31.12.11

Áramótagrímur

...ef einhver skyldi hafa gleymt að kaupa slíkar eða finnur hjá sér óstjórnlega löngun til þess að búa til sínar eigin ;)

Bjó til svona með sonunum í gær, annar er 4 ára og hinn 8 ára....tókst bara vel til hjá strumpunum og er frekar einfalt í framkvæmd:

...


  • "gúggluðum" printable masks og prentuðum út þær sem okkur leist best á
  • klipptum þær út og strikuðum á þykkan pappír...í lit eða hvítan...
  • skárum út fyrir augunum með föndurhníf
  • skreyttum að vild; glimmer, pallíettur, fjaðrir...hvað sem ykkur dettur í hug.
  • settum teygju í ...líka hægt að setja pinna (t.d. grillpinna en þá er skemmtilegra að mála hann) og halda á grímunni

Afraksturinn

Bræðurnir með grímurnar sínar

Skemmtilegt dútl fyrir litla föndrara...eða glimmerglaða fullorðna :)
o&o
M

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...