5.12.11

Glaðningar handa ykkur :)

Það er svo margt sniðugt hægt að finna á netinu...og ef maður hefur góðan tíma til að vafra um (sem gerist nú ekki oft, kannski helst þegar maður hangir heima í veikindum) má finna ýmsa útprentanlega glaðninga.

Þessi síða er til dæmis stútfull af ábendingum um prentanlega merkimiða, bæði jóla og afmælis. Ótrúlega fallegir miðar og ýmislegt fallegt, opnast flest sem pdf skjal...og bara prenta!


  

Á fyrrnefndri síðu er flest allt frítt en sumar síður bjóða upp á flotta pappírslist sem borgað er fyrir. Þá er vörunni hlaðið niður eftir að greitt er og svo bara prentað. Happy Thought papercrafts er slík síða, en þar má stundum rekast á eitthvað fríkeypis "freebies". Þessi pappírsleikföng eru bara dásamleg og mér reiknast til að þau myndu kosta ca. 600 krónur....og engin takmörk á því hversu oft þú prentar þau út!


Þessi fallegu pappírsleikföng myndu sóma sér vel sem borðskraut á jólaborðið

Creature comforts bloggið býður m.a. upp á þessa fallegu hreindýramerkimiða og þeir eru fríir. Prenta þarf tvisvar sinnum, s.s. framhlið og bakhlið, og líma saman....eða bara framhliðina og hafa hvítt aftan á. En þarna eru líka góðar leiðbeiningar og einnig sitthvað meira niðurhlaðanlegt...

smelltu hér til að sjá fleiri merkimiða
Á sama bloggi má einnig finna margt annað til að prenta út og nýta, s.s. dagatal, borðamerkingar, kort og margt margt fleira. Smelltu bara akkúrat HÉR til að sjá allt góssið :)

Ekki má gleyma gullfallegu og dulítið skondnu merkimiðunum hjá Orange you lucky...sem ættu nú að gera pakkana enn fallegri :)
...held þetta sé ágætt, gæti alveg gleymt mér í svona góssi :)
0&0
M

1 comment:

  1. Ótrúlega flott og skemmtilegt klippidót, ég á örugglega eftir að gleyma mér í þessu. Knús systa

    ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...