlinginn með borða. Þeir eru hvítir en það væri örugglega flott að hafa þá í lit...jólarauða...eða græna :)

    Takk Stína mín, fyrir hvíslið :) það kom sko að góðum notum ...

    ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...