31.12.11

Áramótagrímur

...ef einhver skyldi hafa gleymt að kaupa slíkar eða finnur hjá sér óstjórnlega löngun til þess að búa til sínar eigin ;)

Bjó til svona með sonunum í gær, annar er 4 ára og hinn 8 ára....tókst bara vel til hjá strumpunum og er frekar einfalt í framkvæmd:

...


  • "gúggluðum" printable masks og prentuðum út þær sem okkur leist best á
  • klipptum þær út og strikuðum á þykkan pappír...í lit eða hvítan...
  • skárum út fyrir augunum með föndurhníf
  • skreyttum að vild; glimmer, pallíettur, fjaðrir...hvað sem ykkur dettur í hug.
  • settum teygju í ...líka hægt að setja pinna (t.d. grillpinna en þá er skemmtilegra að mála hann) og halda á grímunni

Afraksturinn

Bræðurnir með grímurnar sínar

Skemmtilegt dútl fyrir litla föndrara...eða glimmerglaða fullorðna :)
o&o
M

30.12.11

Nýársstemmning

Mig hefur lengi dreymt um að halda ærlegt nýársboð...í stóóra húsinu mínu...sem ég á ekki ;) Læt mig bara dreyma þangað til það gerist og skoða myndir af fallega skreyttum nýársborðum... Fleiri hugmyndir fá finna á Klikk.no

Brigg
Forever Love
Hoytrykk


Svo er líka gaman að föndrast eitthvað sjálfur, t.d. búa til "crackers"...veit nú ekki alveg hvað þær kallast upp á ástkæra ylhýra...

Leiðbeiningar hér, kannski tímafrekt en örugglega vel þess virði :)
Þessar myndu sóma sér vel á nýársborðinu

Svo væri kannski ekki vitlaust að gera svona flott listaverk úr nýársheitunum...erfitt að hundsa þau ef þau eru komin upp á vegg ;) Smelltu hér til að fá leiðbeiningar, en að vísu myndi ég nú bara kaupa striga í stað þess að fara að smíða...

Þangað til næst
o&o
M

29.12.11

Uppáhalds jóladótið í ár

Það fór eitthvað minna fyrir jólaskreytingunum þetta árið en sumt er þó alltaf nauðsynlegt að setja upp til að fá sanna jólastemmingu. Þar á meðal er gamla góða jólatréið mitt, stundum hefur því verið skipt út fyrir lifandi tré en mig hlakkar samt alltaf til sjá það aftur. Það er líka þeim kostum gætt, þó smátt sé, að það er hægt að hlaða endalaust mikið af jólaglingri á það.


Svo eru dvergarnir hans Mumma sem hafa fylgt honum síðan hann man eftir sér, þeir eru gamlir og lúnir en ótrúlega sjarmerandi. Ekki má gleyma fallega jólateppinu sem mamma saumaði, manni finnst bara að það séu komin jól þegar það er sett upp. Þessi jól bætist svo við fallegt jólatré sem dóttir mín gerði og gaf mér í jólagjöf, ég hef alveg sérstakt yndi af því sem börnin mín útbúa sjálf :-)






Keðja
S

23.12.11

Þorláksmessa...

Nú eru jólin bara rétt handan við hornið og ungviðið margt hvert orðið órólegt af pakkaspenningi. Fyrir þá sem eiga föndurglaða dundara koma hérna nokkrar hugmyndir...eitthvað sem ætti að dreifa huganum á meðan talið er niður í jólin ;)

Ég sýndi mynd af pappírsengli í síðasta pósti og er búin að búa til snið af einum slíkum...eina sem þarf að gera er að smella HÉR og prenta út,  muna bara að nota þykkari pappír (80-120 gr). Svo er bara að klippa út og finna til flottan pappír: skrapppappír, dagblöð, glanstímarit, gömul bréf/umslög...hvað sem vill. Teikna svo á þann pappír eftir karton-líkamanum og líma saman. Hægt er að nota splitt til að festa engilinn saman svo úr verði nokkurs konar sprelli-engill eða bara líma. Ég var með tvær föndurglaðar litlar frænkur í heimsókn um daginn sem voru enga stund að skapa einn svona....náði bara ekki að taka mynd af þeim. Gerði svo einn sjálf til að taka mynd og hann er hér:


Hér kemur svo lítið sætt hreindýr sem hægt er að prenta út og setja saman. Örugglega voðalega krúttlegt að nota splitti í það og hengja svo upp...krúttlegur jólaórói :)



Eldri molinn minn hefur nú stundum gaman af því að föndra með múttu, þó hann sé nú svo sem að verða svolítill gaur ;) Hann galdraði fram með hraði svona fína jólalengju á skammri stundu. Eina sem þurfti til var rauður og hvítur pappír, heftari og skæri...


Þeim sem langar í flóknara föndur og hafa nægan tíma geta t.d. kíkt á Cecilies Lykke og búið til falleg snjókorn sem eru örugglega dásamleg á jólatréið.


Og fyrir þá sem eiga eftir að pakka og eiga ekki merkimiða...eða langar í öðruvísi merkimiða þá er fullt af flottum miðum hér. Vorum búnar að benda áður á svona síðu en þessir eru líka algert æði....er sjálf búin að prenta út og merkja nokkra pakka með þessu fíneríi....

Sea Urchin

Af framkvæmdagleðinni sem minnst var hér á síðast var nú eitthvað að frétta...náði að gera nokkra óróa sem laumast með í jólapakka, h-ið málað (tréstafurinn) og sitt lítið fleira...


Eigið góða Þorláksmessu og passið ykkur á stressinu ;)
o&o
M

16.12.11

Jólainnblástur

Lydill er eitt af þeim bloggum sem ég kíki reglulega á. Og nú má finna á síðunni hennar skemmtilegt net-tímarit...Lydill´s julemagasin. Gaman að fletta í gegnum það og fá smá innblástur.


Lydill


Einnig er hún Jeanette á Fryd+Design með svona net-tímarit sem gaman er að fletta í gegnum, en það má finna hægra meginn á síðunni hennar. Og af því við vorum að tala um piparkökuhús í síðustu færslu má ég til með að birta mynd af fyrrnefndri síðu:

Flott að hafa húsið svona hátt og langt...

Held ég sé alveg komin með hugmyndina að húsinu fyrir næstu jól, sé fyrir mér 2 - 3 há og löng hús saman á bakka..en það er kannski allt í lagi að leyfa þessum jólum að koma fyrst ;)


Framundan er síðasta helgi fyrir blessuð jólin og mig langar að gera svo margt...föndra, sauma og dúllast. Er með algert æði fyrir hvers kyns pappírsföndri...óróum, pappírsenglum, lengjum, trönum og krönsum. Vonandi tekst manni að fá útrás fyrir sköpunargleðina á milli þess sem tuskan er munduð.

Klæjar í fingurna að gera þennan...en leiðbeiningar má finna á The red thread
Hugmyndin af þessum engli kemur upphaflega úr BoligLiv


Hendi inn myndum ef eitthvað framkvæmist annað en tuskutilþrif :)
o&o
M


 

12.12.11

Piparkökuhús

Þá lagði ég loksins í að gera mitt eigið piparkökuhús, seinustu ár hef ég látið duga að kaupa þessi sem fást í flestum matvöruverslunum og þarf bara að skreyta og festa saman.  Ég fann uppskriftina í Norskablaðinu Allers julemagasin síðan 2008 og er blaðið stúttfullt af skemmtilegum hugmyndum.  Næsta ár er svo planið hjá mér og dóttir minni að taka þátt í piparkökuhúsasamkeppni Kötlu sem fer fram í Kringlunni ár hvert. Ég þarf reyndar aðeins að æfa mig fyrst því piparkökuhúsið okkar stóð ekki nema nokkrar mínútur en þá fór að bera á vandræðum svo féll það alveg, mig grunar að það hafi aðalega verið tvennt sem olli því: húsið var of mjúkt, hefði mátt vera aðeins lengur í ofninum og svo var ansi mikið af nami á þakinu :-). Við mæðgur ætlum að reyna aftur fljótega. 

Knus&kram 


S






10.12.11

Af netvafri...

Svona mitt í jólaamstrinu er ágætt að taka einn rúnt á netinu og fá hugmyndir....sérstaklega þegar maður er vakinn eldsnemma á laugardegi og nennir ekki að drífa sig í húsverkin ;)

Hérna koma nokkrar síður sem ég hef nýverið rambað inná:

Hoytrykk, norsk síða....fallegt heimili í ljósum og léttum stíl en þó með skemmtilegt lita-"splass" inn á milli.

Flott og stíhreint
Væri alveg til í eina af þessum myndum!
Skemmtilegt jólaskraut; stjörnur klipptar út og festar á vegginn með kennaratyggjói

Sheneligans! Held hún sé líka norsk...sterkir litir og smá retrókeimur í gangi. Hún er líka með netbúð á Epla (sem er vettvangur fyrir handgerða hluti, svipar til Etsy)

Kósí horn í stofunni
Erum við ekki allar ofurmömmur?

Fru Fly er krúttlegt innblásturs-blogg. Hægt að smella á tutorials og fá ýmis ráð og hugmyndir....

Flott hillan á veggnum...svoldið skotin í stöfunum
Stílhreint herbergi fyrir ungar dömur

Ætli það sé ekki best að hætta að hangsa...það eru víst að koma jól...eftir tvær vikur!
o&o
M

6.12.11

Jóladagatalið hennar Emblu

Þá er ég loksins búin með jólapakkadagatalið hennar dóttir minnar bara 6 dögum of seint en hvað er það, betra seint en aldreiJ Svo er bara að plana að byrja snemma næsta ár og ekki seina væna en byrja að sanka að sér hugmyndum. .

Eldhúsglugganum okkar vantaði smá jólastemmingu

Þetta finnst mér mjög sniðugt gert úr mjólkur og rjómafernum og hægt að fella pakkana in í þeim.

Arla
Årets julekalender
Ég var að spá í að ná mér í grein út í garð og laka hana, en það verður að bíða til næstu jóla.
Knus&kram
S

5.12.11

Glaðningar handa ykkur :)

Það er svo margt sniðugt hægt að finna á netinu...og ef maður hefur góðan tíma til að vafra um (sem gerist nú ekki oft, kannski helst þegar maður hangir heima í veikindum) má finna ýmsa útprentanlega glaðninga.

Þessi síða er til dæmis stútfull af ábendingum um prentanlega merkimiða, bæði jóla og afmælis. Ótrúlega fallegir miðar og ýmislegt fallegt, opnast flest sem pdf skjal...og bara prenta!


  

Á fyrrnefndri síðu er flest allt frítt en sumar síður bjóða upp á flotta pappírslist sem borgað er fyrir. Þá er vörunni hlaðið niður eftir að greitt er og svo bara prentað. Happy Thought papercrafts er slík síða, en þar má stundum rekast á eitthvað fríkeypis "freebies". Þessi pappírsleikföng eru bara dásamleg og mér reiknast til að þau myndu kosta ca. 600 krónur....og engin takmörk á því hversu oft þú prentar þau út!


Þessi fallegu pappírsleikföng myndu sóma sér vel sem borðskraut á jólaborðið

Creature comforts bloggið býður m.a. upp á þessa fallegu hreindýramerkimiða og þeir eru fríir. Prenta þarf tvisvar sinnum, s.s. framhlið og bakhlið, og líma saman....eða bara framhliðina og hafa hvítt aftan á. En þarna eru líka góðar leiðbeiningar og einnig sitthvað meira niðurhlaðanlegt...

smelltu hér til að sjá fleiri merkimiða
Á sama bloggi má einnig finna margt annað til að prenta út og nýta, s.s. dagatal, borðamerkingar, kort og margt margt fleira. Smelltu bara akkúrat HÉR til að sjá allt góssið :)

Ekki má gleyma gullfallegu og dulítið skondnu merkimiðunum hjá Orange you lucky...sem ættu nú að gera pakkana enn fallegri :)




...held þetta sé ágætt, gæti alveg gleymt mér í svona góssi :)
0&0
M

3.12.11

Þá er það dagatalið...

Eftir miklar vangaveltur og góðar ábendingar ákvað ég að fara þessa leið. Fékk hugmyndina frá henni Stínu vinkonu minni en úfærði hana á annan hátt. Útgangspunkturinn er sem sagt að á hverjum degi opni börnin lítinn miða og á honum sé hinir ýmsu glaðningar; brandari, gáta, baka piparkökur, jólaljósabíltúr, föndra o.s.frv. Flestir af glaðningunum eru óefnislegir og snúast um samveru og gæðastundir...en þó gæti læðst með eitthvað efnislegt sem gleður litla menn :)

Það voru nú smá heilabrot að finna 24 hugmyndir og kannski sérstaklega að tímasetja svona fram í tímann...það er nú verra að vera búin að skipuleggja sleðaferð eftir tvær vikur ef snjórinn ákveður svo að láta sig hverfa. En það var leyst með því að setja alla 24 miðana upp en sumir af þeim eru tómir. Skjalið er svo til í tölvunni og hægt að kíkja reglulega inn og skipta út eftir þörfum. Það sem búið er að opna hefur vakið lukku hjá bræðrunum; kjánagangur með pabba og jólastund/gisting hjá ömmu og afa.

Framkvæmdin var að öðru leyti einföld: tjágrein spreyjuð hvít (átti meira að segja eina síðan í fyrra), miðarnir prentaðir út og festir á tréið með borða. Dagsetningarnar voru annað mál, var mikið að pæla í að stimpla (ef ég ætti tölu-stimpla ;) eða prenta út tölur. En svo datt ég niður á þessa sniðugu vettlinga í Garðheimum, í skrapppappírnum...eru sum sé með tölustöfum á.



Er bara nokkuð ánægð með árangurinn:


Og það sem meira máli skiptir; gormarnir eru ánægðir :)
o&o
M

Aðventan hafin...

...og tími til kominn að bretta upp ermanar...eða bara teygja sig í annan mola og slappa af ;)

Hér á bæ er búið að búa til aðventudagatal fyrir ungdóminn og einnig aðventukrans. Kransinn þetta árið var nokkuð einfaldur, þ.e. ef maður á réttu græjurnar eða á pápa sem á fullan bílskúr af græjum. Hugmyndin að kransinum er komin úr einhverju blaði en þar var hann bara natural, þ.e. ekki spreyjaður og glimmeraður...Pælingin hér var að þetta ætti að líkjast trjádrumbi sem lægi hrímaður út í skógi...

Það sem við gerðum, en við vippuðum fram þremur svona á næstum því no time ;):
- við fundum hentuga trjádrumba (fyrrnefndur pápi fékk góða drumba fyrir okkur á gámastöð)
- létum drumbana þorna áður en hafist var handa (ekki verra að taka nokkra daga í það)
- söguðum neðan af þeim til að fá sléttan flöt undir
- mældum út fyrir og boruðum fjögur göt, fyrir kertin
- spreyjuðum drumbinn með hvítu spreyi
- stráðum yfir hann slatta af hvítu og silfruðu glimmeri
- létum hann þorna og potuðum kertum í

...nokkuð einfalt og hér er útkoman:





Miklar pælingar fóru fram með valið á kertalitnum...og ein valdi rautt...önnur hvítt. Sé reyndar alveg fyrir mér antíkbleik eða antíkgræn en ég er samt sátt með þau hvít. Rakst svo á númerin í A4, en þetta eru sérstök aðventukertanúmer sem stingast inn í kertin.

Skelli inn myndum af aðventudagatalinu síðar en það tókst bara nokkuð vel...
o&o
M

23.11.11

Leitin að jólaskapinu..

...það lætur eitthvað á sér standa þetta árið. En hvað er þá betra en að taka rúnt á veraldarvefnum og finna flottar hugmyndir til að koma sér í gírinn ;)

Mig langar mikið til að gera aðventudagatal/pakkadagatal fyrir drengina mína en finnst fullmikið að græja 48 pakka. Þá poppaði upp sú hugmynd að hafa bara pakka á sunnudögunum í desember, þannig að þá yrði kveikt á kerti í aðventukransinum og einn lítill pakki opnaður. Ég hef séð margar flottar hugmyndir af pakkadagatölum en er ekki alveg búin að festa mig niður á eina...spurning um að fara að ákveða sig þar sem fyrsti í aðventu er á sunnudaginn...???


Þessi flotta hugmynd kemur af blogginu FRYD+DESIGN...óhefðbundin og flott.



Í síðasta tölublaði af Bolig Liv er ágætisklausa um jóladagatöl (einnig hægt að kíkja á síðuna þeirra og fá góðar hugmyndir) og bent á nokkrar góðar síður þar sem annað hvort eru hugmyndir að dagatölum eða hvar hægt er að kaupa skemmtilega glaðninga (nýtist okkur hér á klakanum svo sem ekki...). Þar má m.a. finna þessa síðu sem er stútfull af flottum hlutum og einnig eru nokkrar leiðbeiningar "tutorials". Gæti til dæmis vel hugsað mér að útfæra þennan með færri pökkum:


Einnig benda þeir í Bolig Liv á nokkrar hugmyndir til að komast í jólaskapið, nokkurs konar óefnislegt jóladagatal...og ég ætla að aðlaga nokkrar af hugmyndum þeirra að mínum:

* búa til poppkornslengju (garland)
* gera ris a la mande í kvöldmat...bara upp á grín
* horfa á uppáhaldsjólamyndina
* hengja upp mistiltein...og kyssa elskuna sína (að vísu dultítið lánaður siður en what the hey..)
* búa til heitt súkkulaði
* kíkja á jólagluggana í búðunum og jafnvel kaupa nokkrar gjafir..
* búa til jólaljós úr sultukrukku, eins margar og vill
* hengja upp krans á útidyrahurðina
* fá sér göngutúr í myrkrinu og sjá flottu jólaljósin í hverfinu
* kaupa Nóa konfektkassa, þykjast ætla að geyma hann til jóla en laumast í hann endrum og eins...
* síðast en ekki síst: hlusta á yndisleg og væmin jólalög ;)

Þetta hjálpar mér vonandi til við leitina að jólaskapinu...þigg samt alveg fleiri hugmyndir ;)
o&o
M
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...